Hver ekinn kílómetri á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda

Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.

Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Auglýsing

Sam­tök versl­unar og þjón­ustu (SVÞ) og Bíl­greina­sam­bandið leggja til við efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþingis að tekið verði upp nýtt notk­un­ar­gjald á akstur raf-, vetn­is- og tengilt­vinn­bíla, sem felur í grunn­inn í sér að rukk­aðar verði sex krónur fyrir hvern kíló­meter sem öku­tæki er ekið. Á sama tíma leggja sam­tökin til að fallið verði að mestu frá öðrum boð­uðum breyt­ingum á vöru­gjöldum og bif­reiða­gjöld­um, sem fela það í sér að slík gjöld verði lögð á bíla sem ganga fyrir raf­magni að nokkru eða öllu leyti í auknum mæli.

Í sam­eig­in­legri umsögn sam­tak­anna segir að þær breyt­ingar sem stefnt sé að muni „ekki aðeins draga úr hvötum til orku­skipta í sam­göngum heldur fela í sér að tekið verði skref aftur á bak“ og bæði draga úr mun á kaup­verði og rekstr­ar­kostn­aði raf­magns- og tengilt­vinn­bif­reiða og eyðslu­grannra bif­reiða ann­ars vegar og hins vegar eyðslu­frekra öku­tækja sem losa mik­inn koltví­sýr­ing í notk­un“.

Með öðrum orð­um, að breyt­ing­arnar sem lagðar hafa verið til í frum­varpi fjár­mála­ráð­herra muni gera það fýsi­legra en áður að fjár­festa í eyðslu­frekum öku­tækj­um, sem sé í senn stíl­brot og í hel­beru ósam­ræmi við þau mark­mið sem tíunduð séu í grein­ar­gerð frum­varps­ins.

Auglýsing

Í umsögn SVÞ og Bíl­greina­sam­bands­ins segir að efni þeirra frum­varps­greina sem um ræðir beri ekki aðeins með sér úrræða­leysi þegar að fjár­þörf rík­is­ins komi heldur einnig skamm­sýni. „Lang­tíma­á­ætlun orku­skipta í sam­göngum virð­ist ekki til staðar þrátt fyrir að stjórn­völd hafi sett metn­að­ar­full mark­mið og fyrir liggi á vett­vangi þeirra að í orku­skiptum í sam­göngum liggur um þessar mundir besta tæki­færið til árang­urs í lofts­lags­mál­u­m,“ segir í umsögn sam­tak­anna, sem segj­ast einnig hafa vakið athygli á því á fundum með efna­hags- og við­skipta­nefnd að við stöndum nú á ein­stökum tíma­mót­um.

„Hags­munir rík­is­ins, almenn­ings og bíl­grein­ar­innar fara nær full­kom­lega sam­an. Stjórn­völd vilja hvetja til orku­skipta, meðal almenn­ings er eft­ir­spurn eftir hrein­orku­bif­reiðum og bif­reiðum sem eyða litlu jarð­efna­elds­neyti og fram­boðið er til staðar hjá bíl­grein­inni. For­sendur hraðra orku­skipta eru sann­ar­lega til staðar og bíl­greinin er að ganga í gegnum umfangs­mestu umbreyt­ingar sem hún hefur nokkru sinni tek­ist á við. Fjöl­mörg ljón eru í veg­inum en það er hins vegar óþarft að fjölga þeim þegar vel er unnt er að kom­ast hjá því,“ segir í umsögn sam­tak­anna.

Bíla­leigur fái afslátt

Í drögum að breyt­inga­til­lögu sem sam­tökin sendu nefnd­inni er lagt til að vöru­gjöld verði útfærð með þeim hætti að þau hækki á eyðslu­frek öku­tæki sem losa mik­inn koltví­sýr­ing og hert verði á svoköll­uðum los­un­ar­mörkum vöru­gjalds, þannig að fleiri öku­tæki sem gangi fyrir jarð­efna­elds­neyti beri vöru­gjöld en nú er.

Einnig er lagt til að áform um 5 pró­senta lág­marks­vöru­gjöld verði felld út, og sömu­leiðis að falli verði frá veru­legri hækkun lág­marks­bif­reiða­gjalds og látið verði við það sitja að verð­lags­upp­færa krónu­töl­ur. Í stað­inn leggja sam­tökin til áður­nefnt notk­un­ar­gjald á eig­endur raf-, vetn­is- og tengilt­vinn­bíla.

Bíla­leigur ættu þó að fá afslátt af notk­un­ar­gjald­inu sökum þess hve mikið bílar þeirra eru ekn­ir, sam­kvæmt til­lögu SVÞ og Bíl­greina­sam­bands­ins, og tengilt­vinn­bílar myndu bara greiða helm­ing notk­un­ar­gjalds­ins, en bera helm­ing álagn­ingar bif­reiða­gjalds, en það segja sam­tökin sann­gjarnt í því ljósi að gert sé ráð fyrir slíkir bílar séu eknir að helm­ingi á raf­magni og að helm­ingi á jarð­efna­elds­neyti.

Notk­un­ar­gjald verði rukkað mán­að­ar­lega

Sem áður segir leggja sam­tökin til að greiddar verði 6 krónur fyrir hvern ekinn kíló­met­er, sem gert er ráð fyrir að skili 1,5-2 millj­örðum króna til rík­is­ins. Sam­tökin leggja til að á fyrsta árinu verði gert ráð fyrir 11 þús­und kíló­metra akstri í notk­un­ar­gjaldi allra öku­tækja, eða 66 þús­und krónur á ári, svo byrja megi að leggja gjöldin á strax. Akstur undir eða umfram þessa 11 þús­und kíló­metra komi svo til frá­dráttar eða við­bótar gjalds­ins er það verði lagt á árið 2024.

„Sá sem ekur 1.000 kíló­metra árið 2023 mun því aðeins greiða 6.000 kr. notk­un­ar­gjald árið 2024 eða sem nemur 500 kr. á mán­uði. Sá sem ekur 15.000 km sama ár mun hins vegar greiða 90.000 kr. á ári eða sem nemur 7.500 kr. á mán­uð­i,“ segir í umsögn sam­tak­anna, sem leggja til að notk­un­ar­gjaldið verði inn­heimt mán­að­ar­lega til að milda áhrif þeirra og auka með­vit­und um áhrif þeirra í rekstri heim­ila og fyr­ir­tækja.

Í breyt­inga­til­lögu sam­tak­anna segir að þar sem notk­un­ar­gjaldið verði tengt raun­veru­legri notkun öku­tækis hvetji það til þess að aðrir sam­göngu­mátar verði nýttir ef kostur er, sem og þátt­töku í fjár­mögnun sam­göngu­kerf­is­ins í takti við notk­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent