Heimilt að veita Þorlákshöfn ríkisstyrk, samkvæmt mati Vegagerðarinnar

Þrátt fyrir að vörugjöld af bílum og tækjum í Þorlákshöfn séu einungis 43 prósent af því sem þau eru hjá Faxaflóahöfnum telur Vegagerðin það ekki raska samkeppni né koma í veg fyrir ríkisstyrki til uppbyggingu hafnarinnar í Þorlákshöfn.

Unnið er að lengingu Suðurvarargarðs við Þorlákshöfn þessa dagana.
Unnið er að lengingu Suðurvarargarðs við Þorlákshöfn þessa dagana.
Auglýsing

Umfangs­miklar fram­kvæmdir munu standa yfir næstu miss­erin við stækkun hafn­ar­innar í Þor­láks­höfn. Heild­ar­kostn­aður við fram­kvæmd­irnar sem nú eru í gangi eða fyr­ir­hug­aðar er áætl­aður alls 5 millj­arðar króna og mun ríkið standa straum af kostn­aði að stórum hluta.

Spurn­ingum hefur hins vegar verið varpað fram um hvort rétt­læt­an­legt sé að ríkið taki þátt í að greiða hluta fram­kvæmda­kostn­að­ar­ins við stækkun Þor­láks­hafn­ar. Páll Her­manns­son, hag­fræð­ingur og sér­fræð­ingur í flutn­ing­um, skrif­aði grein í Kjarn­ann í fyrra þar sem hann færði rök fyrir því að vafa­samt væri, lögum og reglu­gerðum sam­kvæmt, að setja svo mikið sem fimmeyr­ing af rík­isfé í upp­bygg­ingu hafn­ar­innar í Þor­láks­höfn þar sem höfnin væri ekki að full­nýta tekju­mögu­leika sína.

Hafnir skuli full­nýta gjald­skrár­stofna til að fá rík­is­styrk

Í reglu­gerð um hafna­mál er fjallað um þau skil­yrði sem hafnir þurfa að upp­fylla til þess að fá rík­is­styrk til hafn­ar­fram­kvæmda. Þar segir að við­kom­andi hafn­ar­sjóður skuli full­nýta gjald­skrár­stofna sína og er yfir­völdum sam­kvæmt reglu­gerð­inni skylt að bera gjald­skrá hafn­ar­innar saman við gjald­skrár óstyrktra hafna og meta áhrif lang­tíma­samn­inga við not­end­ur.

„Ef í ljós kemur að tekjur hafn­ar­innar eru hlut­falls­lega minni en hjá sam­an­burð­ar­höfn­unum eða raska sam­keppn­is­stöðu við aðrar hafnir eru skil­yrði ríki­s­tyrks ekki upp­fyllt,“ segir í reglu­gerð­inni.

Fyr­ir­spurn gleymd­ist hjá ráðu­neyti (og blaða­manni) í heilt ár

Kjarn­inn óskaði eftir svörum um hvort mat á þessu hefði verið fram­kvæmt frá inn­við­a­ráðu­neyt­inu, sem þá hét reyndar sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­ið, í ágúst í fyrra og ítrek­aði fyr­ir­spurn­ina svo í aftur í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um. Fyr­ir­spurnin féll hins vegar á milli skips og bryggju hjá ráðu­neyt­inu – og blaða­maður ýtti ekki á eftir svari fyrr en seint og síðar meir. Svar fékkst svo undir lok nýlið­ins ágúst­mán­að­ar.

Gjald­skrá Þor­láks­hafnar raski ekki sam­keppni

Í svar­inu sem barst segir að það sé Vega­gerðin sem sjái um þátt rík­is­ins við fram­kvæmd hafna­laga og hafi eft­ir­lit með fram­kvæmd þeirra. Fram kemur að mat af þessu tagi hafi verið fram­kvæmt og að nið­ur­staða Vega­gerð­ar­innar hafi verið sú að „gjald­skrá Þor­láks­hafnar raskaði ekki sam­keppn­i“.

Auglýsing

„Við skoðun á því hvort Þor­láks­höfn upp­fyllti skil­yrði fyrir rík­is­styrk, lagði Vega­gerðin mat á það hvort gjald­skrá hafn­ar­innar væri hlut­falls­lega lægri en sam­an­burð­ar­hafna eða væri til þess fallin að raska sam­keppni. Stofn­unin gerði sam­an­burð á Þor­láks­höfn og höfnum sem hugs­an­lega væru í sam­keppni við höfn­ina eða með sam­bæri­legan rekstr­ar­grund­völl. Það var nið­ur­staða Vega­gerð­ar­innar að gjald­skrá Þor­láks­hafnar raskaði ekki sam­keppn­i,“ segir í svar­inu frá inn­við­a­ráðu­neyt­inu, en sam­an­burð­ur­inn byggði á opin­berum gjald­skrám hafn­anna.

Í svar­inu er nefnt að vöru­gjöld af sjáv­ar­fangi séu mjög stór þáttur í tekjum Þor­láks­hafn­ar. Í sam­an­burð­inum hefði komið fram að munur á vöru­gjöldum fyrir sjáv­ar­fang væri mjög lít­ill og því væri sá þáttur ekki til þess fall­inn að raska sam­keppni.

Vöru­gjöld fyrir bif­reiðar ein­ungis 43 pró­sent af gjöldum Faxa­flóa­hafna

Í sam­an­burð­inum kom hins vegar einnig fram „að gjöld fyrir bif­reiðar og vélar væru lægri í Þor­láks­höfn en hjá Faxa­flóa­höfn­um“ en ekki var til­tekið í svari ráðu­neyt­is­ins hversu mikið lægri gjöldin eru.

Sam­kvæmt vöru­gjald­skrám hafn­anna tveggja eru greiddar 1.970 kr. í vöru­gjöld af þessum vörum fyrir hvert tonn hjá Faxa­flóa­höfnum en 849 krónur í Þor­láks­höfn, sem þýðir að gjaldið í þessum flokki í Þor­láks­höfn var ein­ungis 43 pró­sent af sam­svar­andi gjaldi Faxa­flóa­hafna.

Flutningaskip Smyril Line, Mistral, liggur hér við Skarfaskersbryggju í Þorlákshöfn. Mynd: Vegagerðin

Þetta þykir þó ekki til þess fallið að raska sam­keppni, en þess var getið í svari ráðu­neyt­is­ins, sem unnið var í sam­starfi við sér­fræð­inga Vega­gerð­ar­inn­ar, að flutn­ingur bif­reiða og véla um Þor­láks­höfn væri ein­ungis lít­ill hluti af flutn­ingum um höfn­ina, eða um 20 pró­sent.

„Það var því ekki talið hafa áhrif á sam­keppni. Flutn­ingur bif­reiða og véla fer eftir sem áður að stærstum hluta um Faxa­flóa­hafn­ir,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins, en á und­an­förnum árum hefur hlutur Þor­láks­hafnar í þessum flutn­ingum auk­ist mjög eftir að flutn­inga­fyr­ir­tækið Smyril Line hóf sigl­ingar ekju­skipa þangað frá meg­in­landi Evr­ópu.

Með­al­gjöld hærri í Þor­láks­höfn, ef ekki væri fyrir allan vik­ur­inn

Í svari ráðu­neyt­is­ins segir að við nán­ari sam­an­burð Þor­láks­hafnar við Faxa­flóa­hafnir komi í ljós að með­al­tekjur á tonn í Þor­láks­höfn séu 374,4 krónur en 399 krónur hjá Faxa­flóa­höfn­um.

„Skýr­ingin er sú að mikið magn af vikri fer um Þor­láks­höfn en hann fellur í lægsta gjald­flokk­inn. Væri litið fram hjá flutn­ingi á vikri yrðu með­al­gjöld á tonn í Þor­láks­höfn hærri en hjá Faxa­flóa­höfn­um,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins.

Þar segir einnig það séu engir afslættir gefnir af vöru­gjöldum í Þor­láks­höfn og að ekki séu gefnir afslættir að skipa­gjöld­um, nema þegar útgerðir sjái sjálfar um til­tekna verk­þætti.

Fjallað var um þær umfangs­miklu fram­kvæmdir sem nú standa yfir við höfn­ina í Þor­láks­höfn í nýjasta tölu­blaði Fram­kvæmda­frétta Vega­gerð­ar­innar. Þar var haft eftir Fann­ari Gísla­syni for­stö­u­manni hafna­deildar Vega­gerð­ar­innar að breyt­ing­arnar sem væri verið að gera á höfn­inni væru afar nauð­syn­legar og að þær myndu að öllum lík­indum breyta rekstr­ar­af­komu hafn­ar­innar til muna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent