Drífa: „Holur hljómur“ hjá forstjóra Play

Forseti ASÍ segir að með framgöngu Play hafi fyrirtækið boðað til erfiðra átaka á vinnumarkaði til lengri tíma því baráttunni gegn undirboðum og sniðgöngu stéttarfélaga sé hvergi nærri lokið.

Drífa Snædal og Birgir Jónsson
Drífa Snædal og Birgir Jónsson
Auglýsing

„Það er holur hljómur í for­stjóra fyr­ir­tækis sem biðst vægðar þegar fram­ganga þess lit­ast öll af átaka­sækni við vinn­andi fólk og raun­veru­leg sam­tök þeirra.“

Þetta segir Drífa Snæ­dal for­seti ASÍ í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag.

Vísar hún í frétt Vísis þar sem Birgir Jóns­son for­stjóri Play segir að verk­­föll hjá flug­­um­­ferð­ar­­­stjórum séu það síð­asta sem ferða­­þjón­usta og flug­­­iðn­aður lands­ins þurfi á að halda. Fé­lag ís­­lenskra flug­­um­­ferð­ar­­­stjóra (FÍF) á­kveður í dag hvort ráð­ist verði í verk­­falls­að­­gerðir á þriðju­dag­inn í næstu viku og skoða hvort kjósa eigi um frek­ari verk­­falls­að­­gerðir á næst­unni.

Auglýsing

Í frétt­inni kemur fram að fé­lagið muni funda með Isa­via hjá rík­is­­sátta­­semj­ara í dag. Búist sé við að sá fundur geti staðið langt fram á kvöld en FÍF hafi til klukkan fimm í nótt til að boða verk­­fall­ið. Deilan strandi á vinn­u­­tíma flug­­um­­ferð­ar­­­stjóra.

„Ég held að við verðum að hafa traust á þessum aðilum að lenda mál­inu því þetta er nátt­úru­­lega það síð­asta sem ferða­­þjón­ustan og flug­­­iðn­að­ur­inn og í raun og veru bara landið þarf í þessu COVID-á­standi að það fari að bæt­ast verk­­föll ofan í kaup­ið,“ segir Birgir í sam­tali við Vísi.

Með „þess­ari fram­göngu“ sé Play að boða til erf­iðra átaka

Drífa segir í stöðu­upp­færsl­unni að verk­föll séu neyð­ar­úr­ræði og aldrei ákjós­an­leg fyrir neinn. „En í til­efni orða Birgis þá er ágætt að hafa það í huga að Play sneiddi hjá raun­veru­legu stétt­ar­fé­lagi, gerði svo­kall­aða kjara­samn­inga um störf flug­liða við félag sem var ekki með neina flug­liða inn­an­borðs. Alger­lega óboð­lega kjara­samn­inga og neita svo að tala við raun­veru­legt stétt­ar­fé­lag flug­liða.“

Hún segir jafn­framt að með þess­ari fram­göngu sé Play að boða til erf­iðra átaka á vinnu­mark­aði til lengri tíma því bar­átt­unni gegn und­ir­boðum og snið­göngu stétt­ar­fé­laga sé hvergi nærri lok­ið. „Þessi fram­ganga á fyrstu skrefum flug­fé­lags mun lita öll sam­skipti sam­taka vinn­andi fólks við þetta fyr­ir­tæki og þau sam­tök sem tala fyrir hönd þess,“ skrifar hún.

Verk­föll eru neyð­ar­úr­ræði og aldrei ákjós­an­leg fyrir neinn. En í til­efni orða Birgis þá er ágætt að hafa það í huga að...

Posted by Drífa Snæ­dal on Monday, Aug­ust 23, 2021

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent