None

Kaldur júlí mánuður hefur neikvæð áhrif á vatnsbúskap Landsvirkjunar

burfell-1.jpg
Auglýsing

Kaldur júlí­mán­uð­ur, ekki síst á Aust­ur­landi, hef­ur ­ger­breytt horfum fyrir fyll­ingu miðl­un­ar­lóna Lands­virkj­unar eins og þær voru settar fram í upp­hafi júlí.  Skortur á jök­ul­bráð hefur valdið því að Háls­lón hefur aðeins hækkað um tæpa 10 metra í júlí og stendur nú í 593 m y.s. eða 37 pró­sent fyll­ing. ,,Það vantar því yfir 30 metra að það fyllist í haust og nú eru innan við helm­ings­líkur að það ger­ist," segir í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un.

„Maí og júní reynd­ust kaldir mán­uðir á Aust­ur­landi. Sam­an­burður við mæl­ingar af Brú­ar­jökli frá 2001 fram til dags­ins í dag leiddi þó í ljós að hvor­ugur þeirra var án for­dæma. Maí var nokkuð í takt við mæl­ingar frá 2005 og júní keim­líkur 2001. Í lok júní var búist við að staðan gæti breyst hratt, með hækk­andi hita færi bráðnun í gang og rennsli ykist. Veð­ur­far í júlí ein­kennd­ist hins­vegar af ríkj­andi norð­an­áttum með kuldum og skýj­uðu veðri. Afrennsli af jökl­inum jókst ein­ungis lít­il­lega en hiti og sól­geislun á neðri hluta Brú­ar­jök­uls hafa ekki áður mælst jafn lág í júlí. Rennsli Jök­ulsár á Dal hefur verið mælt allt frá árinu 1963. Með­al­rennsli fyrir síð­ast­lið­inn júlí mánuð var um 180 m3/s en það er lægsta rennsli miðað við sama mánuð allt frá upp­hafi mæl­inga og aðeins tæpur helm­ingur með­al­rennsl­is. Leita þarf aftur til árs­ins 1993 til að finna við­líka með­al­rennsli í júlí í Jökulsá á Dal en þá mæld­ist rennslið 210 m3/s. Sá mán­uður var kaldur á Aust­ur­landi og var með­al­hiti á Egils­stöðum 7,5°C en í ár mæld­ist hann svip­aður eða 7,6°C. Með­al­hiti í júlí á Egils­stöðum frá 1963 er 10,6°C," segir í til­kynn­ingu frá Lands­virkjun vegna þessa.

Enn fremur segir að svip­aða sögu sé að segja frá Blöndu­svæði. Hiti á Hvera­völlum hafi ekki mælst jafn lágur síðan í júlí 1993, líkt og á Aust­ur­landi. Inn­rennsli Blöndu­lóns væri í takt við veðr­átt­una en meðal inn­rennsli í júlí hefði verið 49 m3/s sem er lægsta inn­rennsli í júlí í ára­tug.

Auglýsing

Nokkuð svip­aða sögu er að segja af Blöndu­svæði. Hiti á Hvera­völlum hefur ekki mælst jafn lágur síðan í júlí 1993, líkt og á Aust­ur­landi. Inn­rennsli Blöndu­lóns var í takt við veðr­átt­una en meðal inn­rennsli í júlí var 49 m3/s sem er lægsta inn­rennsli í júlí síð­ast­lið­inn ára­tug.

„Að­stæður á Þjórs­ár­svæði í maí voru keim­líkar aðstæðum fyrir norðan og aust­an, kalt og lítið rennsli. Sá mikli snjór sem safn­ast hafði á svæð­inu hélst því nokkuð stöð­ugur allt fram í júní þegar loft­hiti fór að stíga. Rennsli Þjórsár og Tungnaár hefur verið mælt frá árunum 1988 og voru mán­uð­irnir júní og júlí nokkuð svip­aðir og í með­al­ári. Kalt hefur verið á Þjórs­ár-Tungna­ár­svæð­inu í júní og júlí en þar hefur hinn mikli snjór sem safn­að­ist fyrir síð­ast­lið­inn vetur hjálpað til við fyll­ingu lóna. Nú hefur allan snjó tekið upp og rennsli síð­sum­ars mun stjórn­ast af úrkomu og jök­ul­bráð,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Í ljósi þess­arar breyttu stöðu hefur Lands­virkjun hagað vinnslu kerf­is­ins með það að mark­miði að auka sem mest líkur á að staða Háls­lóns verði við­un­andi í haust.

Fylgj­ast má með lónum Lands­virkj­un, og stöðu þeirra, á vefnum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Kári Jónasson og Skúli Jóhannsson
Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin
Kjarninn 8. mars 2021
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna
Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None