John C. Whitehead, sem leiddi áratugum saman starf Goldman Sachs og var meðal stærstu einstaklingshluthafa bankans, lést í gær 92 ára að aldri. Whitehead var meðal virtustu bankamanna heimsins, og leiddi endurreisnastarf í New York, í umboði bandarískra stjórnvalda og borgaryfirvalda í New York, eftir árásirnar á Tvíburaturnanna í New York, 11. september 2001. Whitehead var virtur meðal bæði Demókrata og Repúblikana, og starfaði og ræddi oft á persónulegum trúnaðarfundum um stöðu efnahagsmála við bæði Bill Clinton og George W. Bush, í forsetatíð þeirra.
Whitehead var starfsmaður og meðal lykilstjórnenda Goldman Sachs í 37 ár. Hann bar ábyrgð á fyrstu alþjóðlegu verkefnum Goldman Sachs, þar sem unnið var þvert á landmæri margra af stærstu fjármálamarkaða heimsins, á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Þessi vinna er af mörgum talin hafa flýtt til muna alþjóðavæðingu fjármálamarkaða, þar sem fjármálastofnanir eru fjármagnaðar þvert á landamæri og starfsemi þeirra skipulögð með þeim hætti.
Samkvæmt fréttum Bloomberg lést Whitehead á heimili sínu.
https://www.youtube.com/watch?v=htAs9K5sK5o