Sömu reglur munu gilda um alla á landamærum – hvaðan sem þeir eru að koma

Þeir sem eru að koma að utan og geta ekki verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús en ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina. Þeim sem þar dvelja verður gert kleift að njóta útiveru.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Skýr­ari kröfur verða gerðar um skil­yrði fyrir heima­sótt­kví varð­andi hús­næði og umgengn­is­regl­ur. Þeir sem ekki geta verið í heima­sótt­kví sem upp­fyllir sett skil­yrði þurfa að fara í sótt­varna­hús en ekk­ert gjald verður tekið fyrir dvöl­ina. Þetta er meðal efnis reglu­gerðar heil­brigð­is­ráð­herra sem tekur gildi 9. apríl og bygg­ist á til­lögum sótt­varna­lækn­is. Meg­in­mark­miðið er að lág­marka eins og kostur er líkur á því að smit ber­ist inn í land­ið, með þeim aðgerðum sem sótt­varna­lög heim­ila.

­Með reglu­gerð­inni er felld úr gildi reglu­gerð sem tók gildi 1. apríl og þar með ákvæði um skyldu ein­stak­linga af háá­hættu­svæðum til að dvelja í sótt­kví í sótt­varna­húsi sem hér­aðs­dómur úrskurð­aði að ekki væri full­nægj­andi laga­stoð fyr­ir.

Í minn­is­blaði Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis segir að sú ráð­stöfun að skylda ferða­menn í sótt­kví­ar­hús hafi verið ákveðin vegna þess að „tals­verð brögð“ voru að því, að ferða­menn í heima­sótt­kví fylgdu ekki leið­bein­ingum um sótt­kví sem orsak­aði nokkrar hóp­sýk­ingar með tals­verðri útbreiðslu. Hann segir það sitt mat að ófull­nægj­andi fylgni við reglur sem gilda um heima­sótt­kví ferða­manna sé „ein helsta ógn við núver­andi smit­varnir á landa­mærum vegna COVID-19“.

Auglýsing

Hann bendir enn­fremur á að umfang bólu­setn­ingar sé ekki orðið nægi­legt hér á landi til að koma í veg fyrir útbreiddan far­ald­ur, víð­ast erlendis sé far­ald­ur­inn í mik­illi útbreiðslu sem auki hætt­una á að smit ber­ist til lands­ins. Þá séu ný og meira smit­andi afbrigði veirunnar orðin alls­ráð­andi í nálægum löndum sem virð­ist valda alvar­legri veik­indum í yngri ald­urs­hóp­um, auk þess sem óvissa ríki um hvort þau geti valdið end­ur­sýk­ingum og hve mikla vernd þau bólu­efni sem nú eru í notkun veiti gegn þeim.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd: Almannavarnir

Sam­kvæmt reglu­gerð­inni sem taka mun gildi á morgun munu sömu reglur gilda um alla far­þega, óháð því hvaðan þeir koma: Sótt­varna­að­gerðir á landa­mærum taka jafnt til allra, óháð því hvort þeir koma frá löndum sem skil­greind eru sem áhættu­svæði eða ekki.

Öllum sem koma til lands­ins verður sem fyrr skylt að fara í sýna­töku á landa­mær­un­um, fimm daga sótt­kví og aðra sýna­töku við lok henn­ar. Á þessu eru tvær und­an­tekn­ing­ar. Önnur varðar börn og hin fólk sem er með vott­orð um fyrri sýk­ingu af völdum kór­ónu­veirunnar eða hefur þegar fengið bólu­setn­ingu. Fólki er heim­ilt að vera í heima­sótt­kví að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um. Þeir sem hafa ekki tök á að vera í heima­sótt­kví og/eða kjósa frekar að dvelja í sótt­varna­húsi eiga kost á því og er dvölin þar við­kom­andi að kostn­að­ar­lausu.

Þeir sem eru í sótt­kví þurfa að vera í hús­næði sem upp­fyllir skil­yrði og umgengn­is­reglur sam­kvæmt nýjum leið­bein­ingum sótt­varna­lækn­is. Í því felst að ein­stak­lingur skuli vera einn á dval­ar­stað en ef fleiri dvelj­ast þar þurfa þeir að sæta öllum sömu skil­yrðum sótt­kví­ar. Þeir sem ekki geta dvalið í heima­sótt­kví sem upp­fyllir skil­yrði sótt­varna­læknis þurfa að dvelja í sótt­varna­húsi.

Nýju reglurnar munu gilda fyrir alla - hvaðan sem þeir eru að koma. Mynd: EPA

Í leið­bein­ing­unum kemur m.a. fram að ein­stak­lingur í sótt­kví má ekki fara í skoð­un­ar­ferðir og má ekki fara út að keyra nema við kom­una til lands­ins, þ.e. þegar mögu­lega þarf að ferð­ast milli landamæra­stöðvar og heim­ilis sem og í seinni sýna­töku eftir komu til lands­ins.

Hann má fara í göngu­ferð en verður að halda tveggja metra fjar­lægð. Engin manna­mót, engar heim­sóknir og engar búð­ar­-eða veit­inga­húsa­ferðir eru í boði. Þá má ein­stak­lingur í heima­sótt­kví ekki dvelja í sam­eig­in­legum rýmum fjöl­býl­is­húsa.

Ger­ist ein­stak­lingur upp­vís að því að brjóta heima­sótt­kví getur sótt­varna­læknir ákveðið að hann skuli ljúka sótt­kví í sótt­varna­húsi.

Þeir sem ekki hafa tök á að vera í heima­sótt­kví og/eða kjósa frekar að dvelja í sótt­varna­húsi eiga kost á því. Dvölin er við­kom­andi að kostn­að­ar­lausu. Þeim sem dvelja í sótt­varna­húsi verður gert kleift að njóta úti­veru og sér­stakt til­lit verður tekið til barna, s.s. varð­andi úti­veru og annan aðbún­að.

Börn fædd 2005 eða síðar fara í sýnatöku á landamærunum. Ferðist barn með einstaklingi sem skylt er að sæta sóttkví dvelur barnið þar með honum og losnar úr sóttkví ef síðara sýni úr samferðamanni er neikvætt. Mynd: EPA

Börn fædd 2005 eða síðar fara í sýna­töku á landa­mær­un­um. Ferð­ist barn með ein­stak­lingi sem skylt er að sæta sótt­kví dvelur barnið þar með honum og losnar úr sótt­kví ef síð­ara sýni úr sam­ferða­manni er nei­kvætt. Ef sam­ferða­mað­ur­inn er und­an­þeg­inn sótt­kví er barnið það sömu­leið­is. Barn sem ferð­ast eitt þarf ekki að fara í sótt­kví.

Krafa um sýna­töku hjá ein­stak­lingum með bólu­setn­ing­ar­vott­orð eða vott­orð um fyrri sýk­ingu er sett vegna vís­bend­inga um að þessir ein­stak­lingar geti borið smit. Þeir þurfa ekki að sæta sótt­kví en skulu bíða nið­ur­stöðu úr sýna­töku á dval­ar­stað. Krafan er tíma­bundin og verður end­ur­skoðuð fyrir 1. maí.

Sótt­varna­læknir leggur til að eft­ir­lit með ein­stak­lingum í heima­sótt­kví verði aukið í sam­vinnu við almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og jafn­framt að sektir fyrir brot á sótt­kví verði hækkuð til muna. Heil­brigð­is­ráð­herra hefur komið til­lögum sótt­varna­læknis varð­andi þetta á fram­færi við rík­is­sak­sókn­ara og rík­is­lög­reglu­stjóra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent