Björgunarmenn leita að hundruðum manna eftir að yfirfullan bát hvolfdi á leið yfir Miðjarðarhafið. Talið er að allt að sjö hundruð flóttamenn hafi verið í bátnum, samkvæmt nýrri frétt BBC. Bátnum hvolfdi við strendur Líbíu, samkvæmt frétt The Guardian.
Írski sjóherinn er meðal þeirra björgunaraðila sem taka þátt í aðgerðum og hefur BBC eftir fulltrúa sjóhersins að menn óttist verulegt manntjón. Fjórir bátar og þrjár þyrlur eru sagðar vera á vettvangi slyssins. Talsmaður Alþjóðlegra aðstoðarsamtaka flóttamanna segir að um hundrað manns hafi þegar verið bjargað úr sjónum.
Yfir tvö þúsund flóttamenn hafi dáið á þessu ári einu á leið sinni yfir Miðjarðarhafið á leið til Evrópu. Fjöldi flóttamanna er í sögulegu hámarki en talið er að um 150 þúsund manns hafi flúið heimalönd sín í Miðausturlöndum og Afríku, vegna stríðsástands og fátæktar, á þessu ári, og sótt til Evrópu í leit að betra lífi. Aukningin nemur 150 prósentum frá árinu 2014.