Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur

Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.

Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Auglýsing

Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður var önnur og Þórarinn Ingi Pétursson varaþingmaður og bóndi varð þriðji.

Svæðismiðlarnir Akureyri.net og Austurfrétt segja báðir frá þessu, en niðurstöður flokksins í kjördæminu voru kynntar í kvöld. Póstkosningunni lauk í lok marsmánaðar.

Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður verður í öðru sæti listans.

Odd­viti list­ans í síð­ustu kosn­ingum var Þór­unn Egils­dótt­ir, en hún þurfti að segja skilið við þing­störfin vegna erf­iðra veik­inda. Þingmaðurinn Líneik, sem var í öðru sæti listans í síðustu kosningar sótt­ist eftir odd­vita­sæt­inu í kjöl­far­ið, en það gerði einnig Ingi­björg, bæjarfulltrúi á Akureyri.

Alls voru 2.207 manns á kjörskrá í póstkosningunni.

Niðurstaðan varð eftirfarandi:

  1. Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar. 612 atkvæði í 1. sæti
  2. Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Fáskrúðsfirði. 529 atkvæði í 1.-2. sæti
  3. Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi Grýtubakkahreppi. 741 atkvæði í 1.-3. sæti.
  4. Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps. 578 atkvæði í 1.-4. sæti.
  5. Halldóra Hauksdóttir, lögmaður Akureyri. 547 atkvæði í 1.-5. sæti.
  6. Kristinn Rúnar Tryggvason, bóndi Kelduhverfi. 496 atkvæði í 1.-6. sæti.

Aðrir sem tóku þátt í póstkosningu flokksins voru Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Karítas Ríkharðsdóttir, blaðamaður frá Raufarhöfn og Jónína Brynjólfsdóttir, viðskiptalögfræðingur á Egilsstöðum.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent