Heimir Már Pétursson vill verða næsti formaður Blaðamannafélags Íslands

Nýr formaður Blaðamannafélags Íslands verður kjörinn í næsta mánuði. Hjálmar Jónsson hættir þá eftir að hafa setið sem formaður og framkvæmdastjóri frá árinu 2010.

Heimir Már Pétursson
Heimir Már Pétursson
Auglýsing

Heimir Már Pétursson, fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Blaðamannafélags Íslands. Nýr formaður félagsins verður kjörinn á aðalfundi sem til stendur að halda fyrir lok aprílmánaðar. 

Heimir hefur starfað í fjölmiðlum í meira en þrjá áratugi og í tilkynningu vegna framboðs síns, sem birt hefur verið á heimasíðu Blaðamannafélagsins, segir hann að breytingarnar sem orðið hafa á þeim tíma séu svo miklar að nánast sé hægt að tala um aðra veröld þá og nú. „Án þess að fara nánar út í þessar breytingar sem við þekkjum flest þá skiptir miklu máli um þessar mundir að standa vörð um störf blaðamanna, vandaðrar blaðamennsku þar sem vinnubrögð hennar eru höfðu í heiðri gagnvart þeirri gífurlegu upplýsingaóreiðu sem nú herjar á almenning. Á sama tíma berjast frjálsir og óháðir fjölmiðlar fyrir tilveru sinni í samkeppni við erlenda samfélagsmiðla sem engu skila til íslensks samfélags.“

Auglýsing
Heimir segist telja að reynsla sín geti nýst í samstarfi með góðu fólki í stjórn félagsins til að standa vörð um hag blaðamanna í sem víðasta skilningi þess orðs. „Til að verja tjáningarfrelsið, málfrelsið, réttindi blaðamanna til að sinna störfum sínum hvar sem er á vettvangi samfélagsins og standa vörð um kjör félagsfólks sem alla tíð hafa notið lítil skilnings.“

Hættir eftir rúmlega áratug sem formaður

Hjálmar Jóns­son, sem verið hefur for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands frá árinu 2010, tilkynnti á aðalfundi félagsins í október síðastliðnum að hann muni ekki bjóða sig fram á ný í emb­ættið á næsta aðal­fundi.

Aðal­fund­ur­inn átti upp­haf­lega að fara fram í apríl 2020 en var frestað vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Hjálmar var einn í fram­boði til for­manns á síðasta aðalfundi og því sjálf­kjör­inn, en kosið er um for­mennsku í Blaða­manna­fé­lag­inu á hverjum aðal­fundi. Áður en að Hjálmar tók við sem for­maður félags­ins á miklum átaka­fundi árið 2010 hafði hann verið fram­kvæmda­stjóri þess í nokkur ár. Í kjöl­far þess var starf fram­kvæmd­ar­stjóra og for­manns sam­einað í eitt.

Í ræðu sinni á fundinum sagði Hjálmar að það væri „tíma­bært að ný kyn­slóð tæki við“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent