Hluthöfum Íslandsbanka hefur fækkað um meira en tíu þúsund frá skráningu

Frá því að íslenska ríkið kláraði að selja 35 prósent hlut sinn í Íslandsbanka í fyrrasumar hefur hluthöfum í bankanum fækkað um 44 prósent. Í millitíðinni seldi ríkið 22,5 prósent hlut til 207 fjárfesta í lokuðu útboði. Sú sala er nú til rannsóknar.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringdi inn fyrstu viðskipti með bankann í íslensku kauphöllinni í júní í fyrra.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringdi inn fyrstu viðskipti með bankann í íslensku kauphöllinni í júní í fyrra.
Auglýsing

Íslenska ríkið hóf að selja hluti í Íslands­­­­­banka í fyrra, þegar 35 pró­­­sent hlutur var seld­­­ur, og bank­inn var skráður á markað í júní 2021. Þá voru hlut­hafar í bank­­­anum sagðir 24 þús­und tals­ins. 

Í almennu útboði sem fór fram í aðdrag­anda skrán­ingar var þátt­­­taka almenn­ings mikil enda þótti útboðs­­­geng­ið, 79 krónur á hlut, vera afar lágt miðað við efna­hags­­­reikn­ing bank­ans og stöðu mála á hluta­bréfa­­­mark­aði á þeim tíma. Á fyrsta degi við­­­skipta hækk­­­aði verðið um 20 pró­­­sent.

Það skipti miklu máli í útboð­inu að þeir sem skráðu sig fyrir kaupum upp á eina milljón króna eða minna voru ekki skert­ir, þrátt fyrir að eft­ir­­spurn eftir bréfum hafi verið níföld. 

Salan á Íslands­banka var valin við­skipti árs­ins af Inn­herja, und­ir­vef Vísis sem fjallar um efna­hags­mál og við­skipti. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, og Jón Gunnar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins, tóku við verð­launum frá Inn­herja og sam­starfs­að­ila mið­ils­ins, vel­gjörða­fé­lags­ins 1881, á gala­kvöldi í des­em­ber síð­ast­liðn­um.

Frá verðlaunaafhendingu Innherja og 1881. Mynd: Íslandsbanki

Strax í árs­lok 2021 hafði hlut­höfum í Íslands­banka fækkað umtals­vert, og voru þá 15.700. Því má ljóst vera að margir hafi selt hluti sína á því tæpa hálfa ári sem leið frá útboði og þar til að síð­ustu ára­mót gengu í garð. Hluta­bréfa­verð í Íslands­banka hækk­aði enda um 60 pró­sent á tíma­bil­inu. Sá sem keypti fyrir eina milljón krónur gat því leyst út hagnað upp á 600 þús­und krónur á nokkrum mán­uð­u­m. 

Sumir fag­fjár­festar stopp­uðu líka stutt við

Næsta skref í sölu á bank­anum var tekið 22. mars síð­ast­lið­inn, þegar 22,5 pró­sent hlutur var seldur á 117 krónur á hlut, sem var undir þáver­andi mark­aðsvirði. Þátt­tak­end­urnir fengu því bréfin á lægra verði en ef þau hefðu verið keypt á eft­ir­mark­aði. Afslátt­ur­inn var um fjögur pró­sent. Útboðið var lokað til­boðs­fyr­ir­komu­lag og var það í fyrsta sinn sem slíku útboði var beitt við sölu rík­is­eigna í Íslands­sög­unni. Alls 207 fjár­festar fengu að kaupa og hluti þeirra þeirra seldi sig fljótt aftur út með hagn­aði. Afslátt­ur­inn var rök­studdur með því að það væri alvana­­legt alþjóð­­lega þegar stór hlutur í skráðu félagi væri seldur með til­­­­­boðs­­­fyr­ir­komu­lagi að gefa afslátt. 

Auglýsing
Salan varð fljótt afar umdeild, sér­stak­lega eftir að kaup­enda­list­inn var birt­ur. Sölu­­ferlið hafði verið kynnt þannig að fara ætti þessa lok­uðu leið til að fá inn stóra fjár­­­festa sem ætl­­uðu sér að verða eig­endur bank­ans til lengri tíma. Þegar salan var afstaðin kom hins vegar í ljós að alls 59 fjár­­­­­festar hefðu keypt fyrir minna en 30 millj­­­ónir króna og 20 fyrir 30-50 millj­­­ónir króna. Alls 167 aðilar keyptu fyrir 300 millj­­­ónir króna eða minna. Innan við mán­uði eftir útboðið höfðu að minnsta kosti 34 kaup­endur þegar selt hlut­ina sem þeir keypt­u. 

Hóp­­­­ur­inn sem fékk að kaupa inn­­­i­hélt meðal ann­­­­ars starfs­­­­menn og eig­endur sölu­ráð­gjafa, litla fjár­­­­­­­festa sem rök­studdur grunur er um að upp­­­­­­­fylli ekki skil­yrði þess að telj­­­­ast fag­fjár­­­­­­­fest­­­­ar, erlenda skamm­­­­tíma­­­­sjóði sem höfðu sýnt það áður í verki að þeir hafi engan áhuga á að vera lang­­­­tíma­fjár­­­­­­­festar í Íslands­­­­­­­banka, fólk í virkri lög­­­­­­­reglu­rann­­­­sókn, aðila sem áttu stóra hluti í bönkum fyrir hrun og föður fjár­­­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra. 

Vegna þessa var Rík­is­end­ur­skoðun falið að gera stjórn­sýslu­út­tekt á sölu­ferl­inu og fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands hefur haft það til rann­sókn­ar. Hvor­ugur aðil­inn hefur birt neina nið­ur­stöðu enn sem komið er en skýrsla rík­is­end­ur­skoð­unar er til­búin í drögum og þeir sem hún snýr að hafa skilað inn umsögnum um drög­in. Búist er við henni ein­hvern tím­ann í nóv­em­ber.

Hlut­hafar orðnir 13.559 tals­ins

Á meðan að á öllu þessu stóð hefur hlut­höfum í Íslands­banka haldið áfram að fækk­a. 

Sam­­kvæmt upp­­­gjöri Íslands­­­banka fyrir fyrstu níu mán­uði árs­ins voru hlut­hafar í Íslands­­­banka 13.559 í lok sept­­em­ber. Þeim hefur því fækkað um rúm­­lega tíu þús­und frá því í fyrra­sum­­­ar. Stærstu hlut­haf­­arnir eru íslenskir líf­eyr­is­­sjóð­­ir. Ís­lands­banki er þó enn sá banki á mark­aði sem er með flesta hlut­hafa. Hjá Arion banka eru þeir 12.350, en þeim er hins vegar að fjölga hratt. Frá byrjun síð­asta árs hefur þeim fjölgað um 4.950, eða um 67 pró­sent.

Alls hefur hluta­bréfa­verð í Íslands­­­banka hækkað um 6,8 pró­­sent það sem af er ári og er nú 63 pró­­sent hærra en það var í almenna útboð­inu í fyrra­sum­­ar og tíu pró­sent hærra en það var í lok­aða útboð­inu í mar­s. 

Auglýsing
Í fjár­­­laga­frum­varp­inu sem kynnt var í byrjun sept­­­em­ber var gert ráð fyrir að eft­ir­stand­andi 42,5 pró­­­­sent hlutur rík­­­­is­ins í Íslands­­­­­­­banka verði seldur fyrir 75,8 millj­­­­arða króna.

Það er gert þrátt fyrir yfir­­­lýs­ingu for­­­manna stjórn­­­­­ar­­­flokk­anna og að salan hafi verið sett á ís í vor á meðan að Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoðun og fjár­­­­­­­mála­eft­ir­lit Seðla­­­­banka Íslands rann­­­­sök­uðu hluta síð­­­­asta skrefs sem stigið var í sölu­­­­ferl­inu.

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun októ­ber að for­­sæt­is­ráðu­­neytið segði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um áfram­hald­andi sölu eign­­­ar­hluta rík­­­is­ins í Íslands­­­­­banka. Yfir­­­lýs­ing for­­­manna stjórn­­­­­ar­­­flokk­anna þriggja frá 19. apríl, þar sem segir að ekki verði ráð­ist í sölu á frek­­­ari hlutum í Íslands­­­­­banka að sinni, stendur því enn.

Miklar útgreiðslur til hlut­hafa

Íslands­banki hagn­að­ist um 18,5 millj­arða króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2022. Arð­semi eigin fjár hefur hækkað skarpt milli ára, en hún var 14,2 pró­sent frá byrjun þessa árs og til loka sept­em­ber­mán­aðar á meðan að hún var 7,6 pró­sent á sama tíma­bili í fyrra. Kostn­að­ar­hlut­fall bank­ans, sem mælir hvað kostn­aður er stór hluti af tekj­um, hefur líka verið að lækka skarpt og er nú 41,9 pró­sent. 

Íslands­­­­­banki greiddi hlut­höfum sínum 11,9 millj­­­­arða króna í arð vegna síð­­asta árs. Auk þess kom fram fyrr á þessu ári að stjórn bank­ans stefni að því að greiða út 40 millj­­­­arða króna í umfram eigið fé fyrir lok næsta árs. Þegar hefur verið sam­­þykkt end­­ur­­kaupa áætlun fyrir 15 millj­­arða króna í ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent