Hreinn Loftsson, sem varð annar aðstoðarmanna Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eftir að hún settist í dómsmálaráðuneytið árið 2019, mun halda áfram að starfa í því ráðuneyti þrátt fyrir að Áslaug Arna sé komin annað.
Á vef stjórnarráðsins í dag er greint frá því að Hreinn verði aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, sem tók við embætti innanríkisráðherra, sem fer með dómsmál, á sunnudag.
Í nóvember 2008 keypti Hreinn útgáfufélagið Birting, sem átti á þeim tíma DV. Hann seldi sig síðar út úr útgáfustarfseminni.
Frá 2014 og þangað til að hann tók við sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu starfað Hreinn sjálfstætt. Hreinn hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, nefnda og félaga, auk starfs á vettvangi stjórnmála.