Lagði áherslu á annað en eingöngu hæsta verðið – „Meinti það sem ég sagði“

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að hann hafi alltaf viljað heilbrigt eignarhald á Íslandsbanka. Það þýði m.a. að áherslan sé ekki á hæsta verðið heldur dreifða eignaraðild.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra segir að ef áhersla sé ein­göngu lögð á hæsta verð í sölu á Íslands­banka þá sé sátt um að allur hlut­ur­inn fari til eins aðila sem til­bú­inn er að borga mest.

Ráð­herr­ann lét þessi orð falla undir liðnum fund­ar­stjórn for­seta á Alþingi í dag eftir að margir þing­menn höfðu komið í pontu og gagn­rýnt sölu rík­is­ins á hlut í Íslands­banka – hvernig staðið var að söl­unni og sölu­verðið sömu­leið­is. Þing­menn köll­uðu einnig eftir frek­ari umræðu um málið á þingi og sagði for­seti Alþing­is, Birgir Ármanns­son, að hann myndi fara yfir það með hvaða hætti hægt væri að koma við umræðu um þetta þannig að það þyrfti ekki að eiga sér stað undir fund­ar­stjórn for­seta.

Kjarn­inn greindi frá því í morgun að alls 22,5 pró­senta hlutur í Íslands­banka hefði verið seldur með 2,25 millj­arða króna afslætti í gær. Fyr­ir­komu­lag söl­unnar var knappt og stóð yfir í nokkra klukku­tíma eftir að það var til­kynnt. Það var í sam­ræmi við þá leið sem boðuð hafði verið frá því að sölu­ferlið var sett form­lega af stað á ný þann 11. febr­úar síð­ast­lið­inn.

Auglýsing

Sala sem á sér margra mán­aða aðdrag­anda

Bjarni sagði í ræðu sinni í dag að stjórn­völd hefðu viljað tryggja dreifða eign­ar­að­ild. „Við vildum að þetta yrði heil­brigt eign­ar­hald fyrir fram­tíð bank­ans og það þýðir meðal ann­ars að þú leggur þig ekki eftir lang­hæsta verð­inu enda hefur svona fyr­ir­komu­lag, svona sala aldrei farið fram án afsláttar neins staðar í heim­in­um.“

Hann sagð­ist vilja fá umræðu um fram­kvæmd söl­unn­ar, eins og þing­menn köll­uðu eft­ir.

„Ég vek athygli á því að þetta er ekki eitt­hvað sem ger­ist á nokkrum klukku­stund­um. Þetta er sala sem á sér margra mán­aða aðdrag­anda, meðal ann­ars með aðkomu þings­ins. Svo virð­ist sem margir hafi ekki áttað sig á því hvað Banka­sýslan var að boða þegar hún boð­aði að salan færi fram með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi sem hlaut alltaf að þurfa að ger­ast á milli þess að mark­aðir lok­uðu þar til þeir opn­uðu næsta dag. Það var nákvæm­lega það sem gerð­ist.

Þegar við veltum því fyrir okkur hvort það hefði mögu­lega verið hægt að fá hærra verð þá þurfum við aðeins að spyrja okkur hvort við meintum það sem við sögð­um, að minnsta kosti get ég sagt fyrir mitt leyti að ég meinti það sem ég sagði, að ég legði áherslu á margt annað heldur en ein­göngu bara hæsta verð,“ sagði hann.

Fyr­ir­komu­lag á söl­unni opin­bert

Bjarni kom aftur í pontu nokkru síðar undir sama lið og sagð­ist vilja ítreka að það væri eðli­legt að alvöru umræða færi fram um þessa sölu eins og þau hefðu „reyndar staðið fyrir til þessa“.

„Við höfum verið í sam­skiptum við þingið og með málið til vinnslu í fleiri en einni þing­nefnd þannig að þetta fyr­ir­komu­lag á söl­unni var opin­bert og var rætt við þing­ið, og við fengum skoðun á því áður en ráð­ist var í söl­una. Ég vil ítreka að það er Banka­sýslan sem að lögum fram­kvæmir söl­una og ég er alveg sann­færður um að Banka­sýslan er til­búin að koma hingað í þingið og gera betur grein fyrir rök­unum á bak við þá aðferð sem valin var,“ sagði hann.

Verð­mæti í eigu rík­is­ins seld á und­ir­verði

Jóhann Páll Jóhanns­son þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagði undir sama lið að þrátt fyrir gríð­ar­lega umfram­eft­ir­spurn hefði verið veittur 2,25 millj­arða afsláttur í söl­unni í gær.

Jóhann Páll Jóhannsson Mynd: Bára Huld Beck

„Við erum enn þá í þoku um það hverjir kaup­end­urnir eru og afslátt­ur­inn var auð­vitað mörgum millj­örðum meiri ef við myndum miða við gengið eins og það er núna eftir dag­inn. Fyrsti við­skipta­dagur er ekki lið­inn.

Ég vil taka þetta upp undir þessum lið vegna þess að þetta þarfn­ast allt saman umræðu í þing­inu. Mér finnst það umhugs­un­ar­vert að frumút­boðið í fyrra hafi ekki verið gert upp hérna í þessum sal þegar verð­mæti í eigu rík­is­ins voru seld á und­ir­verði. Verð­mæti í eigu rík­is­ins voru seld á und­ir­verði – þetta eru hluta­bréf sem í dag eru hátt í 30 millj­örðum meira virði en þau voru þá og það hefur engin þing­leg umræða farið fram til að draga ein­hvern lær­dóm af þessu. Það kom skýrsla frá fjár­mála­ráð­herra um söl­una, um frumút­boð­ið. Hún hefur aldrei verið tekin hér á dag­skrá í þing­inu. Salan á eignum almenn­ings heldur áfram án þess að það komi Alþingi við, eða þannig er lát­ið,“ sagði hann.

Aug­ljóst hver for­gangs­röð­unin er hjá rík­is­stjórn­inni

Ást­hildur Lóa Þórs­dóttir þing­maður Flokks fólks­ins var einn þeirra þing­manna sem tók til máls.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Já, salan á þessum banka tók rétt um þrjá tíma. Það er aug­ljóst hver for­gangs­röð­unin er hjá rík­is­stjórn­inni. Þetta þurfti að keyra í gegn, þessu lá á, vegna þess að fjár­fest­arnir þurfa jú að geta grætt.

Svo langar mig bara aðeins í þessu sam­hengi að minn­ast á þing­mála­skrána, þar er ekki eitt ein­asta mál frá rík­is­stjórn­inni varð­andi hags­muni heim­il­anna og varð­andi það að hjálpa þeim í gegnum það sem fram undan er þegar verð­bólgan stefnir í tveggja stafa tölu. Það er ekki einu sinni hægt að taka hús­næð­islið­inn úr vísi­töl­unni. Það er ekki einu sinni hægt að frysta í eitt ár verð­trygg­ingu á lánum og leigu. Samt er hagn­aður bank­anna eins og við vitum öll og Félags­bú­staðir högn­uð­ust um 18,5 millj­arða á síð­asta ári og Alma um 12,4 millj­arða. Er ekki ein­hvers staðar þarna borð fyrir báru frekar en hjá heim­il­un­um?“ spurði hún.

Vill selja Íslands­banka og Lands­bank­ann líka

Sig­mar Guð­munds­son þing­maður Við­reisnar sagð­ist vera alveg hjart­an­lega sam­mála því að það ætti að selja Íslands­banka og reyndar Lands­bank­ann líka.

Sigmar Guðmundsson Mynd: Bára Huld Beck

„Ég fagna því að það sé verið að stíga virk skref til þess að gera það. Mér finnst ekki að ríkið eigi að vera sterkur leik­andi á þessum sam­keppn­is­mark­aði, bara alls ekki. Hins vegar hljótum við auð­vitað að velta því fyrir okkur hvernig þetta er gert og án þess að ég ætli að ganga eitt­hvað langt í því að full­yrða nokkurn skap­aðan hlut þá held ég að umræðan í sam­fé­lag­inu eftir þessi tíð­indi í gær kalli á að við verðum hrein­lega upp­lýst um það sem fyrst hvað þarna liggur að baki, hvernig þetta var gert, hvernig menn voru vald­ir, ekki síst líka hverjir keyptu og hvers vegna kjörin voru eins og þau voru.

Að öðru leyti vil ég fagna því og vona að umræðan fari ekki að snú­ast um það hvort það eigi yfir höfuð að selja hlut­inn eða ekki. Það er afstaða mín að ríkið eigi ekki að vera sterkur leik­andi á þessum mark­að­i,“ sagði hann.

Þjóðin vill fá svör

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dóttir Gunn­ars­dóttir þing­maður Pírata greindi frá því að hún væri per­sónu­lega búin að fá skila­boð frá þremur mis­mun­andi aðilum í morgun um hvort ekki ætti að ræða þetta mál í þing­inu í dag.

Hún sagði að aug­ljóst væri að þjóðin vildi fá svör strax og upp­lýs­ingar um hvernig það hefði borið að að 27 millj­arðar hefðu farið úr „vasa þjóð­ar­innar til – ja, hver veit?“

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Allir sem komu að sölu bank­ans geti verið stoltir

Guð­rún Haf­steins­dóttir þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar sagð­ist vilja leggja orð í belg og nefndi orð Jóhanns Páls og gagn­rýni hans að farið hefði verið í sölu Íslands­banka í fyrra í miðjum heims­far­aldri.

Hún sagð­ist ekki vita betur en að sú sala hefði tek­ist afskap­lega vel, svo vel að eftir hefði verið tek­ið.

Guðrún Hafsteinsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Þegar er talað um að þar hafi verið selt á und­ir­verði, þá voru mark­miðin bara allt önn­ur. Þar var verið að tryggja það að almenn­ingur gæti eign­ast hlut í einum af bönkum okkar Íslend­inga og þús­undir manna svör­uðu kall­inu og vildu taka þátt í því. Þannig að við fengum dreift eign­ar­hald inn í Íslands­banka sem var mjög af hinu góða. Í kjöl­farið á þeirri sölu þá fengum við líka verð­miða á bank­ann. Hann fór á mark­að. Það þýðir að við fengum að vita raun­veru­legt virði bank­ans. Og hvað gerð­ist? Eign­ar­hlutur rík­is­ins varð meiri. Þannig að ég held að allir sem komu að sölu bank­ans á síð­asta ári og byrj­un­inni á þessu ferli geti verið stoltir af því,“ sagði hún.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent