Hillary Rodham Clinton, vinsælasti forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum samkvæmt skoðanakönnunum, þótti standa sig best frambjóðenda í fyrstu kappræðnum milli forsetaefna flokksins í gær. Fimm frambjóðendur voru á sviði CNN sjónvarpsstöðvarinnar og beindist athyglin einkum að Clinton og vinstri manninum Bernie Sanders, sem hefur víða mælst með mikið fylgi í skoðanakönnunum.
Fréttir bandarískra fjölmiðla um kappræður gærkvöldsins hafa sömu sögu að segja: Clinton stóð sig best frambjóðenda og náði að koma höggi á helsta keppinaut sinn, Sanders. Fréttamiðillinn Vox segir að Clinton hafi þaggað niður gagnrýnisraddir og hafi sýnt þá hlið sem stuðningsmenn biðu eftir. Fréttamiðillinn Quartz segir Hillary hafa sigrað keppinauta sína auðveldlega og spyr í umfjöllun sinni hvort Sanders vilji raunverulega bjóða sig fram fyrir Demókrata eða hvort hann vilji einfaldlega koma stefnumálum sínum á framfæri. Þá skrifar Nate Silver, ritstjóri fréttasíðunnar FiveThirtyEight, að fjölmiðlar hafi vanmetið kosningabaráttu Clinton til þessa. Honum þykir þá að frammistaða hennar í gær sé öllu ofmetin. Fréttaskýrendur FiveThirtyEight gáfu Clinton engu að síður einkunnina A- fyrir frammistöðu sína í gær en Bernie Sanders fékk B. Aðrir, þ.e. Martin O'Malley, Jim Webb og Lincoln Chafee, þóttu standa sig mun verr.
Í umfjöllun New York Times um kappræðurnar segir að Clinton hafi með ágengum hætti velt upp spurningum um gildi Sanders, skoðanir hans og afstöðu sem þingmaður. Hún sakaði hann meðal annars um veika stefnu í málum er varða byssulöggjöf Bandaríkjanna. Árið 2005 kaus Sanders með frumvarpi sem veitti byssuframleiðendum friðhelgi fyrir lögsóknum gegn fórnarlömbum skotárása. Sér til varnar sagði Sanders málið hafa verið flóknara en svo.
Sanders segist vera demókratískur sósíalisti, hann er á vinstri væng bandaríska stjórnmálarófsins og talar fyrir sterku velferðarkerfi, háum sköttum og að komið verði í veg fyrir auðsöfnun. Sanders hefur í þessum efnum mært norrænna módelið og minntist í gær sérstaklega á það hvernig málum er háttað í Danmörku og Svíþjóð. Þegar rætt var um kapítalisma og sósíalisma í kappræðunum í gær sagði Clinton: „En veistu hvað? Við erum ekki Danmörk. Ég elska Danmörku. Við erum Bandaríki Norður-Ameríku.“ Brotið má sjá hér að neðan.
Here's a wrap-up of the #DemDebate — in gifs and Vines http://t.co/RTRf7q76wy via @caseycapachi https://t.co/Vi7H7gFIWY
— CNN Politics (@CNNPolitics) October 14, 2015
Kominn með nóg af tölvupóstsmálinu
Það mál sem helst hefur reynst Clinton erfitt í kosningabaráttunni til þessa er hið svokallaða „tölvupóstsmál“ en upp komst að hún notaði einkanetfang sitt þegar hún var innanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013. Málið hefur fengið mikla athygli í fjölmiðlum og pólitískir andstæðingar hafa nýtt sér það óspart. Þegar spurt var um tölvupóstana í gær fór þó Sanders aðra leið en ýmsir aðrir hefðu gert og sagði kjósendur komna með nóg af málinu. Meira lægi á að ræða mikilvæg málefni eins og fátækt og ójöfnuð.
Bernie Sanders: "Enough of the emails!"Bernie Sanders just said what we were all thinking about Hillary Clinton's email controversy. #DemDebatePosted by Quartz on Tuesday, 13 October 2015
Hér að neðan má sjá nokkrar færslur af samfélagsmiðlunum sem birtust á meðan kappræðurnar stóðu yfir í gærkvöldi.
What happens in Vegas...is I watch @HillaryClinton prove she's the most qualified candidate for POTUS. #ImWithHer pic.twitter.com/ax1d56Whwt
— Bill Clinton (@billclinton) October 14, 2015
Sorry, there is no STAR on the stage tonight! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 14, 2015
Let's do this. #DemDebate pic.twitter.com/y31OQXaa9b
— Hillary Clinton (@HillaryClinton) October 14, 2015