Ísland ekki meðal þeirra sem settu sig upp á móti kröfum þróunarríkja

15270171582_ae01f5bebe_k-1.jpg
Auglýsing

Ísland setti sig ekki upp á móti kröfum þró­un­ar­ríkj­anna um upp­færslu skatta­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna á alþjóð­legri ráð­stefnu um fjár­mögnun þró­un­ar­sam­vinnu, sem lauk í vik­unni. Þetta kemur fram í svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Fjórir full­trúar frá Íslandi voru á ráð­stefn­unni, þar á meðal Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra.

Í gær greindi Kjarn­inn frá því að þró­un­ar­ríkin börð­ust fyrir því á ráð­stefn­unni að skatta­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna yrði breytt og hún efld til þess meðal ann­ars að tryggja að stór­fyr­ir­tæki nýti sér ekki spill­ingu og lélega laga­setn­ingu í fátækjum ríkj­um. Utan­rík­is­ráðu­neytið sagði einnig frá því að mörg vest­ræn ríki voru á móti þessum breyt­ing­um, og færðu þau rök fyrir því að OECD fari nú þegar með alþjóð­leg skatta­mál auk þess sem öllum þró­un­ar­ríkjum bjóð­ist að starfa með Alþjóð­legum vett­vangi um gagn­sæi og upp­lýs­inga­skipti í skatta­mál­um.

Nið­ur­staðan varð mála­miðl­un, þar sem skatta­nefndin mun fjölga starfs­dögum sínum og fá aukið fjár­magn, en aðrar rót­tæk­ari breyt­ingar verða ekki gerðar á nefnd­inni. Þetta hefur verið gagn­rýnt af alþjóð­legum mann­úð­ar­sam­tök­um, sem telja að ekki sé nóg gert til að laga skatta­mál fátæku fólki í hag.

Auglýsing

Ísland var ekki meðal þeirra vest­rænu ríkja sem setti sig upp á móti kröfu þró­un­ar­ríkj­anna. „Ut­an­rík­is­þjón­ustan leit­aði sam­ráðs við fagráðu­neyti á öllum stigum samn­inga­við­ræðn­anna, þ.m.t. fjár­mála­ráðu­neytið sem fer með skatta­mál. Ísland setti sig ekki upp á móti kröfum þró­un­ar­ríkj­anna um upp­færslu skatta­nefnd­ar­innar en nið­ur­staða samn­ing­anna sem kveður á um styrk­ingu og aukin umsvif nefnd­ar­innar er skýr mála­miðlun þeirra sem sterk­ustu afstöð­una höfðu, þ.e. ríkja á borð við Banda­ríkin og Japan meðal vest­rænu ríkj­anna og Ind­lands meðal þró­un­ar­ríkja,“ segir í svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

„Í loka­nið­ur­stöð­unni er kveðið skýrt á um að upp­ræta þurfi ólög­mætt flæði fjár­magns og und­an­skot frá skatti, þ.m.t. af hálfu stórra alþjóð­legra fyr­ir­tækja. Sér­stök athygli er vakin á þeirri vinnu sem þegar fer fram á þessum vett­vangi, þ.m.t. hjá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum og OECD og Alþjóð­lega vett­vangs­ins um gagn­sæi og upp­lýs­inga­skipti í skatta­málum (Global Forum on Tran­sparency and Exchange of Information for Tax Pur­poses).“

Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None