Hvorki „ofurloforð“ né „brjálæðislegar töfralausnir“

Flokkur fólksins ætlar ekki að koma sér á framfæri með „ofurloforðum og brjálæðislegum töfralausnum,“ segir Kolbrún Baldursdóttir. Hún gagnrýnir menninguna í borgarpólitíkinni og segir að ef hún komist í meirihluta verði hlustað á minnihlutann.

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Auglýsing

Kol­brún Bald­urs­dóttir sál­fræð­ingur seg­ist hafa lært mjög margt á þeim fjórum árum sem hún hefur setið í borg­ar­stjórn fyrir hönd Flokks fólks­ins. Í við­tali í þætt­inum Með orðum odd­vit­anna, hlað­varps­þætti Kjarn­ans, er henni tíð­rætt um þau „mann­skemm­andi“ vinnu­brögð og menn­ingu sem ríki í borg­arpóli­tík­inni sem hafi oft orðið til þess að hana langar ýmist að gráta eða öskra. Til­lögum hennar og ann­arra í minni­hlut­anum hefur í tuga­tali verið vísað frá án frek­ari umræðu „eins og hverri annarri drullugri tusku“. Kom­ist Kol­brún inn í borg­ar­stjórn og í meiri­hluta vill hún breyta þessu.

„Þú leggur dag við nótt ef þú ætlar virki­lega að láta rödd þína heyrast,“ segir hún um þau tól sem full­trúar minni­hlut­ans nota sem fel­ast m.a. í bók­un­um, til­lögum og fyr­ir­spurn­um. „Ég ákvað það þegar ég upp­götv­aði að ég væri ekki mann­eskjan sem væri með í ákvarð­ana­tök­unni að nota þetta eins vel og ég gæt­i.“

Hún segir að Flokki fólks­ins langi nú að kom­ast á þann stað að geta komið ein­hverju til leið­ar. „Draum­ur­inn er að geta myndað meiri­hluta með fólki sem hefur áhuga á okkar mál­um, sem er að setja fólkið í fyrsta sæti og sjá til þess að allir geti átt mann­sæm­andi líf í borg­inn­i.“

Auglýsing

Meðal áherslu­mála sé aðbún­aður barna, eldra fólks, fatl­aðra og öryrkja. Henni er skemmt að heyra for­ystu­menn flokka í núver­andi meiri­hluta veifa gjald­frjálsum leik­skóla framan í kjós­endur og seg­ist ekki trúa öðru en að fólk sjái í gegnum slíkt. „Flokkur fólks­ins er ekki flokkur sem ætlar að koma sér á fram­færi með ofur­lof­orð­um, brjál­æð­is­legum töfra­lausn­um.“

Börn sem búa við fátækt séu þau sem eigi að ein­beita sér að. Um sé að ræða nokkur þús­und börn í Reykja­vík. „Fyrir þennan hóp verður bara að vera frítt vegna þess að for­eldr­arnir eiga ekki krónu með gati til að gera neitt [þegar leigu og öðrum útgjöldum slepp­ir].“ Ekki eigi að „kreista hverja krónu“ út úr þeim sem minnst hafa á milli hand­anna.

Kol­brún vill að lögð verði áhersla á að eyða biðlistum barna sem bíða eftir þjón­ustu á borð við sál­fræði- og tal­meina­að­stoð. Þá vill hún fleiri sér­skóla eins og Kletta­skóla þar sem skóli án aðgrein­ing­ar, sem sé fal­leg hug­mynd á blaði, virki ekki fyrir alla.

Hvað varðar hús­næð­is­málin segir hún þétt­ingu byggðar góða og gilda en að fleira þurfi að koma til. Byggja þurfi meira í úthverf­unum og í fram­tíð­inni ný hverfi. Ekki sé svo nóg að byggja, fólk verði að hafa efni á að kaupa sér íbúðir eða leigja.

Fólk fái að nota þann sam­göngu­máta sem því henti

Borg­ar­línan er ekki sér­stakt bar­áttu­mál Flokks fólks­ins en fólk þurfi að geta kom­ist á milli staða „taf­ar­laust“ með þeim leiðum sem það kýs. Núver­andi meiri­hluti vilji koma bílum af göt­unum en „við viljum að fólk fái að nota sinn bíl ef það kýs og þarf“. Efla þurfi svo almenn­ings­sam­göngur sam­tímis enda séu mörg ár í það að borg­ar­lína verði að veru­leika.

„Ef þú ætlar að eyða biðlistum barna þá kostar það. Það kostar að fjölga fag­fólki. Ef þú ætlar að sjá til þess að allir eigi þak yfir höf­uðið þá kostar það,“ segir Kol­brún. Pen­ing­ana megi fá með því að breyta for­gangs­röð­un. Segir hún í „raun áfall“ að sjá hvernig farið hafi verið með fjár­magn í átaki í borg­inni sem miði að staf­rænni umbreyt­ingu. Á þremur árum hafi verið varið þrettán millj­örðum í verk­efni sem þeirri veg­ferð tengj­ast sem hún segir að mörg hver hefðu mátt bíða. „Þetta er svo brjál­æð­is­leg upp­hæð.“ Til sam­an­burðar hafi borgin hingað til sett 1,7 millj­arð í borg­ar­línu­verk­efn­ið.

Gengið verður til kosn­inga í Reykja­vík líkt og öðrum sveit­ar­fé­lögum lands­ins þann 14. maí. „Nú er spurn­ing­in, er fólk ánægt með mig og okkur í Flokki fólks­ins í borg­inn­i,“ spyr Kol­brún. „Nógu ánægt til að finna að þetta sé fólk sem það vill kjósa aft­ur?”

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni hér fyrir neð­an:

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent