„Hugsum okkur um áður en við notum bílinn sem úlpu“

Þingmenn úr röðum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Viðreisnar gerðu almenningssamgöngur að umtalsefni sínu á þingi í dag. Þau sögðu skerðingu á þjónustu strætó vekja upp spurningar og að arðbærni almenningssamgangna væri öllum ljós.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, sitjandi varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, sitjandi varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Auglýsing

Skerð­ing á þjón­ustu Strætó bs. vekur upp spurn­ingar um þá gríð­ar­legu áherslu sem einka­bíll­inn fær enn þann dag í dag í sam­fé­lag­inu þrátt fyrir aukna áherslu á fjöl­breytta og vist­væna ferða­máta að mati Jönu Salóme Ingi­bjargar Jós­eps­dótt­ur, þing­manns Vinstri­hreyf­ing­ar­innar - græns fram­boðs.

„Tal síð­ustu mán­aða um halla­rekstur á Strætó bs. og skerð­ingu á þjón­ustu vekur upp margar spurn­ing­ar. Það vekur upp spurn­ingar um skipu­lag, inn­viða­upp­bygg­ingu og hver raun­veru­legur gróði af bættum og betri almenn­ings­sam­göngum er,“ sagði Jana Salóme er hún fjall­aði um almenn­ings­sam­göngur undir dag­skrár­liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag. Hún sagði stöð­una einnig vekja upp spurn­ingar um hvort almenn­ings­sam­göngur ættu ekki að vera skil­greindar sem grunn­þjón­usta.

Gefa þurfi raun­veru­legt val og frelsi til að velja sér sam­göngu­máta

Í ræðu sinni minnt­ist Jana á sam­starfs­verk­efni Vistorku og Orku­set­urs sem nefn­ist SKREF en mark­mið þess er að draga úr notkun einka­bíls­ins með breyttum ferða­venj­um. „Það er ein af lyk­il­að­gerðum þegar kemur að árangri í lofts­lags­málum á Íslandi. Orku­skipti nægja ekki þar heldur þarf að fækka bílum á göt­un­um. Það minnkar svifryks­meng­un, eykur umferð­ar­ör­yggi og dregur úr kostn­að­ar­sömu við­haldi gatna ásamt því að vera stórt umhverf­is- og lofts­lags­mál því að akstur bíls er eitt en fram­leiðsla og förgun ann­að,“ sagði Jana Salóme.

Auglýsing

Hug­ar­fars­legar hindr­anir er einn af þeim þáttum sem standa í vegi fyrir því að notkun einka­bíls­ins minnki að mati Jönu Salóme. „Við ofmetum ferða­tíma göngu og hjól­reiða og van­metum ferða­tíma á bíl. Hugsum okkur um áður en við notum bíl­inn sem úlpu. Gæti verið að það sé fljót­legra að ganga, hjóla eða nýta almenn­ings­sam­göng­ur?“ spurði Jana Salóme í ræðu­stól Alþing­is.

Að lokum sagði hún það einnig vera frels­is­mál að geta valið um aðra sam­göngu­máta en einka­bíl­inn. „Þetta er ekki spurn­ing um að það sé ein­hver sér­stök aðför að einka­bílnum í gangi heldur er þetta spurn­ing um að gefa fólki raun­veru­legt val, raun­veru­legt frelsi til að geta valið sér sam­göngu­máta. Þá þurfa upp­bygg­ing inn­viða og fjár­fest­ingar að vera í takti við það.“

Arð­bærni almenn­ings­sam­ganga sé öllum ljós

Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­maður Við­reisn­ar, gerði sam­göngur einnig að umtals­efni sínu undir liðnum störf þings­ins en hann sagði þær skipta miklu máli, sér­stak­lega þegar stórir hópar ferð­ast á sama tíma á milli sömu staða. Það væri hag­kvæmt að samnýta ferðir auk þess sem það drægi úr umferð, hvort sem um væri að ræða á virkum morgn­um, síð­degis eða þegar fólk vill ferð­ast heim eftir skemmtun á einu af öld­ur­húsum mið­borg­ar­inn­ar.

„Þjóð­hags­leg arð­bærni almenn­ings­sam­gangna er öllum ljós og var stað­fest í skýrslu um Borg­ar­línu sem sýndi fram á um 25,5 millj­arða kr. sam­fé­lags­á­bata af fyrstu lotu upp­bygg­ingar Borg­ar­lín­unn­ar. Þjón­usta á borð við almenn­ings­sam­göngur þarf ekki að standa undir eigin kostn­aði til að verða arð­bær en hún þarf að vera notuð af nógu mörgum til þess,“ sagði Jón Stein­dór í ræðu sinni.

Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar. Mynd: Bára Huld Beck

Hann bætti því við að það væri arð­bært að draga úr mengun frá umferð, að stytta ferða­tíma og að tryggja „fólki sem tekur þátt í skemmt­ana­líf­inu örugga og áreið­an­lega för heim til sín og kemur von­andi í veg fyrir að sumt fólk freist­ist til að keyra undir áhrif­um, sér­stak­lega nú um stundir þegar bið eftir leigu­bílum virð­ist vera mæld í klukku­stund­um.“

„Hver yrðu eig­in­lega áhrifin á morg­un­um­ferð­ina ef allir not­endur strætó væru á eigin bíl? Hver eru rök fyrir því að fella niður næt­ur­strætó þegar 3.000 far­þegar nýttu sér þjón­ust­una í júlí og ágúst?“ spurði Jón Stein­dór áður en hann að end­ingu hvatti ráð­herra sam­göngu­mála, Sig­urð Inga Jóhanns­son, til að veita almenn­ings­sam­göngum stuðn­ing í sam­ræmi við mik­il­vægi þjón­ust­unn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent