Haraldur Benediktsson ætlar ekki að þiggja annað sætið

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi ætlar ekki að taka sæti á lista flokksins í kjördæminu ef varaformaður Sjálfstæðisflokksins sigrar hann í oddvitaslag um komandi helgi.

Haraldur Benediktsson.
Haraldur Benediktsson.
Auglýsing

Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi, ætlar ekki að þiggja annað sæti á lista flokksins fari svo að hann tapi oddvitaslag í prófkjöri flokksins í kjördæminu um komandi helgi. 

Frá þessu greinir hann í viðtali við Bæjarins besta í dag.

Þar segir hann að feli flokksmenn öðrum oddvitahlutverki sé það skýr niðurstaða. „Það getur ekki verið gott fyrir nýjan oddvita að hafa þann gamla í aftursætinu.“

Auglýsing
Haraldur leiddi lista flokksins í kjördæminu til síðustu kosninga, en í 2. sæti listans var Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Ýmislegt er hins vegar breytt síðan árið 2017.

Þórdís Kolbrún hefur verið ráðherra síðan þá og var sömuleiðis kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins árið 2018.

Hún gaf það strax síðasta haust að hún ætlaði ekki að færa sig yfir í annað kjördæmi og síðar að hún sæktist eftir efsta sæti listans.

Það ætlar Haraldur þó ekki að láta af hendi þegjandi og hljóðalaust, en hann gaf það út strax í febrúar að hann myndi sækjast eftir trausti flokksmanna í kjördæminu til þess að leiða listann áfram.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent