Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, ætlar að sækjast eftir því að verða oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni þegar prófkjör fer fram í vor. Þar með skorar hún Eyþór Arnalds, núverandi oddvita, á hólm en hann hefur þegar tilkynnt að hann sækist að óbreyttu eftir endurkjöri. Hildur var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar.
Samkvæmt heimildum Kjarnans hefur Hildur um nokkurt skeið kannað jarðveginn fyrir framboði gegn Eyþóri innan Sjálfstæðisflokksins.
Næstu sveitarstjórnarkosningar fara fram í maí næstkomandi.
Hildur setti tilkynningu um framboð sitt á Facebook klukkan 19 í kvöld. Á sama tíma birtist viðtal við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 þar sem hún opinberaði áform sín um að reyna að verða næsti borgarstjóri í höfuðborginni og skömmu síðar mætti hún Degi B. Eggertssyni, núverandi borgarstjóra, í Kastljósi RÚV í umræðum um fjárhagsáætlun borgarinnar, sem var samþykkt í borgarstjórn í gær.
Hún segist enn fremur vilja borg sem ryður veginn fyrir þá sem vilja sækja fram og styður við hugmyndaauðgi og verðmætasköpun. „Umhverfisvæna höfuðborg sem byggist á frjálsum valkostum, jöfnum tækifærum, frjálsu framtaki og hagkvæmum rekstri. Ég vil lifandi smáborg með heimsborgarhjarta - frjálsa og blómstrandi — Reykjavík sem virkar.“
Ég sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Með sjálfstæðismönnum vil...
Posted by Hildur Björnsdóttir / Borgarfulltrúi on Wednesday, December 8, 2021