Jóhanna segist ekki þekkja forstöðumenn Orku Energy persónulega

haukur.og_.Fu_.Chengyu.af_.heimas..u.sinopec.20.april_.jpg
Auglýsing

Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra, seg­ist ekki hafa per­sónu­lega þekkt for­stöðu­menn þeirra fyr­ir­tækja sem voru hluti af við­skipta­nefnd sem fylgdi henni í opin­bera heim­sókn til Kína vorið 2013. Til­laga að skipun nefnd­ar­innar hafi komið frá sendi­herra Íslands í Pek­ing og Íslands­stofu. „Ég þekki for­stöðu­menn þess­ara fyr­ir­tækja eða full­trúa þeirra í þess­ari ferð ekki per­sónu­lega né hef átt við þá sam­skipti af neinu tag­i en hitt ein­hverja þeirra á fundum eins og við­skipta­þing­inu sem haldið var í tengslum við þessa heim­sókn til Kína,“ segir Jóhanna í sam­tali við Kjarn­ann.

Össur Skarp­héð­ins­son, fyrrum utan­rík­is­ráð­herra, ­segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að flestir fyr­ir­renn­arar hans hafi verið við­staddir und­ir­rit­anir á við­skipta­samn­ingum íslenskra fyr­ir­tækja ytra á umliðnum ára­tugum og að for­seti Íslands hafi gert það ótal sinn­um. Fyr­ir­tæki eigi þó aldrei að njóta fjár­hags­legra tengsla við stjórn­mála­menn.

Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, hefur legið undir ámæli fyrir að aðstoða fyr­ir­tækið Orku Energy á erlendri grundu þrátt fyrir fjár­hags­leg tengsl við stjórn­ar­for­mann fyr­ir­tæk­is­ins. Ill­ugi hefur sagt allar ásak­anir um óeðli­leg­heit og vænta spill­ingu vegna þessa vera frá­leitar og ít­rekað bent á að aðrir ráða­menn hafi veitt Orku Energy sam­bæri­legan stuðn­ing á erlendum vett­vangi og hann gerði. Hefur hann nefnt Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, og Össur Skarp­héð­ins­son sem dæmi um ráða­menn sem það hafi gert.

Auglýsing

Jóhanna Sigurðardóttur og Össur Skarphéðinsson voru bæði viðstödd undirritun samninga í apríl 2013. Jóhanna Sig­urð­ar­dóttur og Össur Skarp­héð­ins­son voru bæði við­stödd und­ir­ritun samn­inga við Kína í apríl 2013.

Ill­ugi getur ekki orða bund­ist



Í grein í Morg­un­blað­inu í morgun vísar Ill­ugi í orð Gests Páls Reyn­is­son­ar, for­stöðu­manns Stofn­unar stjórn­sýslu og stjórn­mála við Háskóla Íslands­,­sem hann lét falla í við­tali við RÚV í vor þegar hann sagði að það hefði „í raun og veru þótt sér­stak­ara ef hann myndi neita að kynna það á þeim for­sendum að leigusal­inn hans tengd­ist fyr­ir­tæk­inu með einum eða öðrum hætt­i.“ Ill­ugi segir í grein­inni að hann sé hjart­an­lega sam­mála Gesti og geti „ekki orða bund­ist um að benda á hversu langur vegur er frá þessum ummælum og þeim svig­ur­mælum sem fallið hafa að und­an­förn­u.“

Gagn­rýnendur hafa bent á að Haukur Harð­ar­son, stjórn­ar­for­maður Orku Energy, sé ekki ein­vörð­ungu leigu­sali Ill­uga heldur hafi hann veitt honum mikla fjár­hags­lega aðstoð þegar ráð­herr­ann þurfti að takast á við  fjár­hags­leg áföll. Auk þess séu þeir nánir vinir og það skapi í sjálfu sér van­hæfi til að aðstoða fyr­ir­tæki Hauks á erlendri grundu.

Sú aðstoð sem Haukur veitti fólst í að kaupa íbúð Ill­uga af honum á 53,5 millj­ónir króna árið 2013 og leigja honum hana síðan til baka. Ástæða þessa voru fjár­hags­vand­ræði sem ráð­herr­ann hafði ratað í vegna gjald­þrots fyr­ir­tæk­is­ins Sero og tekju­leysi á meðan að hann vék af þingi vegna rann­sóknar á sjóði 9, pen­inga­mark­aðs­sjóði Glitnis þar sem Ill­ugi var stjórn­ar­maður fyrir hrun.

Auk þess starf­aði Ill­ugi sem ráð­gjafi fyrir Orku Energy á árinu 2011 og fékk greitt fyrir 5,6 millj­ónir króna fyrir skatta. Ill­ugi upp­lýsti um þau hags­muna­tengsl í hags­muna­skrán­ingu sinni á vef Alþing­is.

Tví­vegis við­staddur



Illugi var við­staddur þegar Orka Energy skrif­aði undir sam­starfs­samn­ing við kín­verska hér­aðið Xianyang og Sin­opec Star Petr­o­leum um þróun á jarð­varma­nýt­ingu og frek­ari útþennslu á hit­un­ar­kerfum í Xianyang. Und­ir­ritun samn­ings­ins fór fram á Íslandi í des­em­ber 2013, eftir að Ill­ugi varð ráð­herra. Fyrir hönd Orku Energy und­ir­rit­aði Haukur Harð­ar­son sam­komu­lag­ið.

. Í desember 2013 var Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra, viðstaddur þegar Orka Energy skrifaði undir samstarfssamning við kínverska héraðið Xianyang og Sinopec Star Petroleum um þróun á jarðvarmanýtingu og frekari útþennslu á hitunarkerfum í Xianyang. Undirritun samningsins fór fram á Íslandi. Fyrir hönd Orku Energy undirritaði Haukur Harðarson, stjórnarformaður félagsins, samkomulagið. Mynd: Orkaenergy.com Í des­em­ber 2013 var Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­inga­mála­ráð­herra, við­staddur þegar Orka Energy skrif­aði undir sam­starfs­samn­ing við kín­verska hér­aðið Xianyang og Sin­opec Star Petr­o­leum um þróun á jarð­varma­nýt­ingu og frek­ari útþennslu á hit­un­ar­kerfum í Xianyang. Und­ir­ritun samn­ings­ins fór fram á Íslandi. Fyrir hönd Orku Energy und­ir­rit­aði Haukur Harð­ar­son, stjórn­ar­for­maður félags­ins, sam­komu­lag­ið. Mynd: Orka­energy.com

Ill­ugi heim­sótti svo Kína í lok mars síð­ast­lið­ins. Á meðal þeirra sem voru með í för í þess­ari ferð ráð­herr­ans til Kína voru fimm full­trúar Orka Energy. Einn þeirra var Haukur Harð­ar­son. Á öðrum degi heim­sóknar sinn­ar, þann 22. mars, kynnti hann sér jarð­varma­verk­efni í Xionx­ian hér­að­i, sem unnin eru af SGEG, sem Orka Energy China á 49 pró­sent hlut í.

Þann 25. mars hitti Ill­ugi Fu Chengyu, stjórn­ar­for­mann Sin­opec. Sam­kvæmt dag­skrá ferðar ráð­herr­ans, sem Hring­braut hefur birt opin­ber­lega, tóku fimm aðilar utan Ill­uga þátt í fund­inum með Fu Chengyu. Þrír þeirra voru íslenskir emb­ætt­is­menn. Hinir tveir voru frá Orku Energy. Annar þeirra var Haukur Harð­ar­son.

Jóhanna þekkti ekki for­stöðu­menn fyr­ir­tækj­anna



Bæði Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra, og Össur Skarp­héð­ins­son, fyrrum utan­rík­is­ráð­herra, voru við­stödd þegar skrifað var undir frí­versl­un­ar­samn­ing við Kína fyrir hönd Íslands þann 15. apríl 2013. Und­ir­skriftin var hluti af opin­berri heim­sókn Jóhönnu til Kína. Með í för var við­skipta­nefnd og á meðal þeirra sem voru í þeirri við­skipta­nefnd voru full­trúar frá Orku Energy. Jóhanna segir að hún hafi ekki komið nálægt vali á við­skipta­nefnd­inni heldur hafi til­laga um hana komið frá sendi­herra Íslands í Pek­ing og Íslands­stofu. „Ég þekki for­stöðu­menn þess­ara fyr­ir­tækja eða full­trúa þeirra í þess­ari ferð ekki per­sónu­lega né hef átt við þá sam­skipti af neinu tagi en hitt ein­hverja þeirra á fundum eins og við­skipta­þing­inu sem haldið var í tengslum við þessa heim­sókn til Kína,“ segir Jóhanna í sam­tali við Kjarn­ann.

Össur Skarp­héð­ins­son segir að flestir fyr­ir­renn­arar hans hafi verið við­staddir und­ir­rit­anir á við­skipta­samn­ingum íslenskra fyr­ir­tækja ytra á umliðnum ára­tugum og að for­seti Íslands hafi gert það ótal sinn­um. Fyr­ir­tæki eigi þó aldrei að njóta fjár­hags­legra tengsla við stjórn­mála­menn. „Það er alsiða að þunga­vigt­ar­ráð­herrar Evr­ópu­þjóða gangi miklu lengra í að styrkja við­skipta­tengsl ein­stakra fyr­ir­tækja við fjar­lægar þjóð­ir, einkum þar sem stjórn­kerfið er mjög mið­stýrt. Má rifja upp nýlegar fréttir af því í breskum fjöl­miðlum að Osborne, fjár­mála­ráð­herra Bret­lands, er um þessar mundir sjálfur að reyna að afla fjár­magns frá Kína í tíu til­greind verk­efni í norð­aust­ur-England­i“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None