Ísland ekki meðal þeirra sem settu sig upp á móti kröfum þróunarríkja

15270171582_ae01f5bebe_k-1.jpg
Auglýsing

Ísland setti sig ekki upp á móti kröfum þró­un­ar­ríkj­anna um upp­færslu skatta­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna á alþjóð­legri ráð­stefnu um fjár­mögnun þró­un­ar­sam­vinnu, sem lauk í vik­unni. Þetta kemur fram í svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Fjórir full­trúar frá Íslandi voru á ráð­stefn­unni, þar á meðal Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra.

Í gær greindi Kjarn­inn frá því að þró­un­ar­ríkin börð­ust fyrir því á ráð­stefn­unni að skatta­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna yrði breytt og hún efld til þess meðal ann­ars að tryggja að stór­fyr­ir­tæki nýti sér ekki spill­ingu og lélega laga­setn­ingu í fátækjum ríkj­um. Utan­rík­is­ráðu­neytið sagði einnig frá því að mörg vest­ræn ríki voru á móti þessum breyt­ing­um, og færðu þau rök fyrir því að OECD fari nú þegar með alþjóð­leg skatta­mál auk þess sem öllum þró­un­ar­ríkjum bjóð­ist að starfa með Alþjóð­legum vett­vangi um gagn­sæi og upp­lýs­inga­skipti í skatta­mál­um.

Nið­ur­staðan varð mála­miðl­un, þar sem skatta­nefndin mun fjölga starfs­dögum sínum og fá aukið fjár­magn, en aðrar rót­tæk­ari breyt­ingar verða ekki gerðar á nefnd­inni. Þetta hefur verið gagn­rýnt af alþjóð­legum mann­úð­ar­sam­tök­um, sem telja að ekki sé nóg gert til að laga skatta­mál fátæku fólki í hag.

Auglýsing

Ísland var ekki meðal þeirra vest­rænu ríkja sem setti sig upp á móti kröfu þró­un­ar­ríkj­anna. „Ut­an­rík­is­þjón­ustan leit­aði sam­ráðs við fagráðu­neyti á öllum stigum samn­inga­við­ræðn­anna, þ.m.t. fjár­mála­ráðu­neytið sem fer með skatta­mál. Ísland setti sig ekki upp á móti kröfum þró­un­ar­ríkj­anna um upp­færslu skatta­nefnd­ar­innar en nið­ur­staða samn­ing­anna sem kveður á um styrk­ingu og aukin umsvif nefnd­ar­innar er skýr mála­miðlun þeirra sem sterk­ustu afstöð­una höfðu, þ.e. ríkja á borð við Banda­ríkin og Japan meðal vest­rænu ríkj­anna og Ind­lands meðal þró­un­ar­ríkja,“ segir í svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

„Í loka­nið­ur­stöð­unni er kveðið skýrt á um að upp­ræta þurfi ólög­mætt flæði fjár­magns og und­an­skot frá skatti, þ.m.t. af hálfu stórra alþjóð­legra fyr­ir­tækja. Sér­stök athygli er vakin á þeirri vinnu sem þegar fer fram á þessum vett­vangi, þ.m.t. hjá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum og OECD og Alþjóð­lega vett­vangs­ins um gagn­sæi og upp­lýs­inga­skipti í skatta­málum (Global Forum on Tran­sparency and Exchange of Information for Tax Pur­poses).“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None