Ilmandi bækur fyrir jólin

Rithöfundar og ýmsir sem koma að bókaútgáfu koma fyrir í hlaðvarpsþáttunum Bókahúsið sem Sverrir Norland stýrir. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er til viðtals í nýjasta þættinum og ræðir um bók sína Ilmreyr.

Manneskja að lesa
Auglýsing

Það kennir ýmissa grasa í hlað­varps­þætt­inum Bóka­hús­inu sem Sverrir Nor­land stýr­ir. Í níunda þætti er rætt við Ólínu Kjer­úlf Þor­varð­ar­dóttur sem gaf á dög­unum út hina hug­ljúfu minn­inga­sögu Ilm­reyr.

Bókin Ilm­reyr er kveðja frá dóttur til móður en um leið óður til for­mæðra og -feðra sem háðu lífs­bar­áttu vestur á fjörð­um.

Hólm­fríður Matth­í­as­dótt­ir, oft kölluð Úa, er einnig til við­tals en hún er útgáfu­stjóri For­lags­ins og hugar vakin og sofin að því að ilm­andi nýjar bækur rati til lands­manna.

Auglýsing
Gunnar Theodór Eggertsson

Gunnar Theó­dór Egg­erts­son sem skrifað hefur fyrsta bindið í Furðu­fjalli, skemmti­legri ævin­týra­sögu fyrir krakka, ræðir um barna­bók­menntir í þætt­in­um, en bók hans nefn­ist Norna­seið­ur. Gunnar hlaut Íslensku barna­bóka­verð­launin 2008 fyrir fyrstu barna­bók sína, Stein­dýr­in, og var til­nefndur til Íslensku bók­mennta­verð­laun­anna árið 2015 fyrir Drauga-­Dísu.

Bóka­húsið er hlað­varp For­lags­ins og þætt­ina má nálg­ast á öllum helstu hlað­varpsveit­um.

Í Bóka­hús­inu er rætt við höf­unda en einnig aðra sem með ein­hverjum hætti koma að bóka­út­gáfu. Þætt­irnir hófu göngu sína nú í haust og hefur þátta­stjórn­andi farið um víðan völl í heimi bók­mennta og bóka­út­gáfu.

Á dög­unum var rætt við Þor­grím Þrá­ins­son sem miðlar sinni hvetj­andi og jákvæðu lífs­speki í bók­inni Verum ást­fangin af líf­inu og sendir einnig frá sér ung­menna­bók­ina Tung­lið, tunglið taktu mig nú í haust.

Auglýsing

Þórarinn og Sigrún Eldjárn.

Þá hefur Sverrir einnig rætt við systk­inin Sig­rúnu Eld­járn og Þór­arin Eld­járn en þau sendu frá sér mynd­skreytta ljóða­bók, Rím og Roms fyrr á árinu, auk þess Sig­rún á svo barna­bók­ina Rauð við­vörun í jóla­bóka­flóð­inu og Þór­ar­inn smá­sagna­safnið Umfjöll­un. Þátt­inn með við­tali við systk­inin Eld­járn og Þor­grím Þrá­ins­osn má finna hér að neð­an.

Allir þættir Bóka­húss­ins eru aðgengi­legir á vef For­lags­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiHlaðvarp