Hildur vann en fékk undir helming atkvæða og íhaldsarmurinn hirti næstu sæti

Nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Hildur Björnsdóttir, tilheyrir frjálslyndari og framsæknari hluta borgarstjórnarflokks hans. Aðrir sem eru nálægt henni í skoðunum náðu ekki þeim árangri sem þeir sóttust eftir í prófkjöri flokksins.

Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Auglýsing

Hildur Björns­dóttir er nýr odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík og leiðir hann í kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Í próf­kjöri flokks­ins sem lauk í gær hlaut hún 49,2 pró­sent atkvæða í fyrsta sætið en fékk harða sam­keppni frá Ragn­hildi Öldu Maríu Vil­hjálms­dótt­ur. Alls vildu 37,1 pró­sent þeirra sem greiddu atkvæði að hún leiddi list­ann. Hildur náði því ekki að fá stuðn­ing meiri­hluta þeirra sem tóku þátt í próf­kjör­inu.

Ragn­hildur Alda lenti í öðru sæti og Kjartan Magn­ús­son, sem var borg­ar­full­trúi um margra ára skeið en var ekki í fram­boði 2018, er í því þriðja. Kjartan sótt­ist eftir öðru sæt­inu. Næst koma tveir sitj­andi borg­ar­full­trú­ar, Marta Guð­jóns­dóttir sem fékk fjórða sætið en sótt­ist eftir öðru sæt­inu, og Björn Gísla­son, sem sótt­ist eftir þriðja sæt­in­u. 

Frið­jón R. Frið­jóns­son, einn eig­anda almanna­tengsla­fyr­ir­tæk­is­ins KOM og vara­þing­mað­ur, sótt­ist eftir öðru sæt­inu á list­anum en lenti í því sjötta í próf­kjör­inu. Helgi Áss Grét­ars­son vildi fimmta sætið en end­aði í því sjö­unda og Sandra Hlíf Ocares sótt­ist eftir þriðja sæt­inu en fékk átt­unda.

Jór­unn Pála Jón­as­dóttir vara­borg­ar­full­trúi lenti í níunda sæti og Birna Haf­stein í því tíunda. Val­gerður Sig­urð­ar­dótt­ir, sitj­andi borg­ar­full­trúi, sótt­ist eftir þriðja sæt­inu en lenti í því ell­efta.

Alls kusu 5.545 í próf­kjör­inu. Gild atkvæði voru 5.292 atkvæði. Auð og ógild atkvæði eru 253.

Ólík öfl tók­ust á innan flokks­ins

Hild­ur, sem var í öðru sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins árið 2018 á eftir núver­andi odd­vita Eyþóri Arn­alds, hefur þótt hafa frjáls­lynd­ari og fram­sækn­ari skoð­anir á borg­ar­málum en margir hinna borg­ar­full­trúa flokks­ins.

Hún hefur til að mynda staðið fyrir allt annarri sýn í skipu­lags- og sam­göngu­málum en borg­ar­full­trú­arnir Marta Guð­jóns­dóttir og Björn Gísla­son. Í grein sem hún skrif­aði í mars í fyrra í Morg­un­blaðið sagði meðal ann­ars: „Lausn sam­­göng­u­vand­ans mun ekki fel­­ast í hrað­braut gegnum Foss­vogs­dal­inn og mis­­lægum gatna­­mótum inn í Elliða­ár­dal­inn. Lausnin mun fel­­ast í betra borg­­ar­­skipu­lagi, dreifð­­ari atvinn­u­tæki­­færum og auk­inni fjar­vinnu – en ekki síst breyttum ferða­venjum og fjöl­breyttum val­­kost­u­m.“. Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri og odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hrós­aði Hildi fyrir grein­ina í bók sinni „Nýjá Reykja­vík“ sem kom út seint á síð­asta ári. Hann sagði Hildi hafa „jarð­að“ mál­­flutn­ing ýmissa tals­­manna gam­alla úrræða í sam­­göng­u­­málum þar sem bíl­inn væri í algjörum for­­gangi. „Með þess­­ari öfl­­ugu grein gerði Hildur algjör­­lega ljóst hvar hún stendur í afstöð­unni til stærstu spurn­ing­anna um sam­­göng­u­­mál og þróun borg­­ar­innar og kall­aði eftir hug­rekki til breyt­inga.“

Auglýsing
Heimildir Kjarn­ans herma að vænt­ingar hafði verið til þess í hópnum sem studdi Hildi til að leiða list­ann að fram­bjóð­endur sem eru mun nær henni í hug­myndum og nálg­unum myndu fylla næstu sæti á eftir henni þar sem fyrir liggur að ekki eru margir mögu­leikar í stöð­unni til að mynda meiri­hluta í Reykja­vík með öðrum flokkum sem stendur á grunni mjög íhalds­samra hug­mynda, sér­stak­lega í skipu­lags- og sam­göngu­mál­u­m. 

Íhalds­öflin heilt yfir sig­ur­veg­ari próf­kjörs­ins

Frjáls­lynd­ari fram­bjóð­end­urnir riðu hins vegar ekki feitum hesti frá próf­kjör­inu. Ragn­hildur Alda, Marta, Kjart­an, Björn og Helgi Áss eru öll með sam­bæri­legar og íhalds­samar áhersl­ur, sér­stak­lega þegar kemur að sam­göngu- og skipu­lags­málum þar sem þau vilja brjóta mikið nýtt land undir hús­næð­is­upp­bygg­ingu og greiða fyrir einka­bílnum frekar en að þétta áfram byggð og fjár­festa stórt í almenn­ings­sam­göngum eins og borg­ar­línu í sér­rými, líkt og sam­þykkt hefur verið í sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er í dag með átta borg­ar­full­trúa og ef hann næði sama árangri í kosn­ing­unum í maí og hann náði 2018, þegar hann fékk 30,8 pró­sent atkvæða, myndu ein­ungis tveir þeirra sem náðu inn í efstu átta sætin í próf­kjör­inu í gær utan Hildar telj­ast til frjáls­lynd­ari arms borg­ar­stjórn­ar­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Frið­jón sem sótt­ist eftir öðru sæt­inu en fékk sjötta, og Sand­ra, sem sótt­ist eftir þriðja sæt­inu en fékk það átt­unda. 

Flokk­ur­inn langt frá kjör­fylgi í nýj­ustu könnun

Nýjasta könnun Mask­ínu um fylgi flokka í borg­inni, sem var birt á föstu­dag, sýnir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er þó ansi langt frá því að mæl­ast í kjör­fylgi. Þar sögð­ust 22 pró­sent aðspurðra ætla að kjósa flokk­inn í maí. Miðað við það myndi borg­ar­full­trúum hans fækka og bæði Frið­jón og Sandra gætu þar verið í hættu að óbreyttu.

Þeir fjórir flokkar sem mynda meiri­hluta í Reykja­vík: Sam­fylk­ing­in, Pírat­ar, Við­reisn og Vinstri græn, mæl­ast hins vegar með 54 pró­sent sam­eig­in­legt fylgi í sömu könnun en fengu 46,4 pró­sent 2018. Sam­fylk­ingin tapar umtals­verðu fylgi sam­kvæmt könn­un­inni en er samt stærstur flokk­anna í meiri­hlut­an­um. Píratar bæta hins vegar miklu fylgi við sig og Vinstri græn vaxa mynd­ar­lega líka. Við­reisn er á mjög svip­uðum slóðum og fyrir fjórum árum. 

Röð fram­­bjóð­enda í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í gær og at­­kvæða­fjöldi í sæti var eft­ir­far­andi:

  1. sæti Hild­ur Björns­dótt­ir með 2.603 at­­kvæði í 1. sæti og 3.616 at­­kvæði alls.
  2. sæti Ragn­hild­ur Alda María Vil­hjálms­dótt­ir með 2.257 at­­kvæði í 1.-2. sæti og 3.254 at­­kvæði alls.
  3. sæti Kjart­an Magn­ús­­son með 1.815 at­­kvæði í 1.-3. sæti og 3.224 at­­kvæði alls.
  4. sæti Marta Guð­jóns­dótt­ir með 1.794 at­­kvæði í 1.-4. sæti og 2.772 at­­kvæði alls.
  5. sæti Björn Gísla­­son með 1.555 at­­kvæði í 1.-5. sæti og 2.484 at­­kvæði alls.
  6. sæti Frið­jón R. Frið­jóns­­son með 1.688 at­­kvæði í 1.-6. sæti og 2.293 at­­kvæði alls.
  7. sæti Helgi Áss Grét­­ar­s­­son með 1.955 at­­kvæði í 1.-7. sæti og 2.556 at­­kvæði alls.
  8. sæti Sandra Hlíf Ocares með 2.184 at­­kvæði í 1.-8. sæti og 2.433 at­­kvæði alls.
  9. sæti Jór­unn Pála Jón­a­s­dótt­ir með 2.396 at­­kvæði í 1.-9. sæti.
  10. sæti Birna Haf­­stein með 2.319 at­­kvæði í 1.-9. sæti.
  11. sæti Val­­gerður Sig­­urð­ar­dótt­ir með 2.231 at­­kvæði í 1.-9. sæti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent