Íslendingar strauja kortin fyrir 220 þúsund í hverri utanlandsferð

000-APW1042464.jpg
Auglýsing

Þegar Íslend­ingur fer til útlanda þá eyðir hann að jafn­aði 223 þús­und krónum með debet- og kredit­kort­unum sín­um. Frá árinu 2008 hefur upp­hæðin farið hækk­andi, en þó aðeins lít­il­lega sé horft til eyðsl­unnar á föstu verð­lagi. Á síð­asta ári voru utan­lands­ferðir íslenskra rík­is­borg­ara um Leifs­stöð alls 400 þús­und tals­ins. Greiðslu­korta­velta erlendis nam á árinu 2014 rúm­lega 89 millj­örðum króna. Það er um tíu millj­örðum meira en árið 2013, þegar Íslend­ingar fóru 365 þús­und ferðir til útlanda.Á síð­asta ári eyddi hver lands­maður um það bil 14 þús­und krónum meira í hverri utan­lands­ferð en hann gerði árið 2008. Rétt er að taka fram að upp­hæð­irnar ná til veltu á debet- og kredit­kort­um, bæði í versl­unum og úttektum í bönkum erlend­is.

Versl­un­ar­ferðir fyrir jólinTölur Hag­stof­unnar sýna einnig hvernig Íslend­ingar nota greiðslu­kortin mis­mikið eftir árs­tíma. Mestu er eytt í utan­lands­ferðum í nóv­em­ber og des­em­ber, eflaust spila jóla­gjafainn­kaup stórt hlut­verk, og þá hefur hver ferð í febr­úar reynst ansi dýr, í sam­an­burði við aðra mán­uði. Að jafn­aði eyddi hver Íslend­ingur um 226 þús­und krónum í utan­lands­ferð í febr­úar á árunum 2008 til 2014. Sum­ar­mán­uð­irnir eru síðan ódýr­ari, eins og sést á graf­inu hér fyrir neð­an. Að jafn­aði hefur ferðin í júlí verið um 90 þús­und krónum ódýr­ari en utan­lands­ferðin í des­em­ber.

Auglýsing


ferd-til-fjar_bordi

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None