Engin þriggja flokka ríkisstjórn í kortunum

Ef tekið er tillit til þeirra flokka sem hafa útilokað samstarf með öðrum í aðdraganda komandi kosninga þá bendir niðurstaða nýrrar könnunar til að næsta ríkisstjórn þurfi að innihalda að minnsta kosti fjóra stjórnmálaflokka.

flokksforingjar
Auglýsing

Núver­andi rík­is­stjórn myndi fá 31 þing­mann miðað við könnun MMR og væri því fall­in. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fengi flesta, eða 16 tals­ins. Það er sami fjöldi og flokk­ur­inn fékk 2017. 

Vinstri græn myndu tapa fjórum þing­mönnum og fá sjö en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stæði í stað og væri áfram með átta. 

Stjórn­ar­flokk­arnir fengu 35 þing­menn í kosn­ing­unum 2017 en síðan þá hafa tveir þing­menn Vinstri grænna gengið úr skaft­inu og farið í stjórn­ar­and­stöðu­flokka. 

Þeir flokkar sem næðu kjörnum full­trúum inn á Alþingi sem bættu flestum þing­mönnum við sig, yrði nið­ur­staða MMR það sem kæmi upp úr kjör­köss­un­um, væru Sam­fylk­ingin sem myndi bæta við sig fjórum þing­mönnum og Píratar og Við­reisn sem myndu bæta við sig sitt­hvorum þrem­ur. Þing­manna­fjöldi þess­ara þriggja flokka myndi því fara úr 17 í 27 og stækka um um 59 pró­sent. 

Auglýsing
Miðflokkurinn og Flokkur fólks­ins fengu sam­tals ell­efu þing­menn í októ­ber 2017. Þeim myndi fækka í fimm og þeir fimm yrðu allir á vegum Mið­flokks­ins.

Hvorki Flokkur fólks­ins né Sós­í­alista­flokkur Íslands næðu manni inn á þing miðað við nið­ur­stöðu MMR.

Úti­lokun úti­lokar þriggja flokka stjórn

Ómögu­legt yrði að mynda þriggja flokka rík­is­stjórn eftir næstu kosn­ingar ef nið­ur­staða þeirra væri sú sem nýjasta könnun MMR sýn­ir. Þar kemur fram að næstum tíu pró­sent atkvæða gætu fallið niður dauð – þ.e. verið greidd flokkum sem ná ekki manni inn á þing – og það myndi ýkja árangur þeirra sjö flokka sem myndu mynda næsta Alþingi umtals­vert. 

Í ljósi þess að Sam­fylk­ingin og for­svars­menn Pírata hafa þegar úti­lokað að mynda rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki eða Mið­flokki eftir kosn­ing­arnar 25. sept­em­ber næst­kom­andi, getur stærsti flokkur lands­ins, Sjálf­stæð­is­flokk­ur, mest náð að mynda 31 manns meiri­hluta með núver­andi stjórn­ar­flokk­um. Þeim vantar því einn flokk með sér til við­bótar til að ná meiri­hluta.

Einn mögu­leiki í þeirri stöðu væri að kippa annað hvort Mið­flokki eða Við­reisn um borð og mynda þar með 36 til 38 manna stjórn­ar­meiri­hluta.

Fleiri mögu­leikar eru til staðar til að mynda fjög­urra flokka stjórn. Þeir flokkar sem sitja nú saman í meiri­hluta Í Reykja­vík (Sam­fylk­ing, Pírat­ar, Við­reisn og Vinstri græn) mæl­ast til að mynda saman með 34 þing­menn og rúman meiri­hluta. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn gæti líka komið í stað ein­hvers þeirra þriggja síð­ar­nefndu og úr yrði stjórn með 33 til 35 manna meiri­hluta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent