Í Svíþjóð mega gul hús bara vera í einum gulum lit og hana nú!

gulthus.skanninge2.jpeg
Auglýsing

Stundum koma upp mál sem fá okkur til að hugsa um þjóð­arsál­ina – svona að því gefnu að eitt­hvað sé til sem heiti þjóð­ar­sál. Við heyrum fréttir og fáum stað­fest að Bretar drekki bara te á milli þess sem þeir horfi á fót­bolta, Danir skoli smör­rebröd niður með einum köldum og að Þjóð­verjar hafi neitað að vera á þessum lista því umsókn var ekki skilað í þrí­riti. Og svo eru það Sví­arn­ir.

Stundum verðum við Íslend­ingar pirraðir á því að útlend­ingar spyrji okkur hvort við þekkjum Björk og trúum á álfa. Ætli Svíum líði ekki eins þegar sagt er að þeir séu hávaxnir og ljós­hærðir og hafi skráðar og óskráðar reglur um allt. Síð­ustu viku hafa Svíar einmitt velt því fyrir sér hvort þjóð­fé­lagið hafi gengið of langt þegar kemur að regl­um. Að þessu sinni er ekki spurt hvenær maður drepi mann – heldur hvenær gult hús sé gult.

Ekki hættu­laust að mála hús



Bær­inn Mjölby liggur nokkurn veg­inn miðja vegu milli Linköp­ing og Jönk­öp­ing í Gaut­landi eystra. Á íslensku mætti kalla hann Myllubæ enda nafnið dregið af gömlu sænsku orði yfir myll­ur. Íbú­arnir eru um tólf þús­und í þessu frekar frið­sama bæj­ar­fé­lagi við Svart­ána, en flestir Svíar þekkja hann eflaust bara vegna lest­ar­stöðv­ar­innar sem tengir saman fjöl­farnar leið­ir, meðal ann­ars milli Stokk­hólms og Gauta­borg­ar. Í raun er ekki margt um Myllubæ að segja. List­inn yfir þekkta Myllu­bæ­inga er stuttur og ekki hafa íþróttaliðin gert neinar rós­ir. Þó ber að nefna að bæj­ar­kirkjan þykir nokkuð snotur en við hana má meðal ann­ars finna klaust­ur­rústir frá tólftu öld. Og hér hefst kannski loks­ins hin eig­in­lega saga.

Nú skal tekið fram að húsin í kring eru hvorki gul né græn og lík­lega er hægt að halda því fram að það breyti heild­ar­mynd hverfisins.

Auglýsing

Fyrir nokkru síðan ákvað mynd­list­ar­mað­ur­inn Bernth Uhno að flytja í Myllu­bæ. Hann keypti hús sem hafði staðið autt frá árinu 1981 og gerði það upp. Nú skal tekið fram að í Sví­þjóð leggur fólk mikið upp úr því að hús séu fal­lega mál­uð. Stundum eru heilu hverfin í sama lit en oft­ast er blandað saman gul­um, græn­um, rauðum og jafn­vel bleikum hús­um.

Fátt gefur líf­inu jafn mik­inn lit og vel máluð hús. Bæj­ar­yf­ir­völdum í Myllubæ fannst húsið hans Bernth hins vegar aðeins of mikið af því góða. Mynd­list­ar­mað­ur­inn ákvað nefni­lega að beita kunn­áttu sinni til að ná fram lit­brigðum á hús­inu, veggirnir eru því eilítið ljós­gul­ari neðst en renna út í app­el­sínugult eftir því sem ofar dreg­ur. Nú skal tekið fram að húsin í kring eru hvorki gul né græn og lík­lega er hægt að halda því fram að það breyti heild­ar­mynd hverf­is­ins. En rökin sem stjórn­mála­menn­irnir not­uðu þykja heldur hlægi­leg.

Listamaðurinn Bernth Uhno og umdeilda gula húsið hans í Myllubæ. Lista­mað­ur­inn Bernth Uhno og umdeilda gula húsið hans í Myllu­bæ.

Svona lita­sam­setn­ing er ekki sænsk



And­ers Steen er bæj­ar­full­trúi fyrir Mið­flokk­inn og for­maður í bygg­ing­ar­nefnd bæj­ar­ins. Hann sendi Bernth bréf þar sem þess var kraf­ist að húsið yrði málað upp á nýtt. Í við­tölum við fjöl­miðla var hann spurður hvers vegna þessi ákvörðun hafði verið tekin og svarið vakti óneit­an­lega athygli. „Svona lita­sam­setn­ing er ekki sænsk“, sagði hann í við­tali við sænska rík­is­sjón­varp­ið. Þegar hann var beð­inn um að útskýra nánar hvað hann ætti við sagði hann að í Sví­þjóð héldi fólk sig við einn lit. Það væri nefni­lega þannig, sagði Steen, að sænski guli lit­ur­inn væri ein­fald­lega sami guli litur yfir allan flöt­inn.

­Sam­tök hús­eig­enda í Sví­þjóð mót­mæla ákvörð­un­inni harð­lega og telja að í fyrsta lagi sé sektin allt of há og að í öðru lagi hafi bæj­ar­yf­ir­völd tekið sér allt of mikil völd.

Þrátt fyrir nót­mæli heldur bæj­ar­stjórnin sig við fyrri ákvörðun og krefst þess að Bernth máli húsið aft­ur. Hann hefur fram á haustið til að bregð­ast við en frá og með sept­em­ber þarf hann að borga sekt ef húsið er enn í sama lit. Já, eða öllu heldur – ekki í einum lit. Sektin er engin smá­upp­hæð eða 22.500 sænskar á mán­uði sem eru um 350 þús­und íslensk­ar. Sam­tök hús­eig­enda í Sví­þjóð mót­mæla ákvörð­un­inni harð­lega og telja að í fyrsta lagi sé sektin allt of há og að í öðru lagi hafi bæj­ar­yf­ir­völd tekið sér allt of mikil völd.

Almenn­ingur virðist styðja Bernth



Frá því á mánu­dag þegar SVT birti fyrstu frétt­ina um málið hefur stuðn­ingur við Bernth vaxið dag frá degi. Ríf­lega tíu þús­und hafa líkað við stuðn­ings­síðu á Face­book og tæp­lega 5000 hafa skrifað undir áskorun til bæj­ar­yf­ir­valda. Þá var fyrstu frétt SVT um málið deilt tæp­lega 40 þús­und sinnum á Face­book. Í kjöl­farið hafa bæj­ar­yf­ir­völd reyndar breytt rök­stuðn­ingi sínum og halda því nú fram að gula húsið hafi nei­kvæð áhrif á menn­ing­arminjar í bæn­um. Standi maður við klaust­ur­rúst­irnar umræddu frá 12. öld sé guli lit­ur­inn á hús­inu nefni­lega allt of áber­andi. En eins og frétta­kona SVT benti á í þess­ari frétt er nóg að snúa sér í hina átt­ina við rúst­irnar til að sjá bens­ín­stöð í gulum lit og því ekki kýr­skýrt hvað það er við hús Bernths sem truflar svo mik­ið.

Þetta er reyndar langt í frá fyrsta mál sinnar teg­undar í Sví­þjóð. Dæmi eru um blá, fjólu­blá, gul og bleik hús sem stjórn­mála­menn og bygg­ing­ar­full­trúar gera athuga­semdir við. Og við­brögðin eru nán­ast alltaf þau sömu – nefni­lega hvort þetta fólk hafi ekk­ert betra við tím­ann að gera.

Þegar þetta er ritað er alls óvíst hvernig sög­unni lýk­ur. Hvort Bernth láti undan og end­ur­máli hús­ið, eða hvort stuðn­ingur almenn­ings fái bæj­ar­yf­ir­völd til að skipta um skoð­un. Leið­ara­höf­undur Afton­bla­det bendir á að besta leiðin til að leysa málið sé að muna eftir því í næstu kosn­ing­um. Þangað til hlæjum við hin að ljós­hærðu og hávöxnu Sví­unum sem hafa skráðar og óskráðar reglur um allt. Það er nefni­lega alveg ótrú­legt hvað Svíar eru dug­legir að fara eftir reglum – nema auð­vitað þegar þeir gera það ekki.

Hér má sjá hvernig hægt væri að leysa málið með því að mála húsið í erkisænskum litum. Hér má sjá hvernig hægt væri að leysa málið með því að mála húsið í erkisænskum lit­u­m.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None