Kaupendur að hlut í Íslandsbanka hafa þegar hagnast um 4,5 milljarða króna

22,5 prósent hlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka sem var seldur í lokuðu útboði fyrir 52,65 milljarða króna til nokkur hundruð aðila sem flokkast „fagfjárfestar“ fyrir viku síðan er nú 57,15 milljarða króna virði.

íslandsbanki
Auglýsing

Þegar 22,5 pró­sent hlutur í Íslands­banka var seldur fyrir viku síðan til val­ins hóps fjár­festa borg­uðu þeir 117 krónur fyrir hvern hlut, eða alls 52,65 millj­arða króna. Það var rúm­lega fjögur pró­sent undir skráðu gengi bank­ans á þeim tíma og afslátt­ur­inn rök­studdur með því að það væri alvana­legt alþjóð­lega þegar stór hlutur í skráðu félagi væri seldur með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi að gefa afslátt. 

Við lokun mark­aða í gær var gengi bréfa í Íslands­banka 127 krónur á hlut, eða 8,5 pró­sent yfir því gengi sem var á bréf­unum í lok­aða útboð­inu sem fór fram í síð­ustu viku. Virði þess hlutar sem var seldur er nú 57,15 millj­arðar króna og kaup­end­urnir hafa því hagn­ast um 4,5 millj­arða króna á einni viku. 

Mark­aðsvirði Íslands­banka í heild við lokun mark­aða í gær var 254 millj­arðar króna.

Til­gang­ur­inn ekki að fá hæsta verðið

Alls 430 fjár­festar fengu að skrá sig fyrir hlut í Íslands­banka og var marg­föld umfram­eft­ir­spurn eftir þátt­töku. Kjarn­inn hefur rætt við fjár­festa sem voru til­búnir að greiða að minnsta kosti mark­aðs­verð fyrir hluti í bank­anum í útboð­inu en fengu ekki það sem þeir sótt­ust eftir heldur voru látnir sæta skerð­ingum eins og aðrir til­boðs­gjaf­ar. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur enda sagt að meg­in­til­gang­ur­inn hafi ekki verið að fá hæsta verðið heldur að tryggja dreifða eign­ar­að­ild. 

Auglýsing
Engar skýrar upp­lýs­ingar hafa hins vegar verið veittar um meg­in­þorra þeirra sem fengu að kaupa. Til­kynnt var til Kaup­hallar Íslands um þrjá aðila sem sitja í stjórn eða fram­kvæmda­stjórn Íslands­banka, eða tengj­ast aðilum sem það gera, en sam­an­lagt keyptu þeir fyrir um 93 millj­ónir króna.

Fyrir liggur að stórir íslenskir líf­eyr­is­sjóðir keyptu mest í útboð­inu og Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LS­R), stærsti sjóður lands­ins, er nú til að mynda næst stærsti eig­andi Íslands­banka á eftir íslenska rík­inu, sem á 42,5 pró­sent, með 5,23 pró­sent eign­ar­hlut. Gildi er þriðji stærsti eig­andi bank­ans með 5,07 pró­sent hlut og þá keypti banda­ríska sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Capi­tal Group, sem þegar átti 4,5 pró­sent hlut í Íslands­banka, við­bót­ar­hlut og á nú 5,06 pró­sent. 

Voru metnir af fyr­ir­tækj­unum sem þeir eiga reglu­leg við­skipti við

Að óbreyttu verða ein­ungis birtar upp­lýs­ingar um þá sem eiga meira en eitt pró­sent hlut í Íslands­banka og þeir eru sem stendur tíu tals­ins. Auk þeirra sem nefndir hafa verið hér að ofan Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna með 4,57 pró­sent hlut, Brú líf­eyr­is­sjóður með 2,1 pró­sent hlut og Stapi líf­eyr­is­sjóður með 1,58 pró­sent hlut. Auk þess er Arion banki skráður fyrir 1,72 pró­sent og Lands­bank­inn fyrir 1,55 pró­sent hlut, en leiða verður líkur að því að bank­arnir séu að halda á hlutum fyrir hönd við­skipta­vina sinna sem gerðir voru fram­virkir samn­ingar við og að keypt hafi verið bréf fyrir veltu­bók bank­anna. Íslands­sjóð­ir, sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki í eigu Íslands­banka heldur svo á 1,55 pros­ent hlut fyrir sína við­skipta­vini, sem eru að uppi­stöðu líf­eyr­is­sjóðir og fjár­sterkir ein­stak­ling­ar.

Flestir hinna svoköll­uðu „fag­fjár­festa“ sem fengu að kaupa í bank­anum með afslætti eru ein­stak­lingar sem voru metnir hæfir til þátt­töku af þeim fjár­mála­fyr­ir­tækjum sem valdir voru sem sölu­ráð­gjaf­ar, og eru í mörgum til­vikum þau sömu og umræddir aðilar eiga í við­skiptum við dags dag­lega. Fyr­ir­tækið á þá að leggja mat á sér­­fræð­i­kunn­áttu, þekk­ingu og reynslu við­kom­andi og hvort hún veiti næg­i­­lega vissu fyrir því að hann geti sjálfur tekið ákvarð­­anir um fjár­­­fest­ingar og skilji áhætt­una sem í þeim felst. 

Til að þessir ein­stak­l­ingar geti talist fag­fjár­­­festar þurfa þeir að upp­­­fylla að minnsta kosti tvö af þremur skil­yrð­um: í fyrsta lagi að hafa átt umtals­verð við­­skipti á við­eig­andi síð­­ast­liðið ár, eða að með­­al­tali a.m.k. tíu sinnum á hverjum árs­fjórð­ungi, í öðru lagi að fjár­­­mála­­gern­ingar þeirra og inn­i­­stæður séu sam­an­lagt virði 500 þús­und evra (71 milljón króna) eða meira eða í þriðja lagi að fjár­­­festir hafi gegnt eða gegni, í að minnsta eitt ár, stöðu í fjár­­­mála­­geir­­anum sem krefst þekk­ingar á fyr­ir­hug­uðum við­­skiptum eða þjón­ust­u. 

Vísað í sölu á hlutum í öðrum banka

Umsjón­­ar­að­ilum hins lok­aða útboðs hafa sagt að sá afsláttur sem var gef­inn af hluta­bréf­unum hafi þótti lít­ill í sam­an­­burði við sam­­bæri­­legar sölur erlendis á árinu 2022, sér­­stak­­lega eftir þann mark­að­sóróa sem skap­að­ist þegar Rús­s­land réðst inn í Úkra­ínu fyrir rúmum mán­uði síð­­­an.

Hefur þar, meðal ann­ars á fundi full­trúa Banka­sýslu rík­is­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins með efna­hags- og við­skipta­nefnd í síð­ustu viku, verið vísað í sölu á hlutum í NatWest Group, áður þekkt sem Royal Bank of Scotland, en breska ríkið hefur verið að selja sig niður þar í mörgum skrefum á und­an­förnum árum eftir að hafa tekið yfir félagið í kjöl­far banka­hruns­ins. Það er þó ýmis­legt ólíkt með bæði aðkomu rík­is­sjóðs Íslands að Íslands­banka og breska rík­is­sjóðs­ins að NatWest, auk þess sem sölu­ferlið ytra hefur verið mun lang­dregn­ara og stigið í smærri skrefum en það sem ráð­ist var í hér. Þess utan starfar NatWest á alþjóð­legum mörk­uð­um, er tví­skráður bæði í London og New York og er með við­skipta­vini út um allan heim. Bank­inn er þegar með veru­lega dreift eign­ar­hald og síð­asti kaup­andi að hlutum rík­is­ins í honum var bank­inn sjálf­ur. 

Íslands­banki gerir upp í íslenskum krón­um, þjón­ustar að uppi­stöðu íslensk fyr­ir­tæki og heim­ili og var með 24 þús­und hlut­hafa í fyrra­sumar eftir að hann var skráður á hluta­bréfa­­markað í byrjun júní. Hlut­höfum í bank­­anum fækk­­aði á tæpu hálfu ári um 35 pró­­sent, um 8.400, og hlut­hafa­hóp­­ur­inn telur í dag um 15.600 manns. Hluta­bréf í bank­anum hafa hækkað um næstum 61 pró­sent frá því að 35 pró­sent hlutur rík­is­ins var seldur í honum í fyrra. Sá hlutur hefur hækkað um tæpa 34 millj­arða króna í virði frá því að ríkið seldi hann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent