Hildur og Marta hafa sætaskipti í ráðum borgarinnar

Hildur Björnsdóttir fer í skóla- og frístundaráð og Marta Guðjónsdóttir í skipulags- og samgönguráð. Hildur segir við Kjarnann að þetta sé gert að hennar beiðni. Marta hlakkar til að takast á við skipulagsmálin.

Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks mun víkja úr skipulags- og samgönguráði borgarinnar og taka sæti í skóla- og frístundaráði í staðinn. Marta Guðjónsdóttir mun taka sæti Hildar í skipulags- og samgönguráði og víkja úr skóla- og frístundaráði. Kosning um breytta skipan í þessum nefndum og reyndar fleirum fer fram á borgarstjórnarfundi á morgun.

Aðspurð segir Hildur í samtali við Kjarnann að verið sé að gera þessar breytingar að hennar beiðni. „Ég held við þurfum að setja skólamálin ennþá meira á oddinn,“ segir Hildur og nefnir að ekki sé búið að leysa „leikskólavandann“ og auk þess standi grunnskólar borgarinnar ekki vel, hvorki í innlendum né alþjóðlegum samanburði.

Hildur, sem var í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokks í síðustu borgarstjórnarkosningum, hefur verið einn þriggja fulltrúa flokksins í skipulags- og samgönguráði það sem af er kjörtímabili ásamt oddvitanum Eyþóri Arnalds og Katrínu Atladóttur.

Stundum hefur það vakið athygli að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur ekki deilt sýn á skipulagsmálin í borginni, meðal annars í umræðum um Borgarlínu. Þær Hildur og Katrín hafa þá talað með öðrum hætti um fyrirhugaða uppbyggingu hágæða almenningssamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu en sumir aðrir kjörnir fulltrúar flokksins í borginni.

Hildur segir að hún muni áfram sitja í borgarráði, þar sem öll stærstu skipulagsmálin séu tekin fyrir til afgreiðslu og á henni er að heyra að hún muni síður en svo hætta að láta skipulagsmál sig varða þrátt fyrir að víkja úr skipulags- og samgönguráði.

Marta ætlar að vinna eftir samþykktum Varðar

Marta Guðjónsdóttir, sem leysir Hildi af hólmi í skipulagsmálunum, segir við Kjarnann að henni lítist „ljómandi vel á þetta.“ „Ég hef brennandi áhuga á skipulagsmálum og hef beitt mér mikið í málaflokknum,“ segir Marta.

Spurð út í þær áherslur sem hún taki með sér inn í starf ráðsins segist Marta „fyrst og síðast“ ætla að fara eftir samþykktum Reykjavíkurþings Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, hvað skipulagsmálin varðar.

Auglýsing

„Ég mun halda mig við það eins og ég hef gert hingað til,“ segir Marta.

Í stjórnmálaályktun síðasta Reykjavíkurþings Varðar, sem haldið var árið 2019, sagði meðal annars að þétting byggðar á ákveðnum svæðum í borginni, eins og hún hefði verið framkvæmd undanfarin ár, væri „á villigötum“ og hefði „víða haft skaðleg áhrif á umhverfi sitt.“

Einnig myndu „Borgarlína og veggjöld“ ekki ein og sér leysa samgönguvanda Reykjavíkur. „Umferðarvandi borgarinnar verður aðeins leystur með fjölþættum lausnum þar sem íbúum gefst kostur að á að velja þann samgöngumáta sem hentar best hverju sinni. Stefna ber að því að Sundabraut verði lögð sem fyrst,“ sagði í stjórnmálaályktun Varðar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent