Það sem má – og það sem má alls ekki – í heimasóttkví

Ferðalangar mega dvelja í heima í sóttkví á milli skimana en þá verða þeir að gera það einir nema að allir aðrir á heimilinu fari sömuleiðis í sóttkví. Ef þetta er ekki gerlegt skal hann fara í sóttvarnahús.

Í sóttkví: Umgengni við annað fólk er óheimil.
Í sóttkví: Umgengni við annað fólk er óheimil.
Auglýsing

Þeir sem koma til Íslands eftir að hafa verið á áhættu­svæðum erlendis þurfa að fara í sótt­kví og skulu skrá sig fyrir kom­una til lands­ins. Í dag eru öll lönd utan Íslands fyrir utan Græn­land skil­greind sem áhættu­svæði.

Þetta kemur fram í nýjum leið­bein­ingum sótt­varna­læknis um sótt­kví en þar er orða­lagið „heima­sótt­kví“ notað um sótt­kví í hús­næði sem ekki telst til opin­berra sótt­varna­húsa, hvort sem um er að ræða heima­hús, hót­el, eða aðra gisti­mögu­leika sem telj­ast við­eig­andi hús­næði fyrir sótt­kví. Þannig er orðið „heima“ notað um aðstöðu sem notuð er til sótt­kví­ar, hvort sem ein­stak­lingur er búsettur þar að stað­aldri eða ekki. Orðið „ferða­mað­ur“ er notað yfir alla þá sem koma til Íslands, óháð búsetu, þjóð­erni eða til­gangi ferða­lags.

Auglýsing

Sömu leið­bein­ingar gilda um heima­sótt­kví fyrir ferða­menn og þá sem eru útsettir fyrir smiti inn­an­lands nema að ferða­menn þurfa að dvelja 5 daga í sinni sótt­kví, sem líkur eftir nei­kvæða seinni sýna­töku en útsetn­ing inn­an­lands krefst 7 daga sótt­kvíar með sýna­töku í lok sótt­kví­ar.

­Sótt­kví er orð sem við erum flest farin að þekkja en sökum þess að brögð hafa verið á því að fólk haldi þær reglur sem fyrir liggja um slíkt úrræði, og ekki var laga­stoð fyrir hendi til að skikka fólk í sótt­varna­hús, hefur sótt­varna­læknir nú áréttað ýmis­legt og skerpt á öðru í nýjum leið­bein­ingum um hvað felst í því að vera í sótt­kví.

Í nýju minn­is­blaði Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis til heil­brigð­is­ráð­herra þar sem hann leggur til nýjar aðgerðir á landa­mærum sem ráð­herra hefur þegar ákveðið að setja í reglu­gerð er tekur gildi á morg­un, segir um heima­sótt­kví:

 • Aðilar á heim­il­inu sem ekki hafa verið útsettir fyrir smiti skulu ekki vera á heim­il­inu með ein­stak­lingi sem er í sótt­kví. Heim­il­is­menn sem voru útsettir fyrir smiti á sama tíma geta verið í sótt­kví saman á sama stað.
 • Ef ein­stak­lingar sem ekki hafa verið útsettir vilja ekki eða geta ekki farið af heim­il­inu eiga þeir að vera í sótt­kví með hin­um.
 • Umgengni við annað fólk er óheim­il. Þess vegna þarf ein­stak­lingur að fá aðstoð við aðföng o.þ.h. Ef heim­ilið er í sótt­kví geta vinir eða ætt­ingjar sinnt aðföngum og skilið eftir við úti­dyr. Ef heim­send­ing mat­væla og ann­arra nauð­synja er í boði á svæð­inu er hægt að nýta þá þjón­ustu á meðan sótt­kví stend­ur. Sá sem er í sótt­kví ætti að taka fram að um sótt­kví sé að ræða og varn­ing ætti að skilja eftir við úti­dyr.
 • Ef ein­stak­lingur í sótt­kví fær ein­kenni COVID-19 sýk­ingar ber honum að fara taf­ar­laust í sýna­töku (nota má einka­bíl eða leigu­bíl og taka skal fram að hann sé í sótt­kví).
 • Ein­stak­lingur í sótt­kví á að halda sig heima við og ekki hafa bein sam­skipti við aðra.
 • Sótt­kví­ar­staður þarf að vera sér hús­næði sem telst full­nægj­andi til sótt­kví­ar. Þetta getur verið heim­ili fólks en einnig leig­u/láns­í­búðir eða hót­el­her­bergi.
 • Ein­stak­lingur í sótt­kví sækja nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ustu, þá að höfðu sam­ráði fyr­ir­fram við heilsu­gæslu/1700/112.
 • Ein­stak­lingur í sótt­kví má ekki nota almenn­ings­sam­göngur (þ.m.t. áætl­un­ar­flug inn­an­lands, stræt­is­vagna) en má nota leigu­bíla, bíla­leigu­bíla eða einka­bíl til að kom­ast á sótt­kví­ar­stað eftir kom­una (og aftur á landamæra­stöð ef það á við), til að sækja nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ustu og til að kom­ast til og frá seinni sýna­töku. Ein­stak­lingar í sótt­kví vegna ferða­lags mega nota flug­rútu.
 • Ein­stak­lingur í sótt­kví má ekki fara til vinnu eða skóla.
 • Ein­stak­lingur í sótt­kví má ekki fara á manna­mót, hvort sem þau varða starf hans, fjöl­skyldu eða félags­líf.
 • Ein­stak­lingur í sótt­kví vera við­staddur kistu­lagn­ingu og jarð­ar­för/bálför ef hann fylgir sér­stökum leið­bein­ingum þar að lút­andi. Nið­ur­staða úr fyrri sýna­töku skal liggja fyrir eftir ferða­lag erlend­is. Ein­stak­lingur í sótt­kví sem dvelur á sama stað/heim­ili og sýktur ein­stak­lingur með COVID-19 má ekki vera við­staddur kistu­lagn­ingu eða jarð­ar­för/bálför.
 • Ein­stak­lingar í sótt­kví mega ekki fara sjálfir eftir aðföng­um, þ. á m. í apó­tek, mat­vöru­versl­un, póst­hús, banka eða ann­að.
 • Ein­stak­lingar í sótt­kví mega ekki fara á veit­inga­staði, krár/vín­veit­inga­staði, heilsu­rækt­ar­stöðv­ar, sund­laug­ar, í leik­hús, kvik­mynda­hús, versl­anir eða aðra staði þar sem margir koma sam­an.
 • Ein­stak­lingur í sótt­kví má ekki dvelja í sam­eig­in­legum rýmum fjöl­býl­is­húsa, s.s. stiga­göng­um, þvotta­húsum eða sam­eig­in­legum görð­u­m/úti­vist­ar­svæð­um.
 • Ein­stak­lingur í sótt­kví má ekki taka á móti gestum á heim­ili sínu meðan sótt­kví stendur yfir.
 • Ein­stak­lingur í sótt­kví fara út á svalir eða í garð sem er til einka­af­nota.
 • Ein­stak­lingur í sótt­kví fara í göngu­ferðir í nærum­hverfi sótt­kví­ar­staðar en þarf að halda sig í a.m.k. 2 metra fjar­lægð frá öðrum veg­far­endum og má ekki heim­sækja fjöl­sótta staði þrátt fyrir að vera undir beru lofti. Við­mið eru tvær göngu­ferðir á dag í hámark 30 mín­útur í hvort sinn.
 • Ein­stak­lingur í sótt­kví má ekki fara í skoð­un­ar­ferðir og má ekki fara út að keyra nema við kom­una til lands­ins, þegar mögu­lega þarf að ferð­ast milli landamæra­stöðvar og heim­ilis og í seinni sýna­töku eftir komu til lands­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent