Hvað koma ríkin sem losa mest með að borðinu?

Kína, Bandaríkin, ríki Evrópusambandsins og Indland eru samanlagt ábyrg fyrir rúmum helmingi árlegrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Hvaða fyrirheit hafa þau ríki sem mest losa sett fram um að minnka losun til framtíðar?

Kínverskur verkamaður fyrir framan vindmyllu. Í Kína og mun víðar um heiminn þarf að lyfta grettistaki í orkuskiptum ef ekki á illa að fara.
Kínverskur verkamaður fyrir framan vindmyllu. Í Kína og mun víðar um heiminn þarf að lyfta grettistaki í orkuskiptum ef ekki á illa að fara.
Auglýsing

Þau níu ríki heims sem losa mest af gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um, auk ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins, eru sam­an­lagt ábyrg fyrir rúm­lega tveimur þriðju af allri losun á heims­vísu. Sam­an­lagt stafar rúmur helm­ingur allrar árlegrar los­unar frá brennslu jarð­efna­elds­neytis og iðn­aði frá Banda­ríkj­un­um, Kína, ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins og Ind­landi.

Afgang­ur­inn af heim­inum horfir því ef til vill eðli­lega til þess­ara ríkja, mestu los­un­ar­vald­anna, þegar það liggur ljóst fyrir að ríki heims þurfa í sam­ein­ingu að draga afar skarpt úr losun til þess að halda hlýnun jarðar innan ein­hverra ásætt­an­legra marka. Sam­kvæmt Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu er mark­miðið að halda hlýnun jarðar vel innan við 2° út þessa öld og að stefnt skuli að því að halda henni innan við 1,5° og nú sitja full­trúar ríkja heims á Cop26-ráð­stefn­unni í Glas­gow og horfast í augu við hvernig það gangi að ná mark­mið­un­um.

Færa má rök fyrir því að þau mark­mið sem stefnt var að virð­ist óra­fjarri. Í nýlegri úttekt Sam­ein­uðu þjóð­anna á fram­settum mark­miðum ríkja heims fram til árs­ins 2030 segir að fram­sett mark­mið – að því gefnu að öll kom­ist til fram­kvæmda – setji heim­inn ein­ungis á þá braut að hlýnun jarðar nemi 2,7°C árið 2100.

En hvað hafa stærstu los­un­ar­vald­arnir boðað nú þeg­ar? Þetta var dregið saman í yfir­ferð New York Times, sem byggir á gögnum frá Climate Act­ion Tracker, sjálf­stæðum grein­ing­ar­að­ila sem rýnir yfir­lýs­ingar og stefnu­mark­andi ákvarð­anir margra helstu ríkja heims og leggur mat á hvort efndir séu að fylgja orðum er kemur að lofts­lags­mál­um.

Ind­land stefnir að kolefn­is­hlut­leysi 2070

Frá stjórn­völdum í Ind­landi höfðu ekki komið fram nein tíma­sett mark­mið um hvenær landið hygð­ist ná ákveðnum áföngum í loft­lags­málum – fyrr en á ráð­stefn­unni í Glas­gow í gær. Nar­endra Modi for­sæt­is­ráð­herra lands­ins setti þar í ræðu sinni fram mark­mið um að Ind­land yrði kolefn­is­hlut­laust árið 2070 og að ríkið myndi árið 2030 fram­leiða yfir helm­ing af raf­magn­inu sem ríkið þarf með öðrum orku­gjöfum en jarð­efna­elds­neyti.

Narendra Modi forsætisráðherra Indlands og Xi Jinping forseti Kína. Mynd: Samsett

Enn er þó ansi langt í að Ind­land byrji að draga úr losun sinni, enda er efna­hagur rík­is­ins að þró­ast ört og búast má við því að orku­þörf vaxi þar hratt á næstu árum. Los­unin á hvert manns­barn í Ind­landi er í dag ein­ungis um fjórð­ungur los­un­ar­innar á mann í Kína og einn sjö­undi hluti los­unar á hvern Banda­ríkja­mann.

Ind­verskir ráða­menn hafa á umliðnum miss­erum biðlað til auð­ugri ríkja um stuðn­ing til fátæk­ari ríkja um aðgerðir í lofts­lags­málum og Modi minnti á það ræðu sinni í gær að þrátt fyrir að Ind­verjar væru 17 pró­sent jarð­ar­búa bæru þeir ein­ungis ábyrgð á um 5 pró­sentum af þeirri losun sem hefði leitt til hlýn­unar jarð­ar.

Kína færir ekk­ert nýtt fram og stefnir á kolefn­is­hlut­leysi 2060

Kína, sem losar mest allra ríkja um þessar mund­ir, eða nær 14 gígatonn (millj­arða tonna) koltví­sýr­ings á ári, hefur lýst því yfir að toppnum í losun rík­is­ins verði náð ein­hvern­tím­ann fyrir árið 2030 og að stefnt sé að kolefn­is­hlut­leysi árið 2060.

Auglýsing

Í aðdrag­anda COP26 í Glas­gow höfðu kín­versk stjórn­völd verið hvött til þess að setja fram metn­að­ar­fyllri skamm­tíma­mark­mið, en í stefnu sem gefin var út í síð­ustu viku komu ekki fram nein fyr­ir­heit umfram þau sem Xi Jin­p­ing for­seti lands­ins hafði áður lýst yfir.

Xi Jin­p­ing sækir ekki ráð­stefn­una í Glas­gow heim. Þess í stað sendi hann frá sér skrif­legt ávarp, þar sem meðal ann­ars hann kallar eftir því að rík­ari lönd heims hjálpi þeim fátæk­ari að gera betur í að takast á við lofts­lags­vánna.

Mark­mið ekki í hendi í Banda­ríkj­unum – fast­sett­ari í ESB

Bæði Banda­ríkin og Evr­ópu­sam­bandið hafa lýst því yfir að þau ætli sér að draga nokkuð mark­vert úr losun fyrir árið 2030. Banda­rík­in, sem í dag losa um 6 gígatonn koltví­sýr­ings árlega, ætla sér að vera búin að draga úr losun um 50-52 pró­sent árið 2030 miðað við árið 2005.

Ríki ESB, sem sam­an­lagt losa rúm­lega 3 gígatonn koltví­sýr­ings árlega, hafa svo lýst því yfir að sam­eig­in­lega verði dregið úr losun um að minnsta kosti 55 pró­sent fyrir árið 2030 miðað við árið 1990. Ísland er sem kunn­ugt er, auk Nor­egs, í sam­floti með Evr­ópu­sam­band­inu um þetta sam­eig­in­lega mark­mið.

Joe Biden gerði það að eitt að sínu fyrstu verkum að koma Bandaríkjunum aftur inn í Parísarsamkomulagið. Mynd: EPA

Sam­kvæmt grein­ingum á Climate Act­ion Tracker hafa þó hvorki Banda­ríkin né Evr­ópu­sam­bandið komið lög­gjöf í gegn sem styður fylli­lega við þessi mark­mið.

Biden-­stjórnin í Banda­ríkj­unum er enn að reyna að koma lofts­lags­lög­gjöf sinni í gegnum þingið og mætti for­seti lands­ins því nokkuð tóm­hentur á ráð­stefn­una í Glas­gow, en þó með fögur fyr­ir­heit um að Banda­ríkin muni leiða með góðu for­dæmi og hafa Banda­ríkin tekið sér sæti við borðið í svoköll­uðu Metn­að­ar­fullu banda­lagi ríkja á ráð­stefn­unni, ríkja sem leggja áherslu á að heim­inum verði komið á þá braut að geta upp­fyllt mark­mið um að jörðin hlýni ekki um meira en 1,5° út öld­ina.

Í lög­gjöf­inni sem Biden stefnir að því koma í gegn um þingið er gert ráð fyrir því að 555 millj­arðar banda­ríkja­dala renni á næsta ára­tug til aðgerða sem fallið geta undir hatt lofts­lags­að­gerða; meðal ann­ars fjár­fest­inga í grænum lausnum og íviln­ana.

Á vett­vangi Evr­ópu­sam­bands­ins var rúmur þriðj­ungur 750 millj­arða evra kór­ónu­veiru­far­ald­ur­s­pakk­ans, sem sam­þykktur var fyrr á árinu, eyrna­merktur lofts­lags­að­gerðum af ýmsu tagi. Í grein­ingu Climate Act­ion Tracker segir að þrátt fyrir sam­þykktir Evr­ópu­sam­bands­ins í lofts­lags­málum og mark­mið sem nálgist það að verða ásætt­an­leg, sé mis­jafnt hversu vel ein­staka ríki sam­bands­ins fylgi áætl­unum eftir heima fyr­ir.

Sér­stak­lega er fundið að því í mati Climate Act­ion Tracker að aðild­ar­ríki ESB hafi mörg hver ekki sett sér áætl­anir um að fasa út kola­notkun fyrir árið 2030.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar