Helmingur fólks sem sagt var upp með hjálp uppsagnarstyrkja stjórnvalda var endurráðið

Uppsagnarstyrkir sem stjórnvöld greiddu til að hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki kostuðu 12,2 milljarða króna. Ýmis skilyrði voru sett fyrir styrkjunum. Stjórnvöld hafa enn sem komið er lítið gert til að kanna hvort farið hafi verið eftir þeim.

Ríkisstjórnin kynnti ýmsar aðgerðir til að mæta afleiðingum kórónuveirufaraldursins í apríl 2020.
Ríkisstjórnin kynnti ýmsar aðgerðir til að mæta afleiðingum kórónuveirufaraldursins í apríl 2020.
Auglýsing

Íslensk fyr­ir­tæki fengu upp­sagn­ar­styrki úr rík­is­sjóði til að segja upp alls 8.194 manns á tíma­bil­inu maí 2020 til febr­úar 2021. Alls greiddi rík­is­sjóður út 12,2 millj­arða króna í upp­sagn­ar­styrki á því tíma­bili sem þeir stóðu til boða. 

Sam­kvæmt svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Odd­nýjar Harð­ar­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, fengu 4.038 ein­stak­lingar greidd laun frá sama launa­greið­anda á meðan að styrkirnir voru greidd­ir, og næstu sex mán­uði eftir að greiðslu þeirra var hætt. Það þýðir að um helm­ingur þeirra hafi verið end­ur­ráð­inn. 

Í svari ráð­herr­ans segir að sú skylda hafi ekki verið lögð á stjórn­völd í þeim lögum sem gerðu upp­sagn­ar­styrk­ina að veru­leika að hafa eft­ir­lit með því hvort starfs­fólk hefði verið end­ur­ráðið á sömu kjörum og það var á fyrir upp­sögn. Það verði að ætla að launa­menn­irnir sjálfir, eftir atvikum með stuðn­ingi sinna verka­lýðs­fé­laga, gæti að þeim rétt­ind­um. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu er ekki kunn­ugt um að stjórn­völd hafi fengið til með­ferðar mál þar sem end­ur­ráðn­ingar launa­manna voru ekki í sam­ræmi við lög­in, en sam­kvæmt þeim átti ein­stak­lingur eða lög­að­ili sem bryti af sér „af ásetn­ingi eða stór­felldu gáleysi gegn lög­unum sæta sektum eða fang­elsi allt að sex árum nema brotin telj­ist minni­hátt­ar.“

End­ur­á­kvarð­anir upp á tæpa 210 millj­ónir

Stjórn­völd settu ýmis skil­yrði fyrir stuðn­ingn­um. Meðal ann­ars þurfti við­kom­andi fyr­ir­tæki að hafa orðið fyrir að minnsta kosti 75 pró­sent tekju­falli, það mátti ekki vera í van­skilum með opin­ber gjöld, máttu ekki hafa tekið ákvörðun um úthlutun arðs eftir 15. mars 2020, lækkun hluta­fjár með greiðslu til hlut­hafa, kaup eigin hluta, innt af hendi aðra greiðslu til eig­anda á grund­velli eign­ar­að­ildar hans, greitt óum­sam­inn kaupauka, greitt af víkj­andi láni fyrir gjald­daga eða veitt eig­anda eða aðila nákomnum eig­anda lán eða annað fjár­fram­lag sem ekki varð­aði öfl­un, trygg­ingu eða við­hald rekstr­ar­tekna. Jafn­framt var kveðið á um að umsækj­andi skuld­byndi sig til að gera enga fram­an­greinda ráð­stöfun fyrr en fjár­stuðn­ing­ur­inn hefði að fullu verið tekju­færður eða end­ur­greidd­ur. 

Auglýsing
Þessi skil­yrði eru hins vegar þess eðlis að þau var ekki unnt að stað­reyna fyrr en eftir á og því  hefur ekki verið hægt að skoða hvort farið hefur verið eftir þeim. Þá byggðu upp­lýs­ingar um tekju­fall að mestu á tölum frá umsækj­end­unum sjálf­um. 

Í svari ráð­herr­ans við fyr­ir­spurn Odd­nýjar segir að á árinu 2021 hafi farið fram end­ur­á­kvarð­anir á stuðn­ingi hjá 70 rekstr­ar­að­ilum upp á tæp­lega 210 millj­ónir króna. Öll þau til­vik hafi verið þannig að „til­greindir höfðu verið eig­endur eða aðrir þeir sem áttu að reikna sér end­ur­gjald vegna starfa í þágu rekstr­ar­ins og féllu því ekki undir lögin um stuðn­ing vegna upp­sagna.“

Gert er ráð fyrir að síðla á þessu ári og á því næsta verði gerðar ýmsar sam­an­burð­ar­keyrslur hjá Skatt­inum í því skyni að athuga hvort ákvarð­aður stuðn­ingur sýn­ist rétt­ur. „Þetta verður ekki gert fyrr en við­eig­andi gögn liggja fyrir sem hægt er að byggja á og meta, m.a. vegna arð­greiðslna. Jafn­framt þarf að athuga hvort tekju­færsla stuðn­ings­ins er með réttum hætti en hún getur spannað fimm rekstr­ar­ár. Þessi aðferða­fræði kall­aði á það að setja þurfti upp nýja reiti í skatt­fram­tölum rekstr­ar­að­ila til að skapa mögu­leika á því að halda utan um þetta frá ári til árs.“

Eign hlut­hafa varin

Þegar úrræðið var kynnt af rík­is­stjórn­inni, 28. apríl 2020, var til­gangur þess sagður vera sá að veita ákveðnum fyr­ir­tækj­um, sem hefðu orðið fyrir miklu tekju­tapi, styrki til að eyða ráðn­­ing­­ar­­sam­­böndum við starfs­­fólk sitt. Þegar áformin voru kynnt lá ekk­ert frum­varp fyrir til að gera þau að lög­­um, ekk­ert kostn­að­­ar­­mat hafði verið gert opin­bert og engin kynn­ing á áformunum hafði átt sér stað meðal þing­­flokka. Fyr­ir­tæki hófu að segja fólki upp  strax í kjöl­far­ið, og áður en nýr mán­uðum hæf­ist nokkrum dögum síð­­­ar. 

Frum­varp var svo lagt fram um miðjan maí mánuð 2020 og kostn­að­­ar­­mat kynnt sam­hliða. Það gerði ráð fyrir því að rík­­is­­sjóður myndi greiða fyr­ir­tækjum sem upp­­­fylltu sett skil­yrði alls 27 millj­­arða króna í styrki til að hjálpa þeim að segja upp fólki. Yfir­­lýst mark­mið var að draga úr fjölda­gjald­­þrotum og tryggja rétt­indi launa­­fólks, en styrkirnir stóðu þeim fyr­ir­tækjum sem höfðu orðið fyrir að minnsta kosti 75 pró­­sent tekju­tapi til boða. Hlið­­ar­á­hrif voru að eign hlut­hafa er var­in. 

Lögin skyld­uðu opin­bera aðila til að birta yfir­­lit yfir þau fyr­ir­tæki sem fengu upp­­sagn­­ar­­styrki. Sá listi var birtur á heima­­síðu Skatts­ins. Hann var síð­­­ast upp­­­færður í febr­­úar og nær því ekki yfir allar greiðslur sem greiddar voru út. Þorri þeirra var þó greiddur úr í fyrra – heild­­ar­um­­fang útgreiddra styrkja fór yfir tíu millj­­arða króna í októ­ber 2020 og þeir skriðu yfir 12 millj­­arða í febr­­úar 2021 – þannig að listi Skatts­ins veitir ágætt yfir­­lit yfir stærstu þiggj­endur styrkj­anna.

Icelandair Group og tengd félög fengu lang­mest

Alls fengu fyr­ir­tæki tengd Icelandair Group 4,7 millj­­arða króna í styrki, eða um 39 pró­­sent allra veittra styrkja. Þar mun­aði mestu um Icelandair Group sjálft sem fékk 3,7 millj­­arða króna til að segja upp alls 1.918 manns. Sá aðili sem fékk næst hæstu upp­­hæð­ina í upp­­sagn­­ar­­styrki er Flug­­­leiða­hót­­el, sem voru í 25 pró­­sent eigu Icelandair Group fram á árið 2021. Þangað hafa farið um 627 millj­­ónir króna úr rík­­is­­sjóði. Iceland Tra­vel, ferða­­skrif­­stofa í eigu Icelandair Group fékk 151 milljón króna í upp­­sagn­­ar­­styrki, Bíla­­leiga Flug­­­leiða fékk 139 millj­­ónir króna og Flug­­­fé­lag Íslands, sem er var rennt saman við Icelandair Group í fyrra, fékk 83 millj­­ónir króna.

Bláa Lónið fékk þriðju hæstu ein­­­stöku upp­­­sagn­­­ar­­­styrk­ina, alls um 603 milljón króna vegna upp­­­­­sagna 550 manns. Fjórða fyr­ir­tækið sem fékk upp­­­sagn­­­ar­­­styrki yfir hálfri milljón króna var Íslands­­­hótel hf., sem fékk alls 593 millj­­­ónir króna fyrir að segja upp alls 468 starfs­­­mönn­­­um. 

Hótel eru raunar fyr­ir­­­ferða­­­mikil á list­an­­­um. Center­hot­els fékk 266 millj­­­ónir króna, Kea­hótel 203 millj­­­ónir króna, Foss­hótel 155 millj­­­ónir króna og Hótel Saga 114 millj­­­ónir króna.

Rút­­u­­­fyr­ir­tækið Allra­handa, sem rekur vöru­­­merkin Grey Line og Air­port Express, fékk 191 millj­­­ónir króna og tvö félög tengd Kynn­is­­­ferð­um, sem reka vöru­­­merkið Reykja­vik Exc­ursions, fengu sam­tals um 193 millj­­­ónir króna.

Önnur fyr­ir­tæki á list­­­anum sem fengu yfir 100 millj­­­ónir króna eru öll tengd ferða­­­þjón­­­ustu með einum eða öðrum hætti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent