Hörð kosningabarátta framundan í Danmörku

000-Par6558011.jpg
Auglýsing

Eftir átján daga, eða 18. júní, ganga Danir til kosn­inga. Helle Thorn­ing-Schmidt for­sæt­is­ráð­herra til­kynnti þetta síð­ast­lið­inn mið­viku­dag. Framundan er því stutt kosn­inga­bar­átta og allt bendir til að hún verði mjög hörð þar sem barist verður um hvert atkvæði. Sam­kvæmt nýj­ustu skoð­ana­könn­unum nýtur stjórn­ar­and­stað­an,bláa blokkin svo­kall­aða, ívið meira fylgis en rauða blokk­in, stjórn­ar­flokk­arnir og stuðn­ings­flokkar stjórn­ar­inn­ar. Mun­ur­inn er aðeins um þrjú pró­sentu­stig, en sér­staka athygli vekur að nær fjórð­ungur kjós­enda er óákveð­inn og það skiptir því miklu á hvora sveif­ina sá hópur leggst.

Bláa blokkin - rauða blokkin

Hans Eng­ell, fyrr­ver­andi for­maður Danska Íhalds­flokks­ins sagði í umræðu­þætti í sjón­varp­inu fyrir tveimur dögum að hér í Dan­mörku væru eig­in­lega bara miðju­flokk­ar, þótt þeir teldu sig til­heyra annarri  hvorri blokk­inni, þeirri bláu eða rauðu. Flokk­arnir væru sam­mála um flest sem máli skipti en deildu um smá­at­rið­in. Það væri ágætt fyr­ir­komu­lag!

Auglýsing


Bláa blokkin svo­nefnda (hægri miðja) sam­anstendur af Ven­stre, Íhalds­flokkn­um, Danska Þjóð­ar­flokkn­um, Frjáls­lynda Banda­lag­inu og Kristi­legum demókrötum (sem nú eiga ekki full­trúa á þing­i).



Rauða­blokkin (vinstri miðja) sam­anstendur af Sós­í­alde­mókröt­um, De Radikale Ven­stre, Sós­íal­íska þjóð­ar­flokkn­um, Ein­ing­ar­list­anum (sem er utan stjórn­ar, en mjög áhrifa­mik­ill) og (vænt­an­lega) hinum nýja flokki Alt­ernati­vet. Í Dan­mörku er löng hefð fyrir minni­hluta­stjórnum sem njóta stuðn­ings flokka utan stjórn­ar­inn­ar.

Helle Thorning-Schmidt

For­sæt­is­ráð­herr­ann fór vel af stað en Lars Løkke illa



Hér í Dan­mörku þykir það skipta miklu máli, um fram­hald­ið, hvernig leið­togar flokk­anna standa sig í upp­hafi kosn­inga­bar­átt­unn­ar. Kann­anir fjöl­miðla sýndu að Helle Thorn­ing-Schmidt for­sæt­is­ráð­herra þótti standa sig mun betur en Lars Løkke Rasmus­sen leið­togi Ven­stre. Sama dag og boðað var til kosn­inga hélt Lars Løkke frétta­manna­fund til að kynna helstu stefnu­mál flokks­ins. Hann lagði áherslu á að Ven­stre hefði að leið­ar­ljósi að það væri eft­ir­sókn­ar­vert að vinna og þeir sem það gera eigi að bera meira úr býtum en hinir sem lifa á atvinnu­leys­is­bótum (hér kall­aðir dag­pen­ing­ar) eða öðrum fram­færslu­líf­eyri. Máli sínu til stuðn­ings nefndi Lars Løkke að hann hefði fyrir skömmu heim­sótt fyr­ir­tæki í nágrenni Kaup­manna­hafnar og þar hefði hann frétt um mann sem sagt hefði upp vinn­unni af því að hann fengi nán­ast jafn­mikið borgað í fram­færslu­líf­eyri og næmi laun­unum fyrir fulla vinnu. Þegar spurt var hver þessi maður væri og hvaða starf hann hefði haft með höndum vafð­ist Lars Løkke tunga um tönn og svar­aði eitt­hvað á þá leið að sér hefði ein­fald­lega verið sagt þetta. Þetta þótti frétta­mönnum ekki sér­lega greina­gott svar og gengu á flokks­for­mann­inn og vildu vita nánar um þennan mann. Svör við þeim spurn­ingum feng­ust ekki. Þessu gerðu fjöl­miðl­arnir sér mat úr og voru fljótir að rifja upp ýmis fyrri ummæli Lars Løkke. "Þetta var ekki vel heppnað upp­hafs­at­riði kosn­inga­bar­átt­unn­ar" sagði stjórn­mála­skýr­andi Berl­ingske. Dag­inn eftir ræddi fram­kvæmda­stjóri umrædds fyr­ir­tækis við frétta­menn og sagð­ist hafa sagt Lars Løkke þessa sögu en sagði jafn­framt að mað­ur­inn (sá sem sagði upp vinn­unni ) hefði sagt sér þetta. Frétta­menn voru þó engu nær um sann­leiks­gildi frá­sagn­ar­innar og áttu erfitt með að átta sig á útreikn­ing­un­um.

Ólík staða for­manna Sós­í­alde­mókrata og Ven­stre

Haldi stjórnin meiri­hluta sínum (með stuðn­ingi ann­arra flokka rauðu blokk­ar­inn­ar) er sjálf­gefið að Helle Thorn­ing-Schmidt sitji áfram í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Ef bláa blokkin verður í meiri­hluta eftir kosn­ingar verður það Lars Løkke Rasmus­sen sem sest í stól for­sæt­is­ráð­herra. Staða þess­ara tveggja for­manna innan eigin flokks er nokkuð ólík. Staða Helle Thorn­ing innan flokks sós­í­alde­mókrata er mjög sterk um þessar mundir og innan flokks­ins ríkir ekki valda­bar­átta. Vara­for­maður flokks­ins er Frank Jen­sen yfir­borg­ar­stjóri í Kaup­manna­höfn sem aðspurður sagði pistla­skrif­ara að hann væri ekki á leið í lands­málapóli­tík­ina. Mette Frederik­sen dóms­mála­ráð­herra hefur oft verið kölluð krón­prinessa flokks­ins en hún hefur iðu­lega svarað því til að Helle Thorn­ing, njóti fulls trausts flokks­manna. Sama gildir um dönsku þjóð­ina, hún treystir Helle Thorn­ing best allra flokks­leið­s­toga.



Hjá Ven­stre er staðan önn­ur. Þótt allt sé slétt og fellt á yfir­borð­inu ríkir ekki ein­hugur innan flokks­ins um Lars Løkke. Hann er jafn­framt sá flokks­for­maður sem minnsts trausts nýtur meðal dönsku þjóð­ar­inn­ar. Fyrir nokkrum mán­uðum gerði vara­for­mað­ur­inn Krist­ian Jen­sen til­raun til að velta Lars Løkke úr sessi. Á síð­ustu stundu, í kjall­ara­her­bergi á fund­ar­staðn­um, gerðu þeir sam­komu­lag og ekki kom til þess að kosið yrði milli þeirra tveggja. Síðar kom í ljós að Lars Løkke hafði hótað Krist­ian Jen­sen að ef hann léti til skarar skríða gegn sér myndi Løkke arm­ur­inn í flokknum bjóða Sören Gade, fyrr­ver­andi varn­ar­mála­ráð­herra fram til for­manns, en hann dró sig út úr póli­tík fyrir nokkrum árum og hyggur nú á end­ur­komu. Milli þeirra Lars Løkkes for­manns Ven­stre og vara­for­manns­ins Krist­i­ans Jen­sens ríkir semsé ekki vin­átta. "Ég myndi ekki hringja í Krist­ian til að bjóða með mér í bíó og sama gildir örugg­lega um hann" sagði Lars Løkke nýlega í við­tali.



danske folketinget þingið danmörk

Margir nýir flokks­for­menn

Á danska þing­inu sitja nú full­trúar níu flokka. For­menn fimm þeirra hafa aldrei leitt flokk sinn í kosn­ing­um. Sumir úr þessum hópi eiga erfitt verk fyrir hönd­um. 



Fyrst skal nefna Søren Pape, for­mann Det Konservative Fol­ke­parti, Íhalds­flokks­ins. Hann situr ekki á þingi en hafði starfað fyrir flokk­inn í sveita­stjórn­ar­mál­um. Íhalds­flokk­ur­inn er í dag ein­ungis skugg­inn af sjálfum sér, smá­flokkur með innan við 5 pró­senta fylgi. Miðað við kann­anir tapar hann fylgi frá síð­ustu kosn­ingum sem voru þær lök­ustu í sögu flokks­ins. Íhalds­flokk­ur­inn var í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með Ven­stre á síð­asta kjör­tíma­bili.



Morten Östergaard er nýr for­maður De Radikale Ven­stre eða Radikale eins og flokk­ur­inn er oft­ast kall­að­ur. Radikale eiga sæti í frá­far­andi rík­is­stjórn og fengu 9,5 pró­senta fylgi í síð­ustu kosn­ing­um. Fyrr­ver­andi for­maður flokks­ins Margrethe Vest­a­ger var tal­inn eiga stærstan þátt í vel­gengni flokks­ins þá en miðað við kann­anir tapar flokk­ur­inn næstum helm­ingi fylg­is­ins frá 2011 í kom­andi kosn­ing­um.



Sos­i­alistisk Fol­ke­parti, Sós­íal­íski þjóð­ar­flokk­ur­inn hefur líka fengið nýjan for­mann, Piu Olsen Dyhr. Flokk­ur­inn hefur gengið í gegnum miklar svipt­ingar á núver­andi kjör­tíma­bili, Pia Olsen er þriðji flokks­for­mað­ur­inn frá 2011. SF, eins og flokk­ur­inn er kall­að­ur, dró sig út úr rík­is­stjórn snemma árs 2014 vegna ágrein­ings varð­andi sölu á hlut rík­is­ins í orku­fyr­ir­tæk­inu DONG. Tveir fyrr­ver­andi ráð­herrar flokks­ins sögðu sig þá úr flokknum og gengu til liðs við aðra flokka á þing­inu. Flokknum er spáð miklu fylgis­tapi í kom­andi kosn­ing­um.

Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn í stór­sókn

Krist­ian Thulesen Dahl tók við for­mennsku í Dansk Fol­ke­parti, Danska Þjóð­ar­flokkn­um, í ágúst 2012 en Pia Kjærs­gaard hafði gegnt for­mennsk­unni frá stofnun flokks­ins 1995. Krist­ian Thulesen Dahl nýtur mik­ils per­sónu­fylgis og er flokknum spáð mik­illi fylg­is­aukn­ingu í kom­andi kosn­ing­um. Flokk­ur­inn hefur aldrei átt sæti í rík­is­stjórn en var hins­vegar stuðn­ings­flokkur síð­ustu rík­is­stjórnar og mjög áhrifa­mik­ill. Flokks­for­mað­ur­inn hefur sagt að hann stefni ekki að rík­is­stjórn­ar­þátt­töku á kom­andi kjör­tíma­bili. Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn hefur mjög ein­dregna afstöðu í mál­efnum inn­flytj­enda, vill tak­marka fjölda þeirra mjög, er gagn­rýn­inn á Evr­ópu­sam­bandið og lætur sér annt um mál­efni tekju­lægri þegna þjóð­fé­lags­ins.

Alt­ernati­vet - Val­kost­ur­inn

Loks er það nýi flokk­ur­inn Alt­ernati­vet, Val­kost­ur­inn. Stofn­andi hans og for­maður Uffe Elbæk varð þing­maður Radikale Ven­stre og menn­ing­ar­mála­ráð­herra eftir kosn­ing­arnar 2011 en sagði sig úr flokknum haustið 2012 og hefur síðan verið það sem kallað er lös­gæn­ger, lausa­göngu­mað­ur. Hann stofn­aði Alt­ernati­vet árið 2013.  Flokk­ur­inn er kall­aður "jó­ker­inn" í danskri póli­tík því gengi hans getur ráðið úrslitum um hvort núver­andi rík­is­stjórn heldur velli. Til að fá þing­menn kjörna þarf tveggja pró­sent fylgi. Lengi vel benti fátt til að Alt­ernati­vet næði þessum mörk­um, ef flokk­ur­inn nær því ekki falla atkvæði honum greidd dauð. Þau atkvæði gætu ráðið úrslitum um hvort stjórnin stendur eða fellur því öruggt er talið að flokk­ur­inn standi með rauðu blokk­inni, núver­andi stjórn­ar­flokk­um.  Þess vegna hafa fjöl­miðlar velt fyrir sér hvort stjórn­ar­flokk­arnir reyni að sjá til þess að Alt­ernati­vet nái nógu miklu fylgi til að kom­ast yfir tveggja pró­senta múr­inn. Flokk­ur­inn leggur mikla áherslu á umhverf­is­mál.

Um hvað er kos­ið?

Þessa spurn­ingu bar banda­rískur frétta­maður upp eftir að hann hafði hlustað á tals­menn flokk­anna sem eiga full­trúa á þingi útskýra stefnu­mál­in. Von að spurt sé. Fyrir utan­að­kom­andi virð­ist nefni­lega sem hér sé ætíð verið að kýta um áherslu­at­riði fremur en bein stefnu­mál. Aðeins örfáir dagar eru nú liðnir síðan boðað var til kosn­ing­anna og því lík­legt að ágrein­ingur um til­tekin mál eigi eftir að verða skýr­ari eftir því sem nær dregur kjör­degi.  Stefna flokk­anna í mál­efnum  inn­flytj­enda verður örugg­lega meðal þess sem mikið verður rætt en margir lands­menn virð­ast aðhyll­ast skýr­ari línur í þeim efn­um. Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn hefur haft skýra afstöðu, vill ein­fald­lega standa á brems­unni og tak­marka mjög fjölda þeirra sem fá að setj­ast að í land­inu. Allir við­ur­kenna þó að flótta­manna­vand­inn sé gríð­ar­legur og þar verði allar þjóðir að sýna ábyrgð. Önnur mál, stefna í skatta­málum og opin­berum útgjöldum eru gamlir kunn­ingjar eins og einn stjórn­mála­skýr­andi orð­aði það. Á umræðu­fundi í danska sjón­varp­inu DR, voru þátt­tak­endur (stjórn­mála­skýrend­ur) sam­mála um að kosn­ing­arnar snú­ist miklu fremur um menn en mál­efni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None