Tónlistarkonan Katy Perry er með flesta fylgjendur allra á samfélagsmiðlinum Twitter, eða 61,8 milljónir. Næst á eftir henni kemur kanadíski tónlistmaðurinn Justin Bieber með 57,7 milljónir og í þriðja sæti er Barack Obama Bandaríkjaforseti með 51,5 milljónir fylgjenda. Hann er jafnframt langefstur meðal stjórnmálamanna í heiminum þegar kemur að notendafjölda á Twitter.
"Pick any metric you want—America’s resurgence is real." Watch President Obama's weekly address: http://t.co/netUWCKifQ
— Barack Obama (@BarackObama) December 20, 2014
Heildarfjöldi virkra mánaðarlegra notenda Twitter er í dag tæplega 300 milljónir um allan heim. Vinsældir Twitter hafa vaxið hratt á þessu ári, en þó ekki jafn hratt og margir bjuggust við. Um 500 milljónir tísta eru sett í loftið á hverjum degi, og um 80 prósent af notendum Twitter nota snjallasímann til að tísta og fylgjast með því hvað notendur Twitter eru að segja.
hi http://t.co/dj6gCb0otn — KATY PERRY (@katyperry) December 17, 2014