Hyggst opna nýja greiðslumiðlun á næsta ári

Ingi Rafn Sigurðsson, stofnandi Karolina Fund, stefnir að því að setja íslensku greiðslumiðlunina Alein Pay á markað á næsta ári. Núna leitar hann að rekstraraðilum til að taka þátt í þróun verkefnisins.

Ingi Rafn Sigurðsson, stofnandi Alein Pay.
Ingi Rafn Sigurðsson, stofnandi Alein Pay.
Auglýsing

Nýtt íslenskt greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæki, Alein Pay, verður sett á markað fyrir almenna notkun á næsta ári. Þetta segir Ingi Rafn Sig­urðs­son, stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins í sam­tali við Kjarn­ann. Sam­kvæmt Inga mun fyr­ir­tækið bjóða upp á sjálf­virkar greiðslur sem geta ein­faldað bók­hald og minnkað áhættu í rekstri, en hann segir að íslensk fyr­ir­tæki sem séu til í að taka þátt í þróun verk­efn­is­ins geti nú prófað greiðslu­miðl­un­ina.

Emb­ætt­is­menn með áhyggjur af erlendu eign­ar­haldi

Líkt og Morg­un­blaðið greindi frá í síð­ustu viku hafa emb­ætt­is­menn innan Seðla­banka Íslands, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins og for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins viðrað áhyggjur sínar af mik­illi sam­þjöppun á sviði greiðslu­miðl­unar og sölu Arion banka og Íslands­banka á slíkum fyr­ir­tækjum til erlendra aðila.

Sam­kvæmt blað­inu hefur þjóðar­ör­ygg­is­ráð fundað fjórum sinnum um stöð­una og til hvaða aðgerða sé rétt að grípa. Gunnar Jak­obs­son, vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­bank­ans, sagði í við­tali við blaðið að bank­inn ynni að upp­bygg­ingu inn­lendrar og óháðrar smá­greiðslu­lausnar fyrir íslensk fyr­ir­tæki.

Auglýsing

Færslur til birgja og leigu­sala í raun­tíma

Ingi, sem er einnig stofn­andi hóp­fjár­mögn­un­ar­síð­unnar Karol­ina Fund, segir Alein Pay bjóða upp á að hluti hverrar greiðslu sem á sér stað hjá rekstr­ar­að­ilum fari sjálf­virkt til birgja eða leigu­sala í raun­tíma, í stað þess að þær séu greiddar mán­að­ar­lega. Með þessu segir Ingi að þrösk­uld­ur­inn fyrir því að reka fyr­ir­tæki lækki, þar sem minni hætta sé á að kröfu­hafar þeirra fái ekki greitt.

Sam­kvæmt Inga verða greiðslu­posar einnig óþarfir í nýja kerf­inu, þar sem hægt verði að hlaða því niður í sím­an­um. Kvitt­anir geta svo verið sendar til greið­enda í gegnum tölvu­póst.

Þróun verk­efn­is­ins hefur staðið yfir síð­ustu miss­erin með stuðn­ingi frá Rannís. „Við setjum Alein á markað fyrir almenna notkun á næsta ári,“ segir Ingi Rafn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent