Sömu reglur munu gilda um alla á landamærum – hvaðan sem þeir eru að koma

Þeir sem eru að koma að utan og geta ekki verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús en ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina. Þeim sem þar dvelja verður gert kleift að njóta útiveru.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Skýr­ari kröfur verða gerðar um skil­yrði fyrir heima­sótt­kví varð­andi hús­næði og umgengn­is­regl­ur. Þeir sem ekki geta verið í heima­sótt­kví sem upp­fyllir sett skil­yrði þurfa að fara í sótt­varna­hús en ekk­ert gjald verður tekið fyrir dvöl­ina. Þetta er meðal efnis reglu­gerðar heil­brigð­is­ráð­herra sem tekur gildi 9. apríl og bygg­ist á til­lögum sótt­varna­lækn­is. Meg­in­mark­miðið er að lág­marka eins og kostur er líkur á því að smit ber­ist inn í land­ið, með þeim aðgerðum sem sótt­varna­lög heim­ila.

­Með reglu­gerð­inni er felld úr gildi reglu­gerð sem tók gildi 1. apríl og þar með ákvæði um skyldu ein­stak­linga af háá­hættu­svæðum til að dvelja í sótt­kví í sótt­varna­húsi sem hér­aðs­dómur úrskurð­aði að ekki væri full­nægj­andi laga­stoð fyr­ir.

Í minn­is­blaði Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis segir að sú ráð­stöfun að skylda ferða­menn í sótt­kví­ar­hús hafi verið ákveðin vegna þess að „tals­verð brögð“ voru að því, að ferða­menn í heima­sótt­kví fylgdu ekki leið­bein­ingum um sótt­kví sem orsak­aði nokkrar hóp­sýk­ingar með tals­verðri útbreiðslu. Hann segir það sitt mat að ófull­nægj­andi fylgni við reglur sem gilda um heima­sótt­kví ferða­manna sé „ein helsta ógn við núver­andi smit­varnir á landa­mærum vegna COVID-19“.

Auglýsing

Hann bendir enn­fremur á að umfang bólu­setn­ingar sé ekki orðið nægi­legt hér á landi til að koma í veg fyrir útbreiddan far­ald­ur, víð­ast erlendis sé far­ald­ur­inn í mik­illi útbreiðslu sem auki hætt­una á að smit ber­ist til lands­ins. Þá séu ný og meira smit­andi afbrigði veirunnar orðin alls­ráð­andi í nálægum löndum sem virð­ist valda alvar­legri veik­indum í yngri ald­urs­hóp­um, auk þess sem óvissa ríki um hvort þau geti valdið end­ur­sýk­ingum og hve mikla vernd þau bólu­efni sem nú eru í notkun veiti gegn þeim.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd: Almannavarnir

Sam­kvæmt reglu­gerð­inni sem taka mun gildi á morgun munu sömu reglur gilda um alla far­þega, óháð því hvaðan þeir koma: Sótt­varna­að­gerðir á landa­mærum taka jafnt til allra, óháð því hvort þeir koma frá löndum sem skil­greind eru sem áhættu­svæði eða ekki.

Öllum sem koma til lands­ins verður sem fyrr skylt að fara í sýna­töku á landa­mær­un­um, fimm daga sótt­kví og aðra sýna­töku við lok henn­ar. Á þessu eru tvær und­an­tekn­ing­ar. Önnur varðar börn og hin fólk sem er með vott­orð um fyrri sýk­ingu af völdum kór­ónu­veirunnar eða hefur þegar fengið bólu­setn­ingu. Fólki er heim­ilt að vera í heima­sótt­kví að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um. Þeir sem hafa ekki tök á að vera í heima­sótt­kví og/eða kjósa frekar að dvelja í sótt­varna­húsi eiga kost á því og er dvölin þar við­kom­andi að kostn­að­ar­lausu.

Þeir sem eru í sótt­kví þurfa að vera í hús­næði sem upp­fyllir skil­yrði og umgengn­is­reglur sam­kvæmt nýjum leið­bein­ingum sótt­varna­lækn­is. Í því felst að ein­stak­lingur skuli vera einn á dval­ar­stað en ef fleiri dvelj­ast þar þurfa þeir að sæta öllum sömu skil­yrðum sótt­kví­ar. Þeir sem ekki geta dvalið í heima­sótt­kví sem upp­fyllir skil­yrði sótt­varna­læknis þurfa að dvelja í sótt­varna­húsi.

Nýju reglurnar munu gilda fyrir alla - hvaðan sem þeir eru að koma. Mynd: EPA

Í leið­bein­ing­unum kemur m.a. fram að ein­stak­lingur í sótt­kví má ekki fara í skoð­un­ar­ferðir og má ekki fara út að keyra nema við kom­una til lands­ins, þ.e. þegar mögu­lega þarf að ferð­ast milli landamæra­stöðvar og heim­ilis sem og í seinni sýna­töku eftir komu til lands­ins.

Hann má fara í göngu­ferð en verður að halda tveggja metra fjar­lægð. Engin manna­mót, engar heim­sóknir og engar búð­ar­-eða veit­inga­húsa­ferðir eru í boði. Þá má ein­stak­lingur í heima­sótt­kví ekki dvelja í sam­eig­in­legum rýmum fjöl­býl­is­húsa.

Ger­ist ein­stak­lingur upp­vís að því að brjóta heima­sótt­kví getur sótt­varna­læknir ákveðið að hann skuli ljúka sótt­kví í sótt­varna­húsi.

Þeir sem ekki hafa tök á að vera í heima­sótt­kví og/eða kjósa frekar að dvelja í sótt­varna­húsi eiga kost á því. Dvölin er við­kom­andi að kostn­að­ar­lausu. Þeim sem dvelja í sótt­varna­húsi verður gert kleift að njóta úti­veru og sér­stakt til­lit verður tekið til barna, s.s. varð­andi úti­veru og annan aðbún­að.

Börn fædd 2005 eða síðar fara í sýnatöku á landamærunum. Ferðist barn með einstaklingi sem skylt er að sæta sóttkví dvelur barnið þar með honum og losnar úr sóttkví ef síðara sýni úr samferðamanni er neikvætt. Mynd: EPA

Börn fædd 2005 eða síðar fara í sýna­töku á landa­mær­un­um. Ferð­ist barn með ein­stak­lingi sem skylt er að sæta sótt­kví dvelur barnið þar með honum og losnar úr sótt­kví ef síð­ara sýni úr sam­ferða­manni er nei­kvætt. Ef sam­ferða­mað­ur­inn er und­an­þeg­inn sótt­kví er barnið það sömu­leið­is. Barn sem ferð­ast eitt þarf ekki að fara í sótt­kví.

Krafa um sýna­töku hjá ein­stak­lingum með bólu­setn­ing­ar­vott­orð eða vott­orð um fyrri sýk­ingu er sett vegna vís­bend­inga um að þessir ein­stak­lingar geti borið smit. Þeir þurfa ekki að sæta sótt­kví en skulu bíða nið­ur­stöðu úr sýna­töku á dval­ar­stað. Krafan er tíma­bundin og verður end­ur­skoðuð fyrir 1. maí.

Sótt­varna­læknir leggur til að eft­ir­lit með ein­stak­lingum í heima­sótt­kví verði aukið í sam­vinnu við almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og jafn­framt að sektir fyrir brot á sótt­kví verði hækkuð til muna. Heil­brigð­is­ráð­herra hefur komið til­lögum sótt­varna­læknis varð­andi þetta á fram­færi við rík­is­sak­sókn­ara og rík­is­lög­reglu­stjóra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent