Goldman Sachs opnar bækurnar fyrir dönskum stjórnvöldum

DONG_Energy_475464a.jpg
Auglýsing

Banda­ríski fjár­fest­inga­bank­inn Gold­man Sachs hefur til­kynnt að bank­inn sé reiðu­bú­inn að veita nán­ari upp­lýs­ingar um mjög gagn­rýnd kaup á 18 pró­senta hlut í danska orku­fyr­ir­tæk­inu DONG Energy. Við söl­una í jan­úar 2014 varð rík­is­stjórn Helle-T­horn­ing Schmidt fyrir miklu áfalli og féll nærri.

Fjallað var ítar­lega um furðu­legan aðdrag­anda og eft­ir­mála söl­unnar á eign­ar­hlut rík­is­ins í DONG til fjár­fest­inga­bank­ans í Kjarn­anum undir fyr­ir­sögn­inni Kaos í Krist­jáns­borg. Þáver­andi fjár­mála­ráð­herra rauðu blokk­ar­innar í dönskum stjórn­málum gaf afar skamman frest fyrir fleiri til­boð að ber­ast, en orku­fyr­ir­tækið var þá að öllu leyti í eigu danska rík­is­ins. Eftir mis­heppn­aðar fjár­fest­ingar fyr­ir­tæk­is­ins í Bret­landi, Hollandi og víðar varð að afskrifa háar fjár­hæð­ir.

Því var ákveðið að selja stóran hlut í DONG og sýndi Gold­man Sachs mik­inn áhuga. Það end­aði með að bank­inn keypti 18 pró­senta hlut fyrir um átta millj­arða danskra króna; eitt­hvað sem and­stæð­ingar söl­unnar töldu tombólu­verð. Um það bil 200 þús­und und­ir­skriftir söfn­uð­ust gegn söl­unni og mörg þús­und manns mót­mæltu við Krist­jáns­borg­ar­höll, sem hýsir danska þing­ið.

Auglýsing

Í kjöl­farið klofn­aði sam­steypu­stjórn Helle-T­horn­ing Schmidt þegar þriðji stjórn­ar­flokk­ur­inn, Sós­íal­íski þjóð­ar­flokk­ur­inn, hrundi vegna máls­ins og ráð­herrar flokks­ins sögðu af sér. Fylgi rík­is­stjórn­ar­innar hrundi eftir sölu DONG og í þing­kosn­ing­unum í Dan­mörku í júní hlaut bláa blokkin meiri­hluta atkvæða og ný rík­is­stjórn tók við.

Gold­man Sachs hefur gefið Claus Hjort Fred­riksen, fjár­mála­ráð­herra, leyfi til að veita upp­lýs­ingar um sölu for­vera síns á orku­fyr­ir­tæk­inu og Fred­rik­sen hefur til­kynnt að hann vilji veita fjár­laga­nefnd danska þings­ins öll gögn um söl­una.

Yfir­menn hjá fjár­fest­inga­bank­anum hafa sagt í við­tölum það sé óeðli­legt að bank­inn veiti leyfi til að dreifa slíkum upp­lýs­ingum en mik­il­vægt sé að kveða niður „mýtur og get­gát­ur“ um dul­ar­fult samn­inga­ferlið í aðdrag­anda söl­unn­ar.

„Við höfum ekk­ert að fela og sjáum þess vegna enga ástæðu til þess að koma í veg fyrir að fjár­laga­nefnd þings­ins fjalli um mál­ið. Við höfum kom­ist að nið­ur­stöðu um að eðli­legt sé að bregða út af van­an­um,“ sagði Martin Hin­tze við Berl­inske.

Helle Thorning-Schmidt sýnir konungshjónunum aflgjafa DONG Energy ásamt framkvæmdastjóra fyrirtækisins árið 2013. Helle Thorn­ing-Schmidt sýnir kon­ungs­hjón­unum aflgjafa DONG Energy ásamt fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins árið 2013.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None