Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu

Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Það er ekki til neinnar sér­stakrar skoð­unar að lengja tím­ann á milli fyrstu og ann­arrar sprautu hjá Pfizer og Moderna,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Tólf vikur eru látnar líða hér á landi á milli fyrstu og ann­arrar sprautu af bólu­efni Astr­aZeneca en aðeins þrjár vikur í til­felli Pfizer og Moderna.

Í Bret­landi hafa yfir 32 millj­ónir fengið fyrri spraut­una og um sjö millj­ónir þær báðar og eru því full­bólu­sett­ar. Þar í landi er stefnt að því að í lok mán­aðar verði allir fimm­tíu ára og eldri búnir að fá fyrri skammt­inn og í lok júlí verði allir full­orðnir í þeirri stöðu. Snemma í jan­úar tóku stjórn­völd þá ákvörðun að hraða bólu­setn­ingu sem mest og gefa sem flestum fyrri spraut­una af bólu­efni Pfizer og seinna Astr­aZeneca sem fengið hafa mark­aðs­leyfi þar í landi. Allt að tólf vikur eru látnar líða á milli fyrri og seinni sprauta sem er mun lengri tími en í fyrstu var ráð­lagt af Pfizer miðað við nið­ur­stöður klínískra rann­sókna.

Þessi stefnu­breyt­ing varð til þess að nær hvergi í heim­inum hafa hlut­falls­lega fleiri verið bólu­settir með fyrri skammti en í Bret­landi. Rúm­lega sex­tíu pró­sent allra íbúa Eng­lands, átján ára og eldri, hafa fengið fyrri skammt­inn en aðeins um 11 pró­sent báða skammt­ana. Í Wales og Skotlandi er hlut­fallið svipað en nokkru lægra á Norð­ur­-Ír­landi þar sem um 55 pró­sent full­orð­inna hafa fengið fyrri skammt­inn.

Auglýsing

Þessi leið er nú einnig farin í Kanada. Heil­brigð­is­yf­ir­völd þar ákváðu nýverið að skipta um kúrs og gefa sem flestum fyrri skammt­inn. Ýmsir sér­fræð­ingar í smit­sjúk­dómum hafa bent á að þessa sömu leið væri nú far­sæl­ast að fara í Banda­ríkj­un­um. Í grein New York Times um málið er því haldið fram að ein helsta ástæða

Pfizer hefur frá upphafi ráðlagt að um þrjár vikur verði látnar líða á milli fyrri og seinni sprautu. Mynd: EPA

þess að svo stuttur tími var ráð­lagður milli skammta af Pfizer og Moderna bólu­efn­unum sé sú að þannig hafi skammt­arnir verið gefnir í klínískum rann­sóknum og þá til að flýta því ferli. Í þessum rann­sóknum var því ekki prófað hvort að lengri tími milli skammta gæfi sömu raun – eða jafn­vel betri. Þetta varð til þess að bólu­setn­ingar gegn COVID-19 gátu haf­ist þegar í des­em­ber.

Í Banda­ríkj­unum hefur bæði til­fellum af kór­ónu­veirunni og inn­lögnum á sjúkra­hús fjölgað á síð­ustu dög­um. Dauðs­föllum hafði farið fækk­andi en nú hald­ast dán­ar­töl­urnar svip­aðar dag frá degi. Því er það mat nokk­urra sér­fræð­inga að breyta um stefnu og feta í fót­spor Breta og Kanada­manna.

Spurður um þetta bendir Þórólfur sótt­varna­læknir á að það geti haft kosti að lengja tíma milli sprauta þar sem útbreiðsla á far­aldr­inum er mikil líkt og átt hefur við bæði Banda­ríkin og Bret­land. „En það getur líka haft ókost­i,“ segir hann, „til dæmis minni vörn og hugs­an­lega meiri líkur á að fram komi ný og verri afbrigði. Það er þó ósann­að.“

Á Íslandi eru látnar líða 12 vikur milli skammta af bóluefni AstraZeneca. Mynd: EPA

Fleiri vís­inda­menn hafa viðrað þessar áhyggj­ur. Þess vegna hefur Ant­hony Fauci, helsti ráð­gjafi Joe Bidens for­seta í bar­átt­unni við kór­ónu­veiruna, lagst gegn því að lengja tíma milli skammta. Aðrir sér­fræð­ingar hafa bent á að þetta séu aðeins kenn­ing­ar, engar sann­anir séu fyrir því að afbrigði kór­ónu­veirunnar séu lík­legri til að þró­ast í fólki sem hafi aðeins fengið fyrri skammt bólu­efnis og hafa bent á að breska-­leiðin sé að skila árangri. Svip­aður fjöldi skammta af bólu­efnum hefur verið gef­inn í Bret­landi og Banda­ríkj­unum miðað við höfða­tölu. Mun­ur­inn er hins vegar sá að Bretar hafa vís­vit­andi seinkað seinni spraut­unni. Þar er far­ald­ur­inn á nið­ur­leið í augna­blik­inu, mun hraðar en vest­an­hafs. Bæði nýjum smitum og dauðs­föllum hefur fækkað hratt. Óvissu­þætt­irnir fel­ast þó í nýjum afbrigðum kór­ónu­veirunnar líkt og Þórólfur nefn­ir, og eins því að svo virð­ist sem það sé mis­jafnt eftir aldri fólks hversu lengi virkni af fyrri skammti t.d. Pfiz­er-­bólu­efn­is­ins helst án þess seinni og hversu góð hún er. Því eldra sem fólk er þeim mun minni virð­ist vörnin af fyrri skammti vera og vara skem­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent