Kastljós hafnar ásökunum ráðherra um rangfærslur

Kastlj.s.jpg
Auglýsing

Frétta­skýr­ing­ar­þátt­ur­inn Kast­ljós hefur birt yfir­lýs­ingu á Face­book-­síðu sinni vegna yfir­lýs­ingar sem atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið sendi frá sér fyrr í dag ­vegna umfjöll­unar um íviln­un­ar­samn­ing sem ráðu­neytið gerði nýverið við Matorku. Yfir­lýs­ing ráðu­neyt­is­ins var send að beiðni Ragn­heiðar Elín­ar Árna­dott­ur, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, og þar kom fram að ráðu­neytið telji Kast­ljós hafa farið með rangt mál. Þessu hafnar Kast­ljós alfarið en segir að mis­tök hafi verið gerð þegar Bene­dikt Ein­ars­son var sagður vera eig­andi P-126 ehf., eins eig­anda Matorku. Kast­ljós segir þau mis­tök þó ekk­ert hafa með athuga­semdir ráð­herra að gera.

Yfir­lýs­ing frá Kast­ljósi:"Í Kast­ljóss­þætti 17.3. var fjallað um fjár­fest­ing­ar­samn­ing rík­is­ins við fyr­ir­tækið Matorku ehf. Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra sendi frá sér yfir­lýs­ingu í dag þar sem segir að Kast­ljós hafi farið með rangt mál. Svo er ekki. Hlekk á yfir­lýs­ingu ráð­herra má finna hér að neð­an.

Því var aldrei haldið fram í Kast­ljósi að Thorsil fengi ekki þjálf­un­ar­styrk í fjár­fest­ing­ar­samn­ingi sín­um. Vísað var í fjár­fest­ing­ar­samn­ing sem birtur var í stjórn­ar­tíð­indum árið 2013, vegna fyr­ir­ætl­ana Thorsil um bygg­ingu iðju­vers í Þor­láks­höfn. Samn­ing­ur­inn frá 2014 hefur ekki verið sam­þykkt­ur. Eins hefði mátt vísa til samn­inga við önnur fyr­ir­tæki sem gerðir hafa verið á und­an­förnum árum og inni­fela minni íviln­anir en til handa fyr­ir­tæk­inu Matorku. Til að mynda samn­ingur við Alga­líf sem fjár­festi fyrir tvo millj­arða en fékk íviln­anir sem fólu í sér hærri skatt­pró­sentu en í til­felli Matorku. Rétt eins og í samn­ingi við fyr­ir­tækið Mar­meti og vegna Stá­lend­ur­vinnslu á Grund­ar­tanga, sem í báðum til­fellum fólu í sér mun minni íviln­anir en gert er ráð fyrir að Matorka fái.

Að gefnu til­efni er einnig áréttað að í Kast­ljósi var ráð­herr­ann ítrekað spurður út í það hvort önnur dæmi væru af jafn háum íviln­unum í hlut­falli af fjár­fest­ingu eins verk­efnis og í til­felli Matorku. Ráð­herra kvaðst ekki geta svarað því.

Auglýsing

Í við­tali við ráð­herr­ann var því aldrei haldið fram að samn­ing­ur­inn gerði ráð fyrir því að allur þjálf­un­ar­styrk­ur­inn yrði greiddur út. Í við­tal­inu minnt­ist ráð­herra heldur aldrei á að fyrir lægi beiðni um 50 millj­óna króna þjálf­un­ar­styrk, sem þá myndi setja heildarí­viln­anir til handa Matorku í 475 millj­ónir króna, eða 40% af heild­ar­fjár­fest­ing­ar­kostn­aði við verk­efn­ið. Hann nefndi heldur aldrei þau hlut­föll sem EES-­samn­ing­ur­inn leyf­ir, eftir stærð verk­efna.

Eins er rétt að benda á að í Kast­ljósi var ráð­herra ítrekað spurður út í hvort samn­ing­arnir við Matorku gerðu ráð fyrir því að fyr­ir­tækið gæti nýtt sér hag­stæð­ari skatt­pró­sentu og lægri gjöld jafn­vel þótt fyr­ir­tækið stæði ekki við áætl­anir sínar í samn­ingnum við stjórn­völd. Til­efni þess­arar spurn­ingar var að mis­ræmi er milli fjár­fest­inga­samn­ings fyr­ir­tæk­is­ins við stjórn­völd og fjár­festa­kynn­ingar fyr­ir­tæk­is­ins sem útbúin var nokkrum vikum eftir und­ir­skrift ráð­herr­ans við fyr­ir­tæk­ið. Í samn­ingi við stjórn­völd sagð­ist fyr­ir­tækið ætla sér að hefja fulla starf­semi á næsta ári en í fjár­festa­kynn­ing­unni er full starf­semi sögð áætluð árið 2018. Í ljósi þess að mark­mið samn­ings stjórn­valda við fyr­ir­tækið er að efla atvinnu og liðka fyrir fjár­fest­ingu, er eðli­legt að spurt sé hvort ríkið hafi ein­hverja fyr­ir­vara á því að fyr­ir­tækið nýti sér íviln­anir sín­ar, óháð því hver fram­leiðsla þess og mann­afla­þörf verð­ur.

Að lokum má geta þess að umfjöll­unin sner­ist ekki síður um gagn­rýni þeirra fyr­ir­tækja í bleikju­eldi sem fyrir eru í land­inu, en þau hafa byggt upp sína starf­semi án nokk­urrar aðkomu hins opin­bera. Þykir þeim skjóta skökku við að inn á þann markað geti komið risa­stórt fyr­ir­tæki sem fái ýmiss konar íviln­anir á þeim for­sendum að ann­ars verði rekst­ur­inn ekki arð­bær.

Ein mis­tök voru þó gerð í þætt­in­um, sem hafa ekk­ert að gera með athuga­semdir ráð­herra. Bene­dikt Ein­ars­son sendi Kast­ljósi yfir­lýs­ingu í gær þar sem hann hafn­aði því að eiga hlut í Matorku í gegnum félagið P-126 sem skráð er á heim­ili hans, en sagt í eigu eign­ar­halds­fé­lags á Kýp­ur. Að sögn Bene­dikts er P-126 eign föður hans, Ein­ars Sveins­son­ar. Bene­dikt er þó eins og áður segir stjórn­ar­maður í Matorku ehf á Íslandi og móð­ur­fé­lagi þess Matorka hold­ing AG í Svis­s."

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Hundruð vísindamanna segja kórónuveiruna geta borist í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, er enn efins um að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, geti borist í lofti eins og fjölmargir vísindamenn vilja meina. Stofnunin telur rannsóknir sem sýna eiga fram á þetta enn ófullnægjandi.
Kjarninn 6. júlí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Kerfislægur rasismi
Kjarninn 6. júlí 2020
Mörg störf hafa horfið vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á ferðaþjónustuna.
Rúmlega 27 þúsund færri störf mönnuð á öðrum ársfjórðungi en í fyrra
Samkvæmt nýrri starfaskráningu frá Hagstofu Íslands voru 2.600 laus störf á Íslandi á öðrum ársfjórðungi, en störfunum sem voru mönnuð á íslenskum vinnumarkaði fækkaði um rúmlega 27 þúsund á milli ára.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None