Hvað á eiginlega að gera á landamærunum?

Margir hafa misskilið það sem ríkisstjórnin ætlar sér að gera á landamærunum. Enda hafa misvísandi upplýsingar komið fram. Stjórn Læknafélagsins gagnrýnir nýjar skilgreiningar stjórnvalda harðlega. En hvað hefur ríkisstjórnin boðað?

Ráðherrar fjölmenntu á blaðamannafund í Hörpu í gær til þess að kynna breytingar á landamæraaðgerðum vegna veirunnar. Mikill misskilningur hefur verið uppi um hvað stjórnvöld ætla sér í dag.
Ráðherrar fjölmenntu á blaðamannafund í Hörpu í gær til þess að kynna breytingar á landamæraaðgerðum vegna veirunnar. Mikill misskilningur hefur verið uppi um hvað stjórnvöld ætla sér í dag.
Auglýsing

Tölu­verðs mis­skiln­ings hefur gætt í sam­fé­lag­inu, meðal ann­ars hjá fjöl­miðla­fólki og þing­mönn­um, um þær aðgerðir á landa­mærum sem rík­is­stjórnin boð­aði að ráð­ist yrði í á blaða­manna­fundi sínum í Hörpu gær.

Margir ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar voru við­staddir fund­inn, en virð­ast þó ekki hafa náð að miðla því skýrt út í sam­fé­lagið hver áætl­unin er.

Orða­lag í frétta­til­kynn­ingu stjórn­valda um aðgerð­irn­ar, sem send var út eftir fund­inn, var á skjön við það sem fram kom í glæru­kynn­ingu á fund­inum og það sem fram hefur komið í máli ráð­herra síð­an.

Á þingi í dag deildu for­menn Sam­fylk­ingar og Sjálf­stæð­is­flokks ekki skiln­ingi á því sem boðað hefði ver­ið. „Ég heyri að hátt­virtur þing­maður telji að ég mis­skilji eitt­hvað. En ég tel að það sé öfugt far­ið,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son í and­svari við ræðu Loga Ein­ars­sonar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma.

Mis­ræmið á milli glæru­kynn­ingar og frétta­til­kynn­ingar

Ef til vill skal engan undra að margir mis­skilji. Í glæru­kynn­ingu stjórn­valda á fund­inum í gær sagði að miðað yrði við að þær reglur sem verið væri að herða tíma­bundið myndu eiga við um „lönd þar sem eru svæði með nýgengi smita“ yfir ákveðnu hlut­falli af hverjum 100 þús­und íbú­um.

Í frétta­til­kynn­ingu stjórn­valda, sem var ekki send út fyrr en tæpum tveimur tímum eftir blaða­manna­fund­inn í Hörpu, sagði hins vegar að nýjar reglur myndu ná til „far­þega sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er yfir til­teknum mörk­um“. Í til­kynn­ing­unni var ekk­ert talað um að miða skuli við svæði, eða hér­uð, innan til­tek­inna landa.

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir þurfti að leið­rétta mis­skiln­ing­inn, sem virð­ist sem áður segir nokkuð útbreidd­ur, er hann fékk spurn­ingu á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í morgun sem byggði á röngum for­send­um. Frek­ari útskýr­ingar á þessu voru birtar á vef emb­ættis land­læknis í dag og þá stuðst við þann skiln­ing sem settur var fram í frum­varp­inu sem Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra lagði fram á þingi.

„Sé löndum skipt upp í fleiri en eitt svæði þar sem nýgengi smita er ólíkt er allt landið miðað við það svæði þar sem nýgengi er hæst. Ef full­nægj­andi upp­lýs­ingar um nýgengi smita liggja ekki fyrir um svæði getur það talist háá­hættu­svæði. Almennt er miðað við að list­inn verði upp­færður í sam­ræmi við upp­lýs­ingar frá Sótt­varna­stofnun Evr­ópu (ECDC) á tveggja vikna fresti en fyrr að gefnu til­efn­i,“ segir í til­kynn­ingu land­lækn­is­emb­ætt­is­ins.

Þetta er það sem rík­is­stjórnin er að boða

14 daga nýgengi smita yfir 1.000/100.000 íbúa (Einn af hverjum 100 með greint virkt smit)

Allir komu­far­þegar frá löndum þar sem finn­ast svæði, eða hér­uð, þar sem 14 daga nýgengi smita er yfir 1.000 á hverja 100.000 íbúa munu þurfa að dvelja í fimm daga á sótt­varn­ar­hót­eli við kom­una til lands­ins. Frá þessu verða ekki gerðar und­an­tekn­ing­ar. Nema auð­vitað ef fólk er bólu­sett eða með vott­orð um að það hafi þegar fengið COVID-19.

Þetta myndi í dag eiga við um far­þega frá Pól­landi, Hollandi, Ung­verja­landi, Frakk­landi og San Mar­inó. Ef við horfum út fyrir Evr­ópu bæt­ast svo Úrúg­væ, Bermúda og Curacao við, eins og mál standa í dag.

Að auki mun dóms­mála­ráð­herra fá, sam­kvæmt þeim laga­breyt­ingum sem mælt var fyrir á Alþingi í dag, heim­ild til þess að banna ónauð­syn­leg ferða­lög erlendra rík­is­borg­ara frá þessum ríkjum hingað til lands.

14 daga nýgengi smita yfir 750/100.000 íbúa

Allir komu­far­þegar frá löndum þar sem finn­ast svæði, eða hér­uð, þar sem 14 daga nýgengi smita er yfir 750 á hverja 100 þús­und íbúa eiga að meg­in­reglu að dvelja í fimm daga á sótt­varna­hót­eli. Hægt verður að sækja um und­an­þágu frá þessu ef fólk getur sýnt fram á að það hafi við­un­andi aðstæður til að halda sótt­kví, en und­an­þágu­beiðni þarf að ber­ast tveimur dögum fyrir kom­una til lands­ins.

Þetta myndi í dag gilda um þá sem koma frá Sví­þjóð, Lit­há­en, Eist­landi, Króa­tíu, And­orra, Ítal­íu, Kýp­ur, Serbíu og Tyrk­landi. Ef horft er lengra út í heim mun þetta einnig gilda um þá sem koma frá Jórdaníu og Bar­ein, eins og málin standa í dag.

Auglýsing

Listi yfir þau lönd sem þetta á við mun lík­lega taka breyt­ingum strax á morg­un, en þá verða birtar nýjar viku­legar tölur frá ECDC, sótt­varna­stofnun Evr­ópu.

En bíddu, er ekki miðað við 14 daga nýgengi yfir 500/100.000 íbúa í dag?

Jú, nefni­lega. Það er verið að hækka það við­mið um nýgengi smita sem í dag er nægi­legt til þess að sú meg­in­regla gildi að far­þegar sem á annað borð þurfa að fara í sótt­kví, fari í sótt­kví í sótt­varna­húsi, eigi þeir ekki kost á því að vera í sótt­kví í við­un­andi hús­næði hér inn­an­lands.

Allt í einu yrði 14 daga nýgengi smita upp á 500-750 á hverja 100 þús­und íbúa ekki nægi­lega hátt til þess að meg­in­reglan um sótt­varna­hús gildi. Til þess að setja þetta í sam­hengi hefur 14 daga nýgengi smita á Íslandi aldrei farið yfir 292 á hverja 100 þús­und íbúa lands­ins frá því að far­ald­ur­inn hófst.

Og hér á landi eru tekin mörg próf, miðað við höfða­tölu.

Læknar botna lítið í þessu

Þetta hefur verið gagn­rýnt í dag, meðal ann­ars af Magn­úsi Gott­freðs­syni, yfir­lækni á Land­spít­ala og sér­fræð­ingi í smit­sjúk­dóm­um, sem sagði við RÚV að hann teldi veik­leika í útfærslu stjórn­valda. Hún væri án for­dæma, eftir því sem hann best vissi og stjórn­völd virt­ust svo­lítið vera að „leika af fingrum fram.“

Lækna­fé­lag Íslands sendi síð­degis í dag frá sér umsögn um hinar nýju skil­grein­ingar stjórn­valda og seg­ist gera „al­var­legar athuga­semdir við þá fyr­ir­ætlan íslenskra stjórn­valda að ætla að end­ur­skil­greina áhættu­mat sem alþjóð­leg sam­staða ríkir um og er við­mið í helstu nágranna­löndum okkar og grund­völlur sótt­varna­að­gerða innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins.“

Lækna­fé­lagið telur að ekki sé færður fram „nægj­an­legur rök­stuðn­ingur fyrir slíkum breyt­ing­um“ og leggur til að stuðst verði áfram við hinar alþjóð­legu skil­grein­ingar á áhættu­mati sem ECDC styðst við og tekið verði mið af því í reglu­gerð ráð­herra.

Félagið telur einnig vert að nefna, í umsögn sinni til vel­ferð­ar­nefndar vegna laga­breyt­ing­anna, að far­sótt­ar­far­aldrar lúti ekki ósk­hyggju.

Umræða um breyt­ingar á sótt­varna­lögum og útlend­inga­lög­um, sem eiga að skjóta stoðum undir þær breyt­ingar sem rík­is­stjórnin ætlar sér að gera, hefur staðið yfir á þingi í dag. Fjöldi gesta mun koma á fund vel­ferð­ar­nefndar til þess að fara yfir málið í kvöld.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent