Ilmandi bækur fyrir jólin

Rithöfundar og ýmsir sem koma að bókaútgáfu koma fyrir í hlaðvarpsþáttunum Bókahúsið sem Sverrir Norland stýrir. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er til viðtals í nýjasta þættinum og ræðir um bók sína Ilmreyr.

Manneskja að lesa
Auglýsing

Það kennir ýmissa grasa í hlað­varps­þætt­inum Bóka­hús­inu sem Sverrir Nor­land stýr­ir. Í níunda þætti er rætt við Ólínu Kjer­úlf Þor­varð­ar­dóttur sem gaf á dög­unum út hina hug­ljúfu minn­inga­sögu Ilm­reyr.

Bókin Ilm­reyr er kveðja frá dóttur til móður en um leið óður til for­mæðra og -feðra sem háðu lífs­bar­áttu vestur á fjörð­um.

Hólm­fríður Matth­í­as­dótt­ir, oft kölluð Úa, er einnig til við­tals en hún er útgáfu­stjóri For­lags­ins og hugar vakin og sofin að því að ilm­andi nýjar bækur rati til lands­manna.

Auglýsing
Gunnar Theodór Eggertsson

Gunnar Theó­dór Egg­erts­son sem skrifað hefur fyrsta bindið í Furðu­fjalli, skemmti­legri ævin­týra­sögu fyrir krakka, ræðir um barna­bók­menntir í þætt­in­um, en bók hans nefn­ist Norna­seið­ur. Gunnar hlaut Íslensku barna­bóka­verð­launin 2008 fyrir fyrstu barna­bók sína, Stein­dýr­in, og var til­nefndur til Íslensku bók­mennta­verð­laun­anna árið 2015 fyrir Drauga-­Dísu.

Bóka­húsið er hlað­varp For­lags­ins og þætt­ina má nálg­ast á öllum helstu hlað­varpsveit­um.

Í Bóka­hús­inu er rætt við höf­unda en einnig aðra sem með ein­hverjum hætti koma að bóka­út­gáfu. Þætt­irnir hófu göngu sína nú í haust og hefur þátta­stjórn­andi farið um víðan völl í heimi bók­mennta og bóka­út­gáfu.

Á dög­unum var rætt við Þor­grím Þrá­ins­son sem miðlar sinni hvetj­andi og jákvæðu lífs­speki í bók­inni Verum ást­fangin af líf­inu og sendir einnig frá sér ung­menna­bók­ina Tung­lið, tunglið taktu mig nú í haust.

Auglýsing

Þórarinn og Sigrún Eldjárn.

Þá hefur Sverrir einnig rætt við systk­inin Sig­rúnu Eld­járn og Þór­arin Eld­járn en þau sendu frá sér mynd­skreytta ljóða­bók, Rím og Roms fyrr á árinu, auk þess Sig­rún á svo barna­bók­ina Rauð við­vörun í jóla­bóka­flóð­inu og Þór­ar­inn smá­sagna­safnið Umfjöll­un. Þátt­inn með við­tali við systk­inin Eld­járn og Þor­grím Þrá­ins­osn má finna hér að neð­an.

Allir þættir Bóka­húss­ins eru aðgengi­legir á vef For­lags­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maria Witteman og kollegar að störfum í skógum Rúanda.
Regnskógar gætu illa ráðið við loftslagsbreytingar
Það getur verið heitt og rakt í regnskógunum en þeir þola þó ekki langvarandi hátt hitastig og þurrka. Þannig gætu loftslagsbreytingar haft áhrif á hina náttúrulegu kolefnisbindingu þeirra.
Kjarninn 1. október 2022
Jina Amini, 22 ára Kúrdi, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar í síðasta mánuði. Mótmæli hafa staðið yfir í Íran, og víðar, frá því að hún lést.
Kona, líf, frelsi
Mannréttindasamtök segja að minnsta kosti 83 látna í mótmælum í Íran. Yfirvöld segja töluna mun lægri, 41 í mesta lagi. Þingmaður Pírata hvetur fólk til að segja nafn konunnar sem kom mómæltunum af stað: Jina Amini.
Kjarninn 1. október 2022
Tækninni á sviði snjallgreiðslna fleygir fram og Íslendingar hafa tileinkað sér það hratt að nota síma og önnur snjalltæki til þess að greiða fyrir verslun og þjónustu.
Plastkort enn mest notaða greiðslulausnin en snjallgreiðslur sækja á
Í hópi þess þorra fólks sem greiðir fyrir vörur eða þjónustu einu sinni í viku að lágmarki eru nú hátt í fjörutíu prósent byrjuð að nota snjalltæki af einhverju tagi til þess að inna greiðslur að hendi, að jafnaði. Vægi reiðufjár minnkar sífellt.
Kjarninn 1. október 2022
Sjö molar um efnahags- og stjórnmálastorm í Bretlandi
Er Bretar leyfðu sér loks að líta upp úr langdreginni erfidrykkju Elísabetar drottningar tók ekki skárra við. Ný ríkisstjórn Liz Truss virðist búin að skapa sér djúpa efnahagslega og pólitíska krísu, ofan á orkukrísuna.
Kjarninn 1. október 2022
Líffræðileg fjölbreytni er grunnþáttur í viðhaldi vistkerfa í sjó, á landi, í vatni og lofti.
Landeigendur fái meiri hvata til endurheimtar vistkerfa
Loftslagsbreytingar, mengun, ágengar tegundir, eyðing búsvæða og bein nýting mannsins eru helstu áskoranir varðandi hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Neysla er t.d. drifkraftur framleiðslu sem oft leiðir til ósjálfbærrar nýtingar auðlinda.
Kjarninn 1. október 2022
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiHlaðvarp