Fjölmiðllinn Time Out hefur tekið saman lista yfir hundrað bestu hasarmyndir kvikmyndasögunnar. Til að setja saman listann leitaði fjölmiðillinn meðal annars til leikstjóra, hasarmyndaleikara, áhættuleikara og gagnrýnenda og bað þá um að nefna uppáhalds hasarbíómyndirnar sínar.
Á meðal álitsgjafa Time Out má nefna: Danny Trejo, sem fór eftirminnilega með aðalhlutverkið í Machete Kills, Gareth Evans, sem leikstýrði hinum frábæru The Raid: Redemption og Raid 2, John McTiernan, leikstjóra Die Hard, Predator og The Hunt for Red October, Luc Besson, leikstjóra La Femme Nikita, The Fifth Element og Léon, og Paul McGuigan, sem leikstýrði meðal annars myndunum Gangster No. 1 og Lucky Number Slevin en hann hefur sömuleiðis leikstýrt nokkrum þáttum í sjónvarpsseríunni um Sherlock.
Tíu bestu hasarmyndirnar að mati álitsgjafa Time Out
10. Aliens (1986) í leikstjórn James Cameron.
- Seven Samurai (1954) í leikstjórn Akira Kurosawa.
- The Wild Bunch (1969) í leikstjórn Sam Peckinpah.
- Police Story (1985) í leikstjórn Jackie Chan.
- Enter the Dragon (1973) í leikstjórn Robert Clouse.
- Mad Max 2: The Road Warrior (1981) í leikstjórn George Miller.
- Hard Boiled (1992) í leikstjórn John Woo.
- Terminator 2: Judgement Day (1991) í leikstjórn James Cameron.
- Raiders of the Lost Ark (1981) í leikstjórn Steven Spielberg.
- Die Hard (1988) í leikstjórn John McTiernan.
Sjáið lista Time Out yfir 100 bestu hasarmyndirnar í heild sinni hér.