Meirihluti stjórnar Eflingar hvetur Guðmund til að segja af sér

Dramatíkin í Eflingu heldur áfram. Ellefu stjórnarmenn í félaginu hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem þeir gagnrýna Guðmund Baldursson, félaga þeirra í stjórninni, harðlega.

1. maí 2019 - Efling
Auglýsing

Allir eft­ir­stand­andi með­limir stjórnar Efl­ingar nema þrír, alls ell­efu manns, hafa sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem þau hvetja Guð­mund Bald­urs­son stjórn­ar­mann til að segja af sér stjórn­ar­mennsku. Þau hvetja hann auk þess til að „láta verða af hug­myndum sínum um stofnun nýs klofn­ings­-­stétt­ar­fé­lags.“

Guð­mundur sendi sjálfur frá sér yfir­lýs­ingu fyrr í dag þar sem hann sagði að Sól­­veig Anna Jóns­dóttir frá­­far­andi for­­maður Efl­ingar hafi „haldið lyk­il­­upp­­lýs­ingum leyndum frá stjórn­­inni til að hylma yfir van­líðan starfs­­fólks á skrif­­stofu Efl­ing­­ar“ með því að neita að kynna fyrir stjórn­­inni starfs­loka­­samn­ing við fyrr­ver­andi skrif­­stofu­­stjóra Efl­ingar í upp­­hafi þessa árs.

Bæði Sól­veig Anna og Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, hafa til­kynnt upp­sagnir sínar vegna máls­ins. Guð­mundur hefur einnig hvatt vara­for­mann Efl­ing­ar, Agnieszku Ewu Ziółkowska, til að segja af sér. 

Hröð atburða­rás síð­ustu daga

Það logar allt í ill­deilum innan Efl­ing­ar, sem er næst stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins, sem stend­ur. For­­saga máls­ins er sú að í júní sam­­þykktu starfs­­menn Efl­ingar ályktun sem hefur ekki verið birt opin­ber­­lega. Í henni voru stjórn­­endur stétt­­ar­­fé­lags­ins gagn­rýndir með ýmsum hætti fyrir fram­komu sína gagn­vart starfs­­fólki. Trún­­að­­ar­­menn starfs­­manna und­ir­­rit­uðu álykt­un­ina og hún var sett fram fyrir hönd starfs­­manna. 

Auglýsing
Á fimmt­u­dag birti RÚV svo við­­tal við Guð­­mund Bald­­ur­s­­son þar sem hann greindi frá því að hann hefði ítrekað reynt að fá álykt­un­ina afhenta og að hann hefði áhyggjur af fram­komu stjórn­­enda Efl­ingar gagn­vart starfs­­fólki. Tal­aði hann meðal ann­­ars um að starfs­­fólk sem hefði hætt hjá Efl­ingu hefði talið sér „að ein­hverju leyti ógnað innan gæsalappa, af ógn­­ar­­stjórn.“

Vegna þessa ávarp­aði Sól­­veig Anna starfs­­menn á föst­u­­dags­morgun og bað þá um að draga til baka álykt­un­ina. Ef þeir myndu ekki gera það myndi hún segja af sér. 

Þeir gerðu það ekki heldur sendu frá sér aðra ályktun þar sem kom fram að þeir töldu ósann­­gjarnt að stjórn­­endur veltu ábyrgð á inn­­an­hús­­málum yfir á sig.

Í kjöl­farið sagði Sól­veig Anna af sér.

Mót­mæla orðum Guð­mundar

Í yfir­lýs­ingu stjórn­ar­mann­anna ell­efu sem send var út í kvöld segir að trún­að­ar­menn starfs­fólks á skrif­stofu Efl­ingar hafi aldrei lagt fram við stjórn félags­ins ályktun sína frá því í júní á þessu ári. „Við teljum eðli­legt að fjalla um mál séu þau lögð fyrir stjórn, en ekki að ein­stakir stjórn­ar­menn krefj­ist umfjöll­unar um mál sem varða starfs­menn og fram­lagn­ingar gagna þeim tengd án þess að aðilar máls hafi óskað þess. Slík vinnu­brögð eru að okkar mati ekki eðli­leg heldur ofríki. Guð­mundur Bald­urs­son er frjáls að sínum skoð­unum á því hvað hann vill að stjórn félags­ins hlut­ist til um, en hann er þó bund­inn af lýð­ræð­is­legu meiri­hluta­sam­þykki varð­andi ákvarð­anir stjórnar rétt eins og aðrir stjórn­ar­menn. Að sama skapi er lítið við því að gera þótt kröfur Guð­mundar til ASÍ og SGS um íhlutun þess­ara sam­banda í störf stjórnar Efl­ingar hafi reynst til­hæfu­laus­ar. Það stoðar lítt fyrir hann að barma sér yfir því í fjöl­miðl­u­m.“

Stjórn­ar­meiri­hlut­inn mót­mælir því sem þau kalla niðr­andi orðum Guð­mundar um kynn­ingu mannauðs­stjóra á stjórn­ar­fundi í sum­ar. „Sú kynn­ing var vönduð og til marks um gott starf í þeim málum á skrif­stof­unni. Við höfum á síð­ustu árum oft fengið kynn­ingar frá stjórn­endum vinnu­stað­ar­ins þar sem óskað hefur verið eftir stuðn­ingi og sam­þykki okkar fyrir ýmsum umbótum í starfs­manna­mál­um. Dæmi um slíkt eru stytt­ing vinnu­vik­unnar í tvígang, ráðn­ing mannauðs­stjóra, smíði starfs­manna­stefnu og starfs­manna­hand­bók­ar, mán­að­ar­legar starfs­á­nægjukann­an­ir, kosn­ing trún­að­ar­manna sem var óheimil í tíð fyrri for­manns, mán­að­ar­legir starfs­manna­fundir og reglu­leg starfs­manna­sam­töl. Við höfum ávallt stutt og sam­þykkt slíkar umbætur enda hefur okkur sýnst vel að þeim staðið og viljum allt hið besta fyrir starfs­fólk Efl­ing­ar.“

Ásaka Guð­mund um klofn­ings­til­burði

Þau segj­ast líka mót­mæla fram­göngu Guð­mundar á opin­berum vett­vangi þar sem hann vísi meðal ann­ars í umræður á stjórn­ar­fund­um, sem sé trún­að­ar­brestur við stjórn félags­ins.

„Guð­mundar hefur áður ófrægt okk­ur, félaga sína í stjórn félags­ins, á opin­berum vett­vangi með ásök­unum um við berum hag félags­manna ekki fyrir brjósti. Guð­mundur hefur gengið svo langt að kenna stjórn Efl­ingar um það að hóp­bif­reiða­stjórar hafi mætt illa á fund sem starfs­fólk félags­ins varði mik­illi orku í að halda að ósk hans. Guð­mundur mætti sjálfur ekki á þann fund, ekki frekar en aðra fundi með félags­mönnum Efl­ingar þar sem hann hefur iðu­lega verið fjar­ver­and­i.“

Að lokum segja þau að Guð­mundur hafi  lýst yfir þeirri skoðun sinni að hags­munum félags­manna Efl­ingar sé betur borgið með því að kljúfa sig út úr félag­inu. „Hann hefur lýst yfir ásetn­ingi um að beita sér fyrir stofnun klofn­ings­fé­lags í þessum til­gangi. Hann hefur haft þessi ummæli í frammi í opnum hópum á sam­fé­lags­miðlum þar sem full­trúar atvinnu­rek­enda fjölda Efl­ing­ar­fé­laga eru með­lim­ir. Að okkar mati þarf ekki að fjöl­yrða frekar um holl­ustu Guð­mundar við Efl­ingu og félags­menn Efl­ing­ar. Við hvetjum Guð­mund til að segja sig úr stjórn Efl­ingar og láta verða af hug­myndum sínum um stofnun nýs klofn­ings­-­stétt­ar­fé­lags.“

Undir yfir­lýs­ing­una skrif­a: 

Agnieszka Ewa Ziółkowska

Ólöf Helga Adolfs­dóttir

Eva Ágústs­dóttir

Dan­íel Örn Arn­ars­son

Felix Kofi Adja­hoe

Inn­ocentia Fiati

Kol­brún Valv­es­dóttir

Mich­ael Bragi Whalley

Stefán E. Sig­urðs­son

Zsófía Sid­lovits

Jóna Sveins­dóttir

Þeir stjórn­ar­menn sem skrifa ekki undir hana, auk Guð­mund­ar, eru:

Úlfar Snæ­björn Magn­ús­son

Saviour De-Graft Amet­efio

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent