Ísland stendur uppi með pálmann í höndunum, eftir frækinn 0-1 sigur á sterku liði Hollands á Amsterdam Arena í kvöld, þar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Birki Bjarnasyni í vítateig Hollendinga.
Allir leikmenn Íslands stóðu fyrir sínu, en þegar líða tók á leikinn mæddi mikið á Kára Árnasyni og Ragnari Sigurðssyni í vörninni, og Hannes Þór Halldórssyni í markinu, og stóðust þeir álagið með stórbrotinni frammistöðu.
Mynd: KSÍ.
Sigurinn er sögulegur, ekki síst fyrir þá staðreynd að þetta var í fyrsta skipti í fimmtán ár sem Holland tapar heimaleik.
Ísland þarf nú aðeins eitt stig í undankeppninni til þess að komast á úrslitakeppnina á EM í Frakklandi á næsta ári.
Um þrjú þúsund aðdáendur íslenska landsliðsins fylgdu liðinu til Amsterdam, og var stemmningin meðal áhorfenda gríðarlega, líkt og víða og hér á landi, þar sem fólk safnaðist saman víða til að fylgjast með leiknum.
Not a bad evening this was!! #NEDICE pic.twitter.com/7jxbl4VEgH
— Johann B Gudmundsson (@Gudmundsson7) September 3, 2015