Inga: „Þó að einhver hafi það verra einhvers staðar annars staðar þá bætir það ekki stöðu þeirra sem eru fátækir“

„Hvers vegna hjálpum við þeim ekki?“ spurði formaður Flokks fólksins í sérstökum umræðum á þingi um fátækt á Íslandi. Fjármálaráðherra var til andsvara og sagði ríkisstjórn hafa gert mikið til að bæta hag þeirra sem hafa lægstu tekjurnar.

Inga Sæland var málshefjandi í sérstökum umræðum á fátækt á Alþingi í dag. Til andsvara var Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, en þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tóku þátt í umræðum.
Inga Sæland var málshefjandi í sérstökum umræðum á fátækt á Alþingi í dag. Til andsvara var Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, en þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tóku þátt í umræðum.
Auglýsing

Það er ekki nóg að bjarga fyr­ir­tækjum þegar kreppir að heldur verður einnig að bjarga ein­stak­lingum og þá sér­stak­lega þeim ein­stak­lingum sem ekki geta unnið fyrir sér að mati Ingu Sæland for­manns Flokks fólks­ins. Þetta sagði Inga í sér­stökum umræðum um fátækt á Íslandi í þing­inu í dag en Inga var máls­hefj­andi.

Inga sagði að fyrsta sér­staka umræða hennar á Alþingi hefði farið fram í des­em­ber 2017 um sama mál. Hana lang­aði til að athuga hvað hefði áunn­ist á þeim tíma sem liðin er frá fyrri umræðum og til að spyrja hvernig stjórn­völd hefðu brugð­ist við fátækt á þessu tíma­bili.

Inga sagði ekki ætla að gera lítið úr því að hér á landi hafi fólk það betra en víð­ast hvar ann­ars stað­ar. Hana grun­aði að í and­svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála­ráð­herra, myndi hann benda á hve fáir búi við fátækt hér á landi. „Þess vegna langar mig að vita það, fyrst það eru svona fáir: Af hverju hjálpum við þeim ekki? Af hverju tökum við ekki utan um fátækt fólk og skömm­umst okkar fyrir það að vera búnir að reisa slíka ramm­gerða fátækt­ar­gildru um þús­undir ein­stak­linga? Þeir eiga sér ekki mögu­leika á því að ná endum sam­an. Það er okkar er í okkar valdi að hjálpa þessum ein­stak­ling­um.“

Auglýsing

Bjarni sakn­aði til­lagna um aðgerðir í ræðu Ingu

Bjarni Bene­dikts­son var til and­svara í umræð­un­um. Hann sagði mál­efnið mik­il­vægt á þessum tímum eins og alltaf. „Við getum sagt að lífs­kjör Íslend­inga og mál­efni þeirra sem standa höllum fæti eru aldrei of oft rædd hér í þing­inu. Það sem ég hef viljað gera í þeirri umræðu er að beina sjónum að aðgerðum sem geta skipt máli. Hvað er það sem við getum gert sér­stak­lega og ég verð að segja alveg eins og er ég saknað þess í fram­sögu hátt­virts þing­manns sem hér hefur umræð­una, hátt­virts þing­manns, Ingu Sæland, að það sé ekki bent á fleiri atriði sem geta skipt máli,“ sagði Bjarni.

Hann sagði tekju­skatts­breyt­ingar hafa skilað 120 þús­und króna aukn­ingu á ráð­stöf­un­ar­tekjum þeirra tekju­lægstu auk þess sem skerð­ing­ar­mörk barna­bóta hefðu verið hækkuð sem og breyt­ingar á örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri sem varð til þess að tekjur juk­ust um átta þús­und á mán­uði fyrir þá allra tekju­lægstu. „Ég veit þetta ekki háar tölur þegar maður horfir á ein­staka liði en þetta leggst saman og fer að skipta veru­legu máli, ekki bara í mán­uð­inum heldur á árs­grund­velli,“ sagði Bjarni um þær aðgerðir sem ráð­ist hefur verið í.

„Við höfum verið í ein­hverjum umfangs­mestu efna­hags­að­gerðum sög­unn­ar, varið hund­ruðum millj­arða þegar allt er saman tekið í þeim til­gangi hund­ruðum millj­arða og eru með þrjú hund­ruð millj­arða halla á þessu ári, svo dæmi sé tek­ið, og þar eru sjálf­virku sveiflu­jafn­arar veru­lega sterkir og þetta fer eitt­hvað í taug­arnar á sumum hér í þingsal,“ sagði Bjarni undir frammíköllum þing­manna. 

Inga setj­ist í stól Bjarna í tvo mán­uði

Þing­menn stjórn­ar- og stjórn­ar­and­stöðu tóku þátt í umræðum og tóku undir það sjón­ar­mið að mik­il­vægt væri að útrýma fátækt, þá sér­stak­lega með til­liti til barna sem lifa við fátækt. Undir lok umræð­unnar tók máls­hefj­andi, Inga Sæland, til máls öðru sinni. Að hennar mati væri ein lausn við vand­anum sú að hún hrein­lega tæki við emb­ætti Bjarna til skamms tíma. „Fyrir það fyrsta skal leysa hana af í tvo mán­uði og ég mundi alveg sko sann­ar­lega stokka þetta kerfi heldur betur upp.“

Þá spurði hún hvers vegna ekki væri búið að afnema per­sónu­af­slátt til hátekju­fólks, líkt og hennar sjálfrar og Bjarna, og færa það fjár­magn niður til þeirra sem bág­ast hafa það. Hún sagði það ekki nóg að tala um tekjur þessa fólks fyrir skatt, heldur þyrfti að tala um ráð­stöf­un­ar­tekjur þeirra sem minnstar tekj­urnar hafa. 

Að end­ingu sagði Inga að verri fátækt ann­ars staðar ekki rétt­læta fátækt hér á landi, „Eitt er alveg víst að þó að ein­hver hafi það verra ein­hvers staðar ann­ars staðar þá bætir það ekki stöðu þeirra sem eru fátækir og fastir í fátækt­ar­gildru á okkar landi í dag og ég segi bara: verði þeim að góðu sem ætlar að reyna að telja fátæku fólki trú um það þegar það á ekki fyrir salti í graut­inn að það sé ekki fátækt.“

Setti út á borg­ara­laun og inn­göngu í ESB

„Við erum að tala um alvöru mál­efni og við verðum líka að tala af alvöru um gögn og stað­reyndir sem við höfum í hönd­unum um það hvað er í raun að ger­ast á Íslandi í dag. Heilt yfir er fátækt á Íslandi lítil í alþjóð­legum sam­an­burði. Okkur hefur tek­ist vel að bæta stöðu þess hóps sem við erum sér­stak­lega að tala um. Lág­tekju­hóp­arnir á Íslandi hafa séð kjara­bætur kjara­bætur á und­an­förnum árum. Það er engum blöðum um það að fletta. Við erum með minnstan ójöfnuð í Evr­ópu við erum með lægsta lág­tekju­hlut­fall sömu­leið­is,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son þegar hann tók til máls öðru sinni, síð­astur ræðu­manna dag­skrár­lið­ar­ins.

Hann sagði að vel hefði tek­ist til hjá rík­is­stjórn­inni við við að bæta hag þess hóps sem væri til umræðu og gaf lítið fyrir sumar þeirra hug­mynda sem ræddar höfðu verið undir dag­skrár­liðn­um. „Mig langar að koma aðeins inn á hug­mynda­fræð­ina sem mætir mér hér í þing­sal í dag. Píratar tala um það að maður skilji ekki stöðu þessa fólks þrátt fyrir allan árang­ur­inn sem við höfum verið að sýna, þrátt fyrir að við höfum með skatta­lækk­unum og styrk­ingu bóta­kerf­anna og fjár­mögnun slíkra styrk­inga sýnt fram á það að við getum bætt stöðu þess­ara hópa. Ég beið bara eftir því að það kæmi hér ræða frá tals­manni Pírata í umræð­unni um að það væri auð­vitað þeirra fram­tíð­ar­sýn, eins og við þekkjum úr sög­unni, að hér gengju fjöru­tíu til fimm­tíu þús­und manns um á borg­ara­launum og gerðu ekki neitt og og mundu bara að vera vel settir af því,“ sagði Bjarni.

„Við­reisn kemur í raun og veru bara með eitt mál hér inn á borðið og það kemur svo sem ekk­ert á óvart, það er Evr­ópu­sam­band­ið. Evr­ópu­sam­bandið myndi leysa þetta mál. Þó er það þannig í Evr­ópu­sam­band­inu að neyslan hrundi miklu meira heldur en á Ísland­i,“ bætti Bjarni við í yfir­ferð sinni yfir ræður ann­arra þing­manna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent