Engin þriggja flokka ríkisstjórn í kortunum

Ef tekið er tillit til þeirra flokka sem hafa útilokað samstarf með öðrum í aðdraganda komandi kosninga þá bendir niðurstaða nýrrar könnunar til að næsta ríkisstjórn þurfi að innihalda að minnsta kosti fjóra stjórnmálaflokka.

flokksforingjar
Auglýsing

Núverandi ríkisstjórn myndi fá 31 þingmann miðað við könnun MMR og væri því fallin. Sjálfstæðisflokkurinn fengi flesta, eða 16 talsins. Það er sami fjöldi og flokkurinn fékk 2017. 

Vinstri græn myndu tapa fjórum þingmönnum og fá sjö en Framsóknarflokkurinn stæði í stað og væri áfram með átta. 

Stjórnarflokkarnir fengu 35 þingmenn í kosningunum 2017 en síðan þá hafa tveir þingmenn Vinstri grænna gengið úr skaftinu og farið í stjórnarandstöðuflokka. 

Þeir flokkar sem næðu kjörnum fulltrúum inn á Alþingi sem bættu flestum þingmönnum við sig, yrði niðurstaða MMR það sem kæmi upp úr kjörkössunum, væru Samfylkingin sem myndi bæta við sig fjórum þingmönnum og Píratar og Viðreisn sem myndu bæta við sig sitthvorum þremur. Þingmannafjöldi þessara þriggja flokka myndi því fara úr 17 í 27 og stækka um um 59 prósent. 

Auglýsing
Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fengu samtals ellefu þingmenn í október 2017. Þeim myndi fækka í fimm og þeir fimm yrðu allir á vegum Miðflokksins.

Hvorki Flokkur fólksins né Sósíalistaflokkur Íslands næðu manni inn á þing miðað við niðurstöðu MMR.

Útilokun útilokar þriggja flokka stjórn

Ómögulegt yrði að mynda þriggja flokka ríkisstjórn eftir næstu kosningar ef niðurstaða þeirra væri sú sem nýjasta könnun MMR sýnir. Þar kemur fram að næstum tíu prósent atkvæða gætu fallið niður dauð – þ.e. verið greidd flokkum sem ná ekki manni inn á þing – og það myndi ýkja árangur þeirra sjö flokka sem myndu mynda næsta Alþingi umtalsvert. 

Í ljósi þess að Samfylkingin og forsvarsmenn Pírata hafa þegar útilokað að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki eða Miðflokki eftir kosningarnar 25. september næstkomandi, getur stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkur, mest náð að mynda 31 manns meirihluta með núverandi stjórnarflokkum. Þeim vantar því einn flokk með sér til viðbótar til að ná meirihluta.

Einn möguleiki í þeirri stöðu væri að kippa annað hvort Miðflokki eða Viðreisn um borð og mynda þar með 36 til 38 manna stjórnarmeirihluta.

Fleiri möguleikar eru til staðar til að mynda fjögurra flokka stjórn. Þeir flokkar sem sitja nú saman í meirihluta Í Reykjavík (Samfylking, Píratar, Viðreisn og Vinstri græn) mælast til að mynda saman með 34 þingmenn og rúman meirihluta. Framsóknarflokkurinn gæti líka komið í stað einhvers þeirra þriggja síðarnefndu og úr yrði stjórn með 33 til 35 manna meirihluta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent