Jeremy Corbyn hefur verið kjörinn formaður breska Verkamannaflokksins með yfirburðum. Tom Watson er nýr varaformaður flokksins. Greint var frá úrslitum kosninganna rétt fyrir klukkan ellefu. Corbyn ávarpar nú fund flokksins. Hann þakkaði hinum frambjóðendunum fyrir baráttuna og sagði flokkinn hafa breyst á þeim þremur mánuðum sem kosningabaráttan hefur varað.
Hann sagði jafnframt að eitt fyrsta verk hans sem leiðtoga yrði að mæta á samstöðufund með flóttafólki síðar í dag, en slíkir viðburðir eru haldnir um alla Evrópu, meðal annars í Reykjavík.
Congratulations to @jeremycorbyn - elected Leader of the Labour Party
Auglýsing
— Labour Press Team (@labourpress) September 12, 2015
Guardian greinir frá því að kjörsókn hafi verið 76,3 prósent, sem þýðir að yfir 422 þúsund manns hafi greitt atkvæði. Til samanburðar voru tæplega 199 þúsund atkvæði greidd í síðustu formannskosningum hjá Íhaldsflokknum og tæplega 34 þúsund hjá Frjálslyndum demókrötum. Jeremy Corbyn hlaut 59,5 prósent atkvæða strax í fyrstu umferð, eða ríflega 251 þúsund atkvæði. Næst á eftir honum var Andy Burnham með 19% atkvæða. Yvette Cooper hlaut 17% atkvæða og Liz Kendall 4,5 prósent.
Results of Labour leadership election - won in first round by Jeremy Corbyn pic.twitter.com/BVFL2D69eg
— BBC News Graphics (@BBCNewsGraphics) September 12, 2015
Hér má sjá Corbyn mæta til fundarins í morgun. Hann nýtur mikilla vinsælda, eins og sjá má.
The favourite arrives to a chorus of The Red Flag. Will they still be singing in a couple of hours? pic.twitter.com/lqqZkNY4Ws — Joe Churcher (@JoeChurcher) September 12, 2015
Jeremy Corbyn arrives for leadership announcement to supporters' chants of "Jez We Can" pic.twitter.com/V2tQimVIdn
— Joe Churcher (@JoeChurcher) September 12, 2015
Fréttin verður uppfærð.