„Fullvíst“ að ekki hafi tekist að uppræta veiruna úr samfélaginu

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þrátt fyrir að tekist hafi að koma í veg fyrir stærri hópsýkingar og útbreiðslu á kórónuveirunni megi telja fullvíst að ekki hafi tekist að uppræta veiruna úr samfélaginu.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Með þeim aðgerðum sem verið hafa í gildi innanlands og á landamærunum síðustu vikur hefur tekist að koma í veg fyrir stórar hópsýkingar og útbreiðslu kórónuveirunnar. Því leggur sóttvarnalæknir til í nýju minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að ákveðnar afléttingar verði gerðar á takmörkunum innanlands og hefur ráðherrann farið að tilmælum hans í nýrri reglugerð sem tekur gildi á fimmtudag.

Þegar síðasta reglugerð var sett þann 25. mars um takmarkanir á samkomum innanlands höfðu vikurnar á undan komið upp nokkrar hópsýkingar á höfuðborgarsvæðinu af völdum breska afbrigðis kórónuveirunnar. Afbrigðið hefur valdið miklum usla í nágrannalöndum okkar síðustu vikur og mánuði enda hefur fleira ungt fólk verið að veikjast en af öðrum afbrigðum veirunnar.

Auglýsing

Á sama tíma voru aðgerðir á landamærunum einnig hertar sem fólst í sýnatöku hjá ferðamönnum sem framvísa vottorðum um fyrri sýkingu af völdum COVID-19 og bólusetningu gegn COVID-19, sýnatöku, hjá börnum sem hingað ferðast og aukið eftirlit með þeim sem dveljast í sóttkví eða einangrun.

Frá því þessar reglugerðir tóku gildi hafa dagleg smit verið frá 2-11 alls og á allt upp í sex þar af hverju sinni verið utan sóttkvíar við greiningu. „Þannig má fullyrða að komið hafi verið í veg fyrir stærri hópsýkingar eða útbreiðslu,“ skrifar Þórólfur í minnisblaði sínu. Hins vegar megi „fullvíst telja að ekki hafi tekist að uppræta veiruna úr samfélaginu og því fyllsta ástæða til að fara áfram með fyllstu gát sérstaklega þegar haft er í huga að COVID-19 er ennþá í mikilli útbreiðslu í okkar nálægu löndum. Þá er ekki séð fyrir endann á afleiðingum nýrra afbrigða veirunnar. Þess vegna er áfram mikilvægt að viðhafa ýtrustu varkárni á landamærum og það í raun lykill að því að hægt sé að slaka á innanlands“.

Þórólfur skrifar einnig að bólusetningar elstu hópa hér á landi gangi vel og nú sé búið að bólusetja langt yfir 90 prósent af 70 ára og eldri. „Ég tel þó rétt að fara hægt í allar afléttingar takmarkana innanlands á meðan verið er að ná góðum tökum á smitum á landamærum og aukinni þátttöku í bólusetningum.“

Helstu breytingar á almennum samkomutakmörkunum sem taka gildi á fimmtudag:

Í meginatriðum verður um sambærilegar takmarkanir að ræða á samkomum og giltu frá 5. febrúar síðastliðnum. Minnt er á mikilvægi þess að fólk gæti vel að sóttvörnum og fylgi reglum.

  • Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns.
  • Sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum heimilt að opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk annarra skilyrða.
  • Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar, án áhorfenda. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi.
  • Skíðasvæðum heimilt að taka á móti 50% af hámarksfjölda móttökugetu hvers svæðis.
  • Sviðslistir, þar með talið kórastarf, heimilar með allt að 50 manns á sviði og 100 sitjandi gestum í hverju hólfi, auk annarra skilyrða.
  • Hámarksfjöldi við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga áfram 30 manns en fjölgar í 100 manns við útfarir.
  • Öllum verslunum heimilt að taka á móti 5 viðskiptavinum á hverja 10 m², þó að hámarki 100 manns, auk 20 starfsmanna í sama rými og viðskiptavinir.
  • Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum heimilt að hafa opið með sömu skilyrðum og veitingastöðum þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar.
  • Verklegt ökunám og flugnám með kennara heimilt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent