Jón Steinar: Vill að innanríkisráðherra höfði mál á hendur Markúsi

jon-steinar.png
Auglýsing

Jón Steinar Gunn­laugs­son, fyrrum dóm­ari við Hæsta­rétt, vill að Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra, sem fer með dóms­mál í rík­is­stjórn­inni, höfði mál á hendur Mark­úsi Sig­ur­björns­syni, for­seta Hæsta­rétt­ar. Þetta kom fram í Viku­lok­unum á Rás eitt fyrr í dag.

Jón Steinar gaf út bók á síð­asta ári sem heitir Í krafti sann­fær­ingar. Þar sagði hann meðal ann­ars frá því að hann telji að þáver­andi meiri­hluti Hæsta­réttar hafi brotið lög með því að beita sér gegn því að Jón Steinar kæmi inn í rétt­inn, en hann var skip­aður dóm­ari í Hæsta­rétt í lok sept­em­ber 2004.

Jón Steinar sagði í Viku­lok­unum að hann geti sannað þessar ávirð­ingar en að hann muni ekki leggja fram ítar­legri sann­anir nema að til­efni verði til.  „Það sem kemur mér kannski meira á óvart er að fjöl­miðl­arnir hafi ekki staðið sig bet­ur. Vegna þess að mér finnst þetta vera tíð­ind­i[...]Þetta eru alla vega frá­sagnir af atburðum í opin­beru lífi um mis­notkun á valdi þar sem síst skyld­i[...]Það sem ég lýsi í bók­inni eru auð­vitað frek­legt brot gegn stars­skyldum hæsta­rétt­ar­dóm­ara. Mér fannst það alveg skelfi­legt fyrir mig og ég vona að öllum finn­ist það.“

Auglýsing

Segir Markús ekk­ert vita hvað hann eigi að segjaMarkús Sig­ur­björns­son, for­seti Hæsta­rétt­ar, er sá eini sem enn er í rétt­inum sem kom að hinum meintu lög­brotum sem Jón Steinar greinir frá í bók sinni. Fjöl­miðlar hafa óskað eftir því að Markús svari ávirð­ingum Jóns Steinar en það hefur hann ekki viljað gera. Dæmi um slika við­leitni er hægt að sjá hér. Þá var frétt um málið í Morg­un­blað­inu í morgun þar sem bæði Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra og Markús Sig­ur­björns­son neit­uðu að tjá sig um mál­ið.

Jón Steinar sagði það ekki koma honum á óvart að Markús vilji ekki tjá sig. „Ástæðan fyrir því er ein­föld. Hann veit ekk­ert hvað hann á að segja um þetta.  Þetta eru réttar lýs­ingar á átburð­ar­rás fyrir rúmum tíu árum síð­an. Og þá er auð­vitað best ef að menn vita ekki hverju þeir eiga að svara að segj­ast engu vilja svara. Það er allt satt sem þarna er sag­t“.

Jón Steinar tel­ur rétt­ast að höfða mál á hendur Mark­úsi til emb­ætt­is­missis og að það ætti að vera inn­an­rík­is­ráð­herra sem höfði það mál. „Auð­vitað þarf að fá ein­hver svör og kannski ætti inn­an­rík­is­ráðu­neytið bara að inna Hæsta­rétt eftir svörum við þessum ásök­un­um“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None