Ingemar Stenmark kann alls ekki að dansa

h_99395113-1.jpg
Auglýsing

Fyrir þá sem ekki fylgj­ast með sænsku raun­veru­leika­sjón­varpi, sem lík­lega eru flestir les­endur Kjarn­ans, er best að taka fram strax að Ingemar Sten­mark sigr­aði í sænsku útgáf­unni af sjón­varps­danskeppn­inni „Lets Dance.“ Í þætt­inum keppir frægt fólk í sam­kvæm­is­dönsum og það er óhætt að segja að það sé mis­dug­legt.

Ingemar Sten­mark er til dæmis ekki góður dans­ari – reyndar er hann eig­in­lega mjög vondur dans­ari. En frá því að keppnin hófst fyrir um þremur mán­uðum hefur legið í loft­inu að hann myndi vinna. Keppnin og umtalið í kringum hana segir okkur nefni­lega afskap­lega margt um sænsku þjóð­arsál­ina og svo auð­vitað Sten­mark sjálf­an.

Hetjan sem allir elskaÞegar Sten­mark var upp á sitt besta stöðv­að­ist Sví­þjóð þegar hann keppti. Hlé var gert á störfum þings­ins, sjón­vörpum var rúllað inn í skóla­stofur og á götum úti safn­að­ist fólk saman fyrir utan raf­tækja­versl­anir og horfðu á útsend­ing­una í gegnum búð­ar­glugg­ann. Hann varð heims­meist­ari í svigi og stór­svigi árið 1978 og Ólymp­íu­meist­ari í sömu greinum 1980. Hann fékk hins vegar ekki að keppa á Ólymp­íu­leik­unum 1984 þar sem hann tald­ist vera atvinnu­mað­ur, en þeir fengu ekki að keppa það árið. Hann er ennþá sig­ur­sæl­asti skíða­maður sög­unnar með 86 gull­verð­laun í svigi og stór­svigi en það voru einu grein­arnar sem hann keppti í.

Aðdáun Svía hefur skilað sér í fjöl­mörgum verð­launum og við­ur­kenn­ingum handa honum sem einn af fremstu íþrótta­mönnum lands­ins. Sten­mark þótti hins vegar vera feim­inn og til eru mörg dæmi um við­töl þar sem hann svarar spurn­ingum einna helst með eins atkvæðis orð­um.

Auglýsing

Eitt sinn var Sten­mark spurður hvernig hann hefði farið að því að sigra í ein­hverri keppn­inni. Svarið er fyrir löngu orðið klass­ískt í Sví­þjóð: „De e bar å åk,“ það er bara að skíða. Í annað skipti þar sem ekki hafði gengið nógu vel vildi frétta­mað­ur­inn meina að Sten­mark hefði getað gert bet­ur. „Ef þú heldur að þetta sé svona létt skaltu bara skíða sjálf­ur,“ svar­aði Sten­mark alvar­legur á svip.

Eins og margir aðrir var Sten­mark ósáttur við skatta­stefnu sænskra stjórn­valda og þess vegna flutti hann lög­heim­ili sitt til Mónakó á níunda ára­tugn­um. Þar bjó hann til 2006 þegar hann flutti aftur til Sví­þjóðar þar sem hann býr enn í dag. Síð­ustu ár hefur hann komið fram í mörgum sjón­varps­þátt­um, meðal ann­ars í Meist­ari meist­ar­anna þar sem gamlir íþrótta­menn keppa hver við annan í ýmsum greinum á milli þess sem fer­ill þeirra er rifj­aður upp. Ein­hvern veg­inn lá það í loft­inu að hinn 55 ára gamli Sten­mark stæði upp sem sig­ur­veg­ari enda kom það á dag­inn. Fáir bjugg­ust hins vegar við því að nokkrum árum síðar myndi hann sam­þykkja að taka þátt í danskeppni í sjón­varpi.

Skíðakappinn sýnir hér blaðaljósmyndurum gullverðlaunin sem hann hlaut á Vetrarólympíuleikunum  í Lake Placid í Bandríkjunum árið 1980. Mynd: EPA Skíða­kapp­inn sýnir hér blaða­ljós­mynd­urum gull­verð­launin sem hann hlaut á Vetr­ar­ólymp­íu­leik­unum í Lake Placid í Band­ríkj­unum árið 1980. Mynd: EPA

Bros­andi Sten­mark fær skammir frá dómur­unumSegja má að fjöl­miðlar hafi gengið af göfl­unum þegar þetta frétt­ist. Frá fyrsta degi hafa slúð­ur­blöðin verið full af fréttum og bæði Afton­bla­det og Expressen kepp­ast við að búa til krassandi fyr­ir­sagn­ir. Yfir­leitt snú­ast þær um leyni­vopn skíða­manns­ins, átök hans við dóm­ar­ana eða við­brögð þeirra sem í hverri viku féllu úr keppni þrátt fyrir að vera miklu betri dans­ar­ar.

Hörð­ustu gagn­rýnendur Sten­marks voru dóm­ar­arnir sem viku eftir viku minntu áhorf­endur heima í stofu á að þetta væri danskeppni, en ekki vin­sælda­keppni. Nú er engum blöðum um það að fletta að skíða­mað­ur­inn lagði mikið á sig enda kunni hann nán­ast ekk­ert að dansa áður en keppnin hófst. En það verður seint sagt að hann hafi takt­inn í mjöðmunum þótt honum hafi tek­ist að brosa í gegnum heilu þætt­ina. Í sænskum miðlum hefur einmitt verið sagt frá því að hingað til hafi bros frá Sten­mark verið svona eins og hlaup­árs­dag­ur, kæmi einu sinni á fjög­urra ára fresti.

En allt kom fyrir ekki. Í úrslita­þætt­inum mætti hann hinni vin­sælu söng­konu Marie Ser­neholt sem allir voru sam­mála um að væri miklu betri dans­ari – meira að segja eig­in­kona Sten­marks sagði það eftir úrslit­in. Pabbi Marie var ómyrkur í máli og sagði að sjón­varp­stöðin hefði mis­munað kepp­endum. Ljóst væri að TV4 hefði frá upp­hafi viljað að Sten­mark stæði uppi sem sig­ur­veg­ari. Dóm­ar­inn Tony Irv­ing var hund­fúll eftir úrslitin og sagði að það besta við að keppn­inni væri lokið væri að nú þyrfti hann ekki að heyra nafnið Sten­mark enda­laust. Sjálfur var sig­ur­veg­ar­inn hissa og sagð­ist alls ekki hafa átt von á þessu.

Svíar eru æstir í raun­veru­leikasjónvarpÁhugi Svía á raun­veru­leika­sjón­varpi og lífi ríka og fal­lega fólks­ins er miklu meiri en flestir átta sig á. Fyrir utan tíma­ritin og dag­blaðs­grein­arnar kepp­ast allar sjón­varps­stöðvar við að bjóða upp á þætti þar sem fræga fólkið spjallar við fræga fólk­ið, eldar með fræga fólk­inu, gerir upp hús með fræga fólk­inu eða keppir hvert við ann­að.

Eft­ir­sóknin í 15 mín­útna frægð er mik­il, í Sví­þjóð jafnt sem ann­ars staðar.

 

Hér er hægt að sjá stefnu­móta­þætti þar sem bændur leita sér að maka og þætti þar sem fólk sem er skuldugt upp fyrir haus fær aðstoð með fjár­mál­in. Hér má fylgj­ast með örygg­is­vörðum í neð­an­jarð­ar­lest­ar­kerfi Stokk­hólms að störfum og svo er auð­vitað boðið upp á sænskar útgáfur af Big Brother og ást­ar­dramanu Para­d­ise Hotel þar sem ungt fólk með maga­vöðva, húð­flúr og gervi­brjóst reynir að láta líta út fyrir að það sé jafn­vel enn vit­laus­ara en það er í raun og veru. Síð­ast þegar aug­lýst var eftir kepp­endum í Para­d­ise Hotel sóttu ríf­lega 2000 um fyrsta sól­ar­hring­inn en umsóknir voru fleiri en tíu þús­und þegar uppi var stað­ið. Eft­ir­sóknin í 15 mín­útna frægð er mik­il, í Sví­þjóð jafnt sem ann­ars stað­ar.

Það átti þess vegna ekki að koma neinum á óvart að Ingemar Sten­mark skyldi sigra í Lets Dance. Fyrir utan að vera einn dáð­asti sonur þjóð­ar­innar var þátt­taka hans upp­skrift að raun­veru­leika­drama af bestu gerð með átök­um, umdeildum ákvörð­unum og klúrnum brönd­urum þátta­stjórn­and­ans.

Sjálfur seg­ist Sten­mark ætla að taka sér hlé frá fjöl­miðlum næstu mán­uði og njóta lífs­ins með fjöl­skyld­unni. Hann vill ekki meina að sig­ur­inn hafi verið ósann­gjarn, regl­urnar séu ein­fald­lega þannig að fólkið heima í stofu kjósi og það hafi kosið hann. Enn ein gull­verð­launin í safn­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None