Laurene Powell Jobs, eftirlifandi eiginkona Steve Jobs, stofnanda Apple, er fjórða ríkasta kona heims samkvæmt lista Forbes. Eignir hennar eru metnar á 15,3 milljarða dala, eða sem nemur um 1.700 milljörðum króna. Það er upphæð sem nemur tæplega einni árlegri landsframleiðslu Íslands á ári.
Helstu eignir frú Jobs eru bundnar í eignarhlutum í Apple og Disney. Hún er stærsti einstaki eigandi Disney í gegnum sjóðinn The Laurene Powell Jobs Trust en hluturinn var áður á nafni Steve Jobs. Þá situr hún í stjórn fyrirtækisins Ozy Media, og einnig í söfnunarsjóðum Stanford háskóla.
Jobs, sem er lögfræðingur að mennt, er meðal helstu stuðningsmanna Hillary Clinton og hefur lagt háar fjárhæðir til undirbúnings forsetaframboðs hennar í gegnum Ready for Hillary sjóðinn. Samtals hafa safnast sex milljónir dala í þann sjóð, eða sem nemur ríflega 700 milljónum krónum.