Það sem má – og það sem má alls ekki – í heimasóttkví

Ferðalangar mega dvelja í heima í sóttkví á milli skimana en þá verða þeir að gera það einir nema að allir aðrir á heimilinu fari sömuleiðis í sóttkví. Ef þetta er ekki gerlegt skal hann fara í sóttvarnahús.

Í sóttkví: Umgengni við annað fólk er óheimil.
Í sóttkví: Umgengni við annað fólk er óheimil.
Auglýsing

Þeir sem koma til Íslands eftir að hafa verið á áhættu­svæðum erlendis þurfa að fara í sótt­kví og skulu skrá sig fyrir kom­una til lands­ins. Í dag eru öll lönd utan Íslands fyrir utan Græn­land skil­greind sem áhættu­svæði.

Þetta kemur fram í nýjum leið­bein­ingum sótt­varna­læknis um sótt­kví en þar er orða­lagið „heima­sótt­kví“ notað um sótt­kví í hús­næði sem ekki telst til opin­berra sótt­varna­húsa, hvort sem um er að ræða heima­hús, hót­el, eða aðra gisti­mögu­leika sem telj­ast við­eig­andi hús­næði fyrir sótt­kví. Þannig er orðið „heima“ notað um aðstöðu sem notuð er til sótt­kví­ar, hvort sem ein­stak­lingur er búsettur þar að stað­aldri eða ekki. Orðið „ferða­mað­ur“ er notað yfir alla þá sem koma til Íslands, óháð búsetu, þjóð­erni eða til­gangi ferða­lags.

Auglýsing

Sömu leið­bein­ingar gilda um heima­sótt­kví fyrir ferða­menn og þá sem eru útsettir fyrir smiti inn­an­lands nema að ferða­menn þurfa að dvelja 5 daga í sinni sótt­kví, sem líkur eftir nei­kvæða seinni sýna­töku en útsetn­ing inn­an­lands krefst 7 daga sótt­kvíar með sýna­töku í lok sótt­kví­ar.

­Sótt­kví er orð sem við erum flest farin að þekkja en sökum þess að brögð hafa verið á því að fólk haldi þær reglur sem fyrir liggja um slíkt úrræði, og ekki var laga­stoð fyrir hendi til að skikka fólk í sótt­varna­hús, hefur sótt­varna­læknir nú áréttað ýmis­legt og skerpt á öðru í nýjum leið­bein­ingum um hvað felst í því að vera í sótt­kví.

Í nýju minn­is­blaði Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis til heil­brigð­is­ráð­herra þar sem hann leggur til nýjar aðgerðir á landa­mærum sem ráð­herra hefur þegar ákveðið að setja í reglu­gerð er tekur gildi á morg­un, segir um heima­sótt­kví:

 • Aðilar á heim­il­inu sem ekki hafa verið útsettir fyrir smiti skulu ekki vera á heim­il­inu með ein­stak­lingi sem er í sótt­kví. Heim­il­is­menn sem voru útsettir fyrir smiti á sama tíma geta verið í sótt­kví saman á sama stað.
 • Ef ein­stak­lingar sem ekki hafa verið útsettir vilja ekki eða geta ekki farið af heim­il­inu eiga þeir að vera í sótt­kví með hin­um.
 • Umgengni við annað fólk er óheim­il. Þess vegna þarf ein­stak­lingur að fá aðstoð við aðföng o.þ.h. Ef heim­ilið er í sótt­kví geta vinir eða ætt­ingjar sinnt aðföngum og skilið eftir við úti­dyr. Ef heim­send­ing mat­væla og ann­arra nauð­synja er í boði á svæð­inu er hægt að nýta þá þjón­ustu á meðan sótt­kví stend­ur. Sá sem er í sótt­kví ætti að taka fram að um sótt­kví sé að ræða og varn­ing ætti að skilja eftir við úti­dyr.
 • Ef ein­stak­lingur í sótt­kví fær ein­kenni COVID-19 sýk­ingar ber honum að fara taf­ar­laust í sýna­töku (nota má einka­bíl eða leigu­bíl og taka skal fram að hann sé í sótt­kví).
 • Ein­stak­lingur í sótt­kví á að halda sig heima við og ekki hafa bein sam­skipti við aðra.
 • Sótt­kví­ar­staður þarf að vera sér hús­næði sem telst full­nægj­andi til sótt­kví­ar. Þetta getur verið heim­ili fólks en einnig leig­u/láns­í­búðir eða hót­el­her­bergi.
 • Ein­stak­lingur í sótt­kví sækja nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ustu, þá að höfðu sam­ráði fyr­ir­fram við heilsu­gæslu/1700/112.
 • Ein­stak­lingur í sótt­kví má ekki nota almenn­ings­sam­göngur (þ.m.t. áætl­un­ar­flug inn­an­lands, stræt­is­vagna) en má nota leigu­bíla, bíla­leigu­bíla eða einka­bíl til að kom­ast á sótt­kví­ar­stað eftir kom­una (og aftur á landamæra­stöð ef það á við), til að sækja nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ustu og til að kom­ast til og frá seinni sýna­töku. Ein­stak­lingar í sótt­kví vegna ferða­lags mega nota flug­rútu.
 • Ein­stak­lingur í sótt­kví má ekki fara til vinnu eða skóla.
 • Ein­stak­lingur í sótt­kví má ekki fara á manna­mót, hvort sem þau varða starf hans, fjöl­skyldu eða félags­líf.
 • Ein­stak­lingur í sótt­kví vera við­staddur kistu­lagn­ingu og jarð­ar­för/bálför ef hann fylgir sér­stökum leið­bein­ingum þar að lút­andi. Nið­ur­staða úr fyrri sýna­töku skal liggja fyrir eftir ferða­lag erlend­is. Ein­stak­lingur í sótt­kví sem dvelur á sama stað/heim­ili og sýktur ein­stak­lingur með COVID-19 má ekki vera við­staddur kistu­lagn­ingu eða jarð­ar­för/bálför.
 • Ein­stak­lingar í sótt­kví mega ekki fara sjálfir eftir aðföng­um, þ. á m. í apó­tek, mat­vöru­versl­un, póst­hús, banka eða ann­að.
 • Ein­stak­lingar í sótt­kví mega ekki fara á veit­inga­staði, krár/vín­veit­inga­staði, heilsu­rækt­ar­stöðv­ar, sund­laug­ar, í leik­hús, kvik­mynda­hús, versl­anir eða aðra staði þar sem margir koma sam­an.
 • Ein­stak­lingur í sótt­kví má ekki dvelja í sam­eig­in­legum rýmum fjöl­býl­is­húsa, s.s. stiga­göng­um, þvotta­húsum eða sam­eig­in­legum görð­u­m/úti­vist­ar­svæð­um.
 • Ein­stak­lingur í sótt­kví má ekki taka á móti gestum á heim­ili sínu meðan sótt­kví stendur yfir.
 • Ein­stak­lingur í sótt­kví fara út á svalir eða í garð sem er til einka­af­nota.
 • Ein­stak­lingur í sótt­kví fara í göngu­ferðir í nærum­hverfi sótt­kví­ar­staðar en þarf að halda sig í a.m.k. 2 metra fjar­lægð frá öðrum veg­far­endum og má ekki heim­sækja fjöl­sótta staði þrátt fyrir að vera undir beru lofti. Við­mið eru tvær göngu­ferðir á dag í hámark 30 mín­útur í hvort sinn.
 • Ein­stak­lingur í sótt­kví má ekki fara í skoð­un­ar­ferðir og má ekki fara út að keyra nema við kom­una til lands­ins, þegar mögu­lega þarf að ferð­ast milli landamæra­stöðvar og heim­ilis og í seinni sýna­töku eftir komu til lands­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent