Hvernig getur þú lagt flóttafólki lið?

flottafolk.jpg
Auglýsing

Straumur flóttamanna frá Sýrlandi hefur verið gríðarlegur undanfarna mánuði og hafa fjölmargir komist inn fyrir landamæri Evrópusambandsins. Enn fleiri eru hins vegar strandaglópar í flóttamannabúðum í Sýrlandi, Tyrklandi og Líbanon svo aðeins fáein lönd séu nefnd.

Í flóttamannabúðunum er oft mikill skortur á nauðsynjum, vatni, mat og hreinlæti mjög ábótavant. Flestar hjálparstofnanir heims hafa beint athygli sinni að þeirri miklu neyð sem þarna hefur skapast og virðist aðeins aukast. Frá Íslandi er hægt að veita aðstoð eftir mörgum leiðum, hvort sem það er með beinum framlögum til þessara hjálparstofnana, með því að leggja þeim lið sem sjálfboðaliði eða einfaldlega með því að láta í sér heyra.

Gefðu peninga


Hægt er að senda SMS í númerið 1900 með skilaboðunum UNICEF og leggja þannig 1.900 krónur í sjóð barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem ætlaður er til að hjálpa börnum á flótta undan átökunum í Sýrlandi. Þá er hægt að leggja inn á neyðarreikning UNICEF og hringja í söfnunarnúmer. Frekari upplýsingar má nálgast hér.

Hægt er að styrkja hjálparstarf Rauða krossins fyrir sýrlenska flóttamenn með því að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins 904 1500, 904 2500 og 904 5500. Þá bætist við upphæð sem nemur síðustu fjórum tölustöfunum við næsta símreikning.

Auglýsing

SOS baraþorpin á Íslandi bjóða fólki upp á að styrkja sérstaka neyðaraðstoð fyrir börn á flótta. Hægt er að hringja í síma 907-1001 eða 907-1002 til að styrkja um 1.000 kr. eða 2.000 kr. Þá er hægt að leggja fé á reikning samtakanna. Nánar má lesa um hjálparstarf SOS hér.

MOAS, Migrant Offshore Aid Station, gerir út flóttamannaðastoð sína frá Möltu og aðstoða flóttafólk sem reynir að komast yfir Miðjarðarhafið í oft illa útbúnum bátum. Hægt er að lesa nánar um MOAS og leggja þeim lið á vefnum.

Læknar án landamæra (MSF) starfa um allan heim en nú er einn helsti álagspunkturinn á Miðjarðarhafi. Samkvæmt frétt á vef samtakanna var einn annasamasti dagur í sögu samtakanna á miðvikudag 2. september þegar 1.658 var bjargað af fólki á vegum MSF. Hægt er að styrkja MSF á vefnum.

Hægt er að veita frjáls framlög til Save the Children. Á vef samtakana segir að aðeins 50 dollara styrkur hjálpi til við að veita börnum fæðu, hlý föt og nauðsynjar á borð við bleyjur, sápu og aðrar hreinlætisvörur. Hægt er að leggja til framlag á vefnum.

LEBANON SYRIAN REFUGEE CAMP Fjöldi fólks hefst við í flóttamannabúðum; karlar, konur og börn leggja líf sitt í hendur erlendra hjálparstofnana.

 

Réttu fram hjálparhönd


Fjölmargir hafa boðið sig fram sem sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins í verkefnum tengdum flóttamönnum. Hægt er að skrá sig sem sjálfboðaliða á vef Rauða kross Íslands.

Þeir sem uppfylla skilyrði Lækna án landamæra (MSF) geta lagt fram hjálparhönd og gerst sjálfboðaliðar. Meira en 2.500 alþjóðlegir starfsmenn eru á vegum samtakanna um allan heim en nú er einn helsti álagspunkturinn á Miðjarðarhafi. Samkvæmt frétt á vef samtakanna var einn annasamasti dagur í sögu samtakanna á miðvikudag 2. september

Láttu heyra í þér


Kæra Eygló Harðar — Sýrland kallar er hópur á Facebook þar sem fólk skrifar undir bréf til Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Meira en 16.000 manns hafa þegar skrifað undir bréfið.

Alþjóðastofnun um málefni flóttafólks og innflytjenda (e. International Organization for Migration) stendur fyrir átakinu #MigrantsContribute þar sem lögð er áhersla á umræður um það sem innflytjendur leggja til þeirra samfélaga þar sem þeir dvelja.

Láttu í þér heyra, taktu þátt í umræðunni og skoraðu á vini og vandamenn að gera slíkt hið sama. Margt smátt gerir eitt stórt.

LEBANON SYRIAN REFUGEES

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None