Samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) eru mestar líkur á að finna konu í stjórnunarstöðu á Jamaíka, en tæp sextíu prósent stjórnenda á eyjunni í Karíbahafinu eru konur. Skýrslan ber heitið Women in Business and Management: Gaining Momentum.
Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar, sem byggir á upplýsingum allt til ársins 2012, situr Kólumbía í öðru sæti listans, en þar í landi eru 53 prósent stjórnenda konur. Í þriðja sætinu situr annað eyríki, Saint Lucia, þar sem rösk 52 prósent stjórnenda eru kvenkyns.
Bandaríkin eru í fimmtánda sæti, þar sem hlutfall kvennstjórnenda er 43 prósent, og Ísland situr í 22. sæti listans með 39,9 prósent. Úkraína er með sama hlutfall kvennstjórnenda og Ísland en á meðal þeirra lands sem eiga sæti ofar á listanum eru Fillipseyjar, Panama, Lettland, Úrúgvæ, Mongólía og Hvíta-Rússland.
Samkvæmt úttekt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar gegna 38,2 prósent kvenna í stjórnunarstöðum, starfi yfir- eða millistjórnenda. Ísland situr þar í níunda sæti, en á toppi listans trónir Dóminíska lýðveldið, þar sem 55,8 prósent kvenna í stjórnunarstöðum eru yfir- eða millistjórnendur.