HMS og sveitarfélögin semja um aukna húsnæðisuppbyggingu

Átaki stjórnvalda og sveitarfélaga um aukinn hraða uppbyggingar íbúða var hrundið af stað með upphafsfundi í dag. Næstu skref eru samningagerð HMS við sveitarfélög landsins um uppbyggingu næstu ára og gerð húsnæðisstefnu með aðgerðaáætlun.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra á fundi um húsnæðismál, sem fram fór í húsakynnum HMS í dag.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra á fundi um húsnæðismál, sem fram fór í húsakynnum HMS í dag.
Auglýsing

Fyrir hönd rík­is­ins mun Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun (HMS) á næstu vikum vinna með sveit­ar­fé­lögum við að meta núver­andi hús­næð­is­á­ætl­an­ir, greina tæki­færi til frek­ari upp­bygg­ingar og gera samn­inga um slíkar áætl­an­ir. Þetta er á meðal þess sem fram kom á upp­hafs­fundi um fram­kvæmd ramma­samn­ings um aukið fram­boð íbúða, sem fram fór í dag og markar upp­haf átaks stjórn­valda og sveit­ar­fé­laga í þeim efn­um.

Ramma­samn­ingur sem und­ir­rit­aður var í júlí kveður á um að íbúðum verði fjölgað um 20.000 á næstu fimm árum og 35.000 á tíu árum og að þar af verði 30 pró­sent nýrra íbúða hag­kvæmar á við­ráð­an­legu verði og 5 pró­sent íbúa félags­leg hús­næðisúr­ræði.

Samn­ing­arnir sem HMS mun gera við sveit­ar­fé­lög munu kveða á um fjölda íbúða, íbúða­gerð og stað­setn­ingu til að skapa fyr­ir­sjá­an­leika til næstu ára, en sam­kvæmt hús­næð­is­á­ætl­unum fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir um 16.000 nýjum íbúðum á fimm árum. Þennan fjölda á að auka um 4.000 íbúð­ir.

Auglýsing

Í sam­eig­in­legri frétta­til­kynn­ingu frá HMS, inn­við­a­ráðu­neyt­inu og Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga er haft eftir Sig­urði Inga Jóhanns­syni inn­við­a­ráð­herra að nú verði allir að róa í sömu átt og leggja allt kapp á að tryggja aukið fram­boð íbúða.

„Jafn­vægi á hús­næð­is­mark­aði er nauð­syn­legt til þess að skapa hús­næð­is­ör­yggi, hag­stætt vaxtaum­hverfi til lengri tíma og verja efna­hag heim­il­anna. Ramma­samn­ingur ríkis og sveit­ar­fé­laga sem und­ir­rit­aður var í sumar var mik­il­vægur áfangi að ná sam­eig­in­legri sýn um það hvernig megi ná jafn­vægi á hús­næð­is­mark­aði og fyr­ir­sjá­an­leika fyrir stjórn­völd og bygg­ing­ar­að­ila um upp­bygg­ingu. Nú er unnið mark­visst að því að útfæra samn­ing­inn með sveit­ar­fé­lög­um, m.a. til að tryggja nægj­an­lega fjölda bygg­ing­ar­hæfra lóða, eyða flösku­hálsum í skipu­lags­ferlum og meta hvaða fjár­muni ríkið leggur til í hús­næð­is­stuðn­ing og stofn­fram­lög. Við bíðum nú eftir kostn­að­ar­mati HMS og sveit­ar­fé­laga til að geta metið end­an­legar til­lögur að fjár­mögnun til verk­efn­is­ins úr rík­is­sjóði. Þetta er viss áskorun á tímum þegar gæta þarf sjón­ar­miða um aðhald á fjár­lög­um. Þó er ljóst að hússnæð­is­skortur hækkar fast­eigna­verð og vísi­tölu, sem aftur getur hækkað verð­bólgu og hefur þannig bein áhrif á ráð­stöf­un­ar­tekjur fólks­ins í land­in­u,“ er haft eftir Sig­urði Inga.

HMS og Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga vinna saman að kostn­að­ar­mati og til­lögum um það hver hús­næð­is­stuðn­ingur við sveit­ar­fé­lög þarf að vera til að byggja upp hag­kvæmar íbúðir á við­ráð­an­legu verði í sam­ræmi við mark­mið ramma­samn­ings­ins.

Einnig er starfs­hópur um hús­næð­is­stuðn­ing að störfum með það hlut­verk að end­ur­skoða beinan hús­næð­is­stuðn­ing til ein­stak­linga. „Á grund­velli þeirrar vinnu og á grund­velli til­lagna starfs­hóps um aðgerðir og umbætur á hús­næð­is­mark­aði, frá maí 2022, er gert ráð fyrir breyt­ingum og auknum hús­næð­is­stuðn­ingi rík­is­ins frá því sem gert er ráð fyrir í frum­varpi til fjár­laga 2023. Þar sem starfs­hóp­arnir eru enn að störfum er horft til ann­arrar umræðu fjár­laga í því sam­heng­i,“ segir í frétta­til­kynn­ing­unni.

Athygli hefur vakið að í fjár­laga­frum­varp­inu sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra kynnti í gær voru engar nýjar aðgerðir til að auka fram­boð á íbúða­mark­aði kynntar til leiks. Þvert á móti eru stofn­fram­lög til upp­bygg­ingar í almenna íbúða­kerf­inu lækkuð um tvo millj­arða króna frá fyrra ári, sam­kvæmt frum­varpi ráð­herra.

Í til­kynn­ingu kemur fram að þegar HMS og sveit­ar­fé­lög hafi náð samn­ingum um aukna upp­bygg­ingu á hverjum stað muni HMS í upp­hafi næsta árs „leggja fram og birta heild­stæða hús­næð­is­á­ætlun fyrir allt land­ið“.

„Í hús­næð­is­á­ætl­un­inni, sem verður staf­ræn, verður nákvæm áætlun um upp­bygg­ingu í hverju sveit­ar­fé­lagi fyrir sig og því verður hægt fylgj­ast með fram­vindu upp­bygg­ingar nýrra íbúða á vef HMS,“ segir í frétta­til­kynn­ingu.

Sömu­leiðis vinnur inn­við­a­ráðu­neytið nú að gerð hús­næð­is­stefnu með aðgerða­á­ætl­un, sem verður sú fyrsta sem gerð hefur verið í mála­flokkn­um. Græn­bók verður kynnt í haust og þings­á­lykt­un­ar­til­laga um hús­næð­is­stefnu kynnt í upp­hafi árs 2023.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent