„Fullvíst“ að ekki hafi tekist að uppræta veiruna úr samfélaginu

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þrátt fyrir að tekist hafi að koma í veg fyrir stærri hópsýkingar og útbreiðslu á kórónuveirunni megi telja fullvíst að ekki hafi tekist að uppræta veiruna úr samfélaginu.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Með þeim aðgerðum sem verið hafa í gildi innanlands og á landamærunum síðustu vikur hefur tekist að koma í veg fyrir stórar hópsýkingar og útbreiðslu kórónuveirunnar. Því leggur sóttvarnalæknir til í nýju minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að ákveðnar afléttingar verði gerðar á takmörkunum innanlands og hefur ráðherrann farið að tilmælum hans í nýrri reglugerð sem tekur gildi á fimmtudag.

Þegar síðasta reglugerð var sett þann 25. mars um takmarkanir á samkomum innanlands höfðu vikurnar á undan komið upp nokkrar hópsýkingar á höfuðborgarsvæðinu af völdum breska afbrigðis kórónuveirunnar. Afbrigðið hefur valdið miklum usla í nágrannalöndum okkar síðustu vikur og mánuði enda hefur fleira ungt fólk verið að veikjast en af öðrum afbrigðum veirunnar.

Auglýsing

Á sama tíma voru aðgerðir á landamærunum einnig hertar sem fólst í sýnatöku hjá ferðamönnum sem framvísa vottorðum um fyrri sýkingu af völdum COVID-19 og bólusetningu gegn COVID-19, sýnatöku, hjá börnum sem hingað ferðast og aukið eftirlit með þeim sem dveljast í sóttkví eða einangrun.

Frá því þessar reglugerðir tóku gildi hafa dagleg smit verið frá 2-11 alls og á allt upp í sex þar af hverju sinni verið utan sóttkvíar við greiningu. „Þannig má fullyrða að komið hafi verið í veg fyrir stærri hópsýkingar eða útbreiðslu,“ skrifar Þórólfur í minnisblaði sínu. Hins vegar megi „fullvíst telja að ekki hafi tekist að uppræta veiruna úr samfélaginu og því fyllsta ástæða til að fara áfram með fyllstu gát sérstaklega þegar haft er í huga að COVID-19 er ennþá í mikilli útbreiðslu í okkar nálægu löndum. Þá er ekki séð fyrir endann á afleiðingum nýrra afbrigða veirunnar. Þess vegna er áfram mikilvægt að viðhafa ýtrustu varkárni á landamærum og það í raun lykill að því að hægt sé að slaka á innanlands“.

Þórólfur skrifar einnig að bólusetningar elstu hópa hér á landi gangi vel og nú sé búið að bólusetja langt yfir 90 prósent af 70 ára og eldri. „Ég tel þó rétt að fara hægt í allar afléttingar takmarkana innanlands á meðan verið er að ná góðum tökum á smitum á landamærum og aukinni þátttöku í bólusetningum.“

Helstu breytingar á almennum samkomutakmörkunum sem taka gildi á fimmtudag:

Í meginatriðum verður um sambærilegar takmarkanir að ræða á samkomum og giltu frá 5. febrúar síðastliðnum. Minnt er á mikilvægi þess að fólk gæti vel að sóttvörnum og fylgi reglum.

  • Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns.
  • Sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum heimilt að opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk annarra skilyrða.
  • Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar, án áhorfenda. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi.
  • Skíðasvæðum heimilt að taka á móti 50% af hámarksfjölda móttökugetu hvers svæðis.
  • Sviðslistir, þar með talið kórastarf, heimilar með allt að 50 manns á sviði og 100 sitjandi gestum í hverju hólfi, auk annarra skilyrða.
  • Hámarksfjöldi við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga áfram 30 manns en fjölgar í 100 manns við útfarir.
  • Öllum verslunum heimilt að taka á móti 5 viðskiptavinum á hverja 10 m², þó að hámarki 100 manns, auk 20 starfsmanna í sama rými og viðskiptavinir.
  • Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum heimilt að hafa opið með sömu skilyrðum og veitingastöðum þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar.
  • Verklegt ökunám og flugnám með kennara heimilt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent