Kaupendur að hlut í Íslandsbanka hafa þegar hagnast um 4,5 milljarða króna

22,5 prósent hlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka sem var seldur í lokuðu útboði fyrir 52,65 milljarða króna til nokkur hundruð aðila sem flokkast „fagfjárfestar“ fyrir viku síðan er nú 57,15 milljarða króna virði.

íslandsbanki
Auglýsing

Þegar 22,5 pró­sent hlutur í Íslands­banka var seldur fyrir viku síðan til val­ins hóps fjár­festa borg­uðu þeir 117 krónur fyrir hvern hlut, eða alls 52,65 millj­arða króna. Það var rúm­lega fjögur pró­sent undir skráðu gengi bank­ans á þeim tíma og afslátt­ur­inn rök­studdur með því að það væri alvana­legt alþjóð­lega þegar stór hlutur í skráðu félagi væri seldur með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi að gefa afslátt. 

Við lokun mark­aða í gær var gengi bréfa í Íslands­banka 127 krónur á hlut, eða 8,5 pró­sent yfir því gengi sem var á bréf­unum í lok­aða útboð­inu sem fór fram í síð­ustu viku. Virði þess hlutar sem var seldur er nú 57,15 millj­arðar króna og kaup­end­urnir hafa því hagn­ast um 4,5 millj­arða króna á einni viku. 

Mark­aðsvirði Íslands­banka í heild við lokun mark­aða í gær var 254 millj­arðar króna.

Til­gang­ur­inn ekki að fá hæsta verðið

Alls 430 fjár­festar fengu að skrá sig fyrir hlut í Íslands­banka og var marg­föld umfram­eft­ir­spurn eftir þátt­töku. Kjarn­inn hefur rætt við fjár­festa sem voru til­búnir að greiða að minnsta kosti mark­aðs­verð fyrir hluti í bank­anum í útboð­inu en fengu ekki það sem þeir sótt­ust eftir heldur voru látnir sæta skerð­ingum eins og aðrir til­boðs­gjaf­ar. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur enda sagt að meg­in­til­gang­ur­inn hafi ekki verið að fá hæsta verðið heldur að tryggja dreifða eign­ar­að­ild. 

Auglýsing
Engar skýrar upp­lýs­ingar hafa hins vegar verið veittar um meg­in­þorra þeirra sem fengu að kaupa. Til­kynnt var til Kaup­hallar Íslands um þrjá aðila sem sitja í stjórn eða fram­kvæmda­stjórn Íslands­banka, eða tengj­ast aðilum sem það gera, en sam­an­lagt keyptu þeir fyrir um 93 millj­ónir króna.

Fyrir liggur að stórir íslenskir líf­eyr­is­sjóðir keyptu mest í útboð­inu og Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LS­R), stærsti sjóður lands­ins, er nú til að mynda næst stærsti eig­andi Íslands­banka á eftir íslenska rík­inu, sem á 42,5 pró­sent, með 5,23 pró­sent eign­ar­hlut. Gildi er þriðji stærsti eig­andi bank­ans með 5,07 pró­sent hlut og þá keypti banda­ríska sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Capi­tal Group, sem þegar átti 4,5 pró­sent hlut í Íslands­banka, við­bót­ar­hlut og á nú 5,06 pró­sent. 

Voru metnir af fyr­ir­tækj­unum sem þeir eiga reglu­leg við­skipti við

Að óbreyttu verða ein­ungis birtar upp­lýs­ingar um þá sem eiga meira en eitt pró­sent hlut í Íslands­banka og þeir eru sem stendur tíu tals­ins. Auk þeirra sem nefndir hafa verið hér að ofan Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna með 4,57 pró­sent hlut, Brú líf­eyr­is­sjóður með 2,1 pró­sent hlut og Stapi líf­eyr­is­sjóður með 1,58 pró­sent hlut. Auk þess er Arion banki skráður fyrir 1,72 pró­sent og Lands­bank­inn fyrir 1,55 pró­sent hlut, en leiða verður líkur að því að bank­arnir séu að halda á hlutum fyrir hönd við­skipta­vina sinna sem gerðir voru fram­virkir samn­ingar við og að keypt hafi verið bréf fyrir veltu­bók bank­anna. Íslands­sjóð­ir, sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki í eigu Íslands­banka heldur svo á 1,55 pros­ent hlut fyrir sína við­skipta­vini, sem eru að uppi­stöðu líf­eyr­is­sjóðir og fjár­sterkir ein­stak­ling­ar.

Flestir hinna svoköll­uðu „fag­fjár­festa“ sem fengu að kaupa í bank­anum með afslætti eru ein­stak­lingar sem voru metnir hæfir til þátt­töku af þeim fjár­mála­fyr­ir­tækjum sem valdir voru sem sölu­ráð­gjaf­ar, og eru í mörgum til­vikum þau sömu og umræddir aðilar eiga í við­skiptum við dags dag­lega. Fyr­ir­tækið á þá að leggja mat á sér­­fræð­i­kunn­áttu, þekk­ingu og reynslu við­kom­andi og hvort hún veiti næg­i­­lega vissu fyrir því að hann geti sjálfur tekið ákvarð­­anir um fjár­­­fest­ingar og skilji áhætt­una sem í þeim felst. 

Til að þessir ein­stak­l­ingar geti talist fag­fjár­­­festar þurfa þeir að upp­­­fylla að minnsta kosti tvö af þremur skil­yrð­um: í fyrsta lagi að hafa átt umtals­verð við­­skipti á við­eig­andi síð­­ast­liðið ár, eða að með­­al­tali a.m.k. tíu sinnum á hverjum árs­fjórð­ungi, í öðru lagi að fjár­­­mála­­gern­ingar þeirra og inn­i­­stæður séu sam­an­lagt virði 500 þús­und evra (71 milljón króna) eða meira eða í þriðja lagi að fjár­­­festir hafi gegnt eða gegni, í að minnsta eitt ár, stöðu í fjár­­­mála­­geir­­anum sem krefst þekk­ingar á fyr­ir­hug­uðum við­­skiptum eða þjón­ust­u. 

Vísað í sölu á hlutum í öðrum banka

Umsjón­­ar­að­ilum hins lok­aða útboðs hafa sagt að sá afsláttur sem var gef­inn af hluta­bréf­unum hafi þótti lít­ill í sam­an­­burði við sam­­bæri­­legar sölur erlendis á árinu 2022, sér­­stak­­lega eftir þann mark­að­sóróa sem skap­að­ist þegar Rús­s­land réðst inn í Úkra­ínu fyrir rúmum mán­uði síð­­­an.

Hefur þar, meðal ann­ars á fundi full­trúa Banka­sýslu rík­is­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins með efna­hags- og við­skipta­nefnd í síð­ustu viku, verið vísað í sölu á hlutum í NatWest Group, áður þekkt sem Royal Bank of Scotland, en breska ríkið hefur verið að selja sig niður þar í mörgum skrefum á und­an­förnum árum eftir að hafa tekið yfir félagið í kjöl­far banka­hruns­ins. Það er þó ýmis­legt ólíkt með bæði aðkomu rík­is­sjóðs Íslands að Íslands­banka og breska rík­is­sjóðs­ins að NatWest, auk þess sem sölu­ferlið ytra hefur verið mun lang­dregn­ara og stigið í smærri skrefum en það sem ráð­ist var í hér. Þess utan starfar NatWest á alþjóð­legum mörk­uð­um, er tví­skráður bæði í London og New York og er með við­skipta­vini út um allan heim. Bank­inn er þegar með veru­lega dreift eign­ar­hald og síð­asti kaup­andi að hlutum rík­is­ins í honum var bank­inn sjálf­ur. 

Íslands­banki gerir upp í íslenskum krón­um, þjón­ustar að uppi­stöðu íslensk fyr­ir­tæki og heim­ili og var með 24 þús­und hlut­hafa í fyrra­sumar eftir að hann var skráður á hluta­bréfa­­markað í byrjun júní. Hlut­höfum í bank­­anum fækk­­aði á tæpu hálfu ári um 35 pró­­sent, um 8.400, og hlut­hafa­hóp­­ur­inn telur í dag um 15.600 manns. Hluta­bréf í bank­anum hafa hækkað um næstum 61 pró­sent frá því að 35 pró­sent hlutur rík­is­ins var seldur í honum í fyrra. Sá hlutur hefur hækkað um tæpa 34 millj­arða króna í virði frá því að ríkið seldi hann.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent