Fyrstu skrefin að breyttri gjaldtöku á bíla skili hátt í 5 milljörðum í ríkissjóð

Breytingar á vörugjöldum og bifreiðagjöldum, sem eiga að koma til framkvæmda á næsta ári, munu skila 4,9 milljörðum króna í viðbótartekjur fyrir ríkissjóð ef áætlanir fjármála- og efnahagsráðuneytisins stemma.

Í fjárlagafrumvarpinu eru kynnt fyrstu skrefin í þeirri viðleitni stjórnvalda til að stoppa í það gat sem myndast hefur í tekjustofnum ríkisins vegna innreiðar rafbíla..
Í fjárlagafrumvarpinu eru kynnt fyrstu skrefin í þeirri viðleitni stjórnvalda til að stoppa í það gat sem myndast hefur í tekjustofnum ríkisins vegna innreiðar rafbíla..
Auglýsing

Rík­is­stjórnin gaf það út í fyrr í sumar að flýta ætti inn­leið­ingu gjald­töku til að vega á móti yfir­stand­andi tekju­tapi vegna umferðar og elds­neyt­is, sem meðal ann­ars hefur leitt af mik­illi fjölgun bif­reiða sem ganga fyrir öðru en jarð­efna­elds­neyti. Sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu sem kynnt var í dag verður ein­ungis ráð­ist í hluta þeirra breyt­inga sem fyr­ir­hug­aðar eru á næsta ári og fyrstu skrefin tek­in.

Í fjár­laga­frum­varp­inu, sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra kynnti í morg­un, kemur fram að breyta eigi bif­reiða­gjaldi og vöru­gjöldum á bif­reið­ar, með það að mark­miði að fá fleiri krónur í rík­is­sjóð frá fleiri bíl­eig­end­um, en fram kom í máli Bjarna að við þyrftum „að fara að und­ir­búa okk­ur“ fyrir gjald­töku á „um­hverf­is­vænum bíl­u­m“.

Aukin vöru­gjöld hækki útsölu­verð um allt að 5 pró­sent

Alls er áætlað að 4,9 millj­arðar króna inn­heimt­ist auka­lega vegna þeirra breyt­inga sem boð­aðar eru í fjár­mála­frum­varp­inu. Breyt­ingar á vöru­gjaldi á öku­tæki, sem fela í sér að los­un­ar­mörk vöru­gjalds verða lækk­uð, skatt­pró­sentan sömu­leiðis og að lág­marks­vöru­gjöld verði 5 pró­sent, á að skila rík­inu 2,7 millj­örðum í við­bót­ar­tekj­ur, sam­kvæmt því sem segir í fjár­laga­frum­varp­inu.

Auglýsing

Þar segir einnig að gera megi ráð fyrir því að breyt­ingin hafi þau áhrif að útsölu­verð nýrra fólks­bíla hækki um allt að 5 pró­sent. Bein áhrif þess­ara breyt­inga á vísi­tölu neyslu­verðs, verð­bólgu, eru metin um 0,2 pró­sent til hækk­un­ar, sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu.

Breyt­ingar á bif­reiða­gjaldi, sem fela í sér að lág­marks­gjaldið verði hækkað og los­un­ar­mörk hækkuð á móti, eiga að skila 2,2 millj­örðum króna í við­bót­ar­tekjur í rík­is­sjóð á næsta ári.

Gert er ráð fyrir því að með þessum breyt­ingum verði með­al­-bif­reiða­gjöldin nálægt því sem þau voru árið 2017, eða um 37 þús­und krón­ur. Tekjur af bif­reiða­gjöldum hafa dreg­ist hratt saman á und­an­förnum árum.

Enn ríkir hvatar til að kaupa raf­bíla

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sagði er hann kynnti fjár­laga­frum­varpið að áfram væru ríkir hvatar til þess að kaupa bíla sem ganga fyrir raf­magni að öllu leyti eða hluta, þrátt fyrir þessar breyt­ing­ar.

„Þó að raf­magns­bíll­inn fari að borga hærra bif­reiða­gjald á hverju ári þá er ekki hægt að bera það saman við árlegan kostnað við að halda úti bens­ín­bif­reið,“ sagði ráð­herra meðal ann­ars og birti skýr­ing­ar­myndir máli sínu til stuðn­ings.

Mynd: Úr kynningu fjármálaráðherra.

Ekk­ert um kíló­metra­gjöld, jarð­ganga­gjöld né veg­tolla í borg­inni

Í frum­varp­inu segir að unnið sé að heild­ar­end­ur­skoðun gjald­töku í sam­göngu­kerf­inu og að stefnt sé að því að fyr­ir­komu­lagið mið­ist í auknum mæli við notkun og hefur mátt skilja á ráð­herra að ein­hvers­konar kíló­metra­gjald sé til skoð­un­ar, auk ann­ars.

Þessar hug­myndir eru þó enn óút­færðar og ekki inni í fjár­laga­frum­varpi næsta árs.

Ekki er heldur fjallað neitt um jarð­ganga­gjöld þau sem Sig­urður Ingi Jóhanns­son inn­við­a­ráð­herra boð­aði í sumar að væru á borð­inu, né svokölluð flýti- og umferð­ar­gjöld á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem opin­berir aðilar hafa verið að skoða á und­an­förnum miss­er­um.

Því má slá því föstu að gjöld af þessu tagi verði ekki lögð á árið 2023.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent